Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Síða 46

Skírnir - 01.01.1891, Síða 46
DANMÖRK. 4tí kornvöru, en 1884—-88 var iiutt minni kornvara út. en inn svo að nam 6 miljónum króna. Aptur leggja Danir miklu meiri stund á kvikfjárrækt en áður. Danir flytja nú mestmegnis svínakjöt, smjör og egg út. Þeir flytja þrefalt meira smjör út nú en fyrir 7 árum, eða um 60 miljðnir punda, og fimmfalt meira svínakjöt en fyrir 6 árura, eða um 70 miljónir punda. Þeir flytja mest af vörum til Englands og inest inn frá Þýzka- landi. í ársbyrjun 1890 áttu þeir 2,938 seglskip, 305 gufuskip og 11,200 báta. Gufuskipafélagið „Det forenede Dampskibsselskab“ á 100 skip. Kosningar til fólkþingsins fóru fram 21. janúar. Misstu hægri menn 4 kjördæmi (3 í Höfn), Bergsliðar unnu 8 kjördæmi og sósíalistar unnu tvö kjördæmi; var annað þeirra sveit nálægt Aarhus. Eru þannig 78 vinstrimenn og 24 hægrimenn á fólksþinginu. Eins og venja er til, gaf stjórnin át bráðabirgðalög 1. april. Um haustið var kosinn nokkur hluti landsþingsins; komust 3 vinstrimenn og einn sósíalisti inn í það þing og voru kosnir í Höfn i stað hægrimanna. Um veturinn, undir árslokin, höfðu hægrimenn og Bojsensliðar af vinstrimönnum komið sér saman um að leggja skatt á bjðr, en lækka sikurtoll, seinolíutoll og hrísgrjónatoll. En þeir Hörup og Berg drógu sig saman, og báru upp fruinvarp um, að verja bjórskattinum til að stofna sjóð fyrir þurfandi menn, 62 ára að aldri. Þeim Hörup og Berg fylgja lijer um bil 38 þingmenn, en hinir fylgja Bojsen og er kallað, að þeir séu gengnir í liði bægrimanna. Norrænn kennarafundur var haldinn í Höfn 5.—8. ágúst. Voru á honum 5,300 manns, 1,100 frá Noregi, 1,000 frá Svíþjóð, 200 frá Finn- landi og hinir frá Danmörku og íslandi. Hefur aldrei verið jafnfjölsótt á kennarafund á Norðurlöndum. Næsta kennarafund á að halda i Stokk- iiólmi 1895. í ágústlok var hinn sjöundi norræni lögfræðingafundur haldinn í Höfn. Svíþjóö og Noregur. í Svíþjóð fóru fram kosningar til neðri þingdeildar og urðu tollfjend- ur fleiri en tollvinir, en munurinn er svo lítill, að þegar báðar deildir greiða atkvæði í einu lagi, er tvísýnt hvorir verða ofan á. Standa toll- arnir enn við lýði.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.