Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 77

Skírnir - 01.08.1906, Page 77
Skirnir. Sturla Siglivatsson. 269 »Sturla tók rollu úr pússi sínu, ok söng af bænir sínar, ok söng Augustinus-bæn meðan liðit bjósk«. Hinn heilagi Ágústínus var eins og kunnugt er, einn af höfuðsmiðunum að Helvíti kirkjunnar, og gæti manni því komið til hugar, að sú bæn sem við hann er kend, hafi átt að vera sérlega kröftug móti Helvíti. Snarræði og sköruleg forsögn virðist annars hafa einkent Sturlu Sighvatsson, en í þetta skifti, þegar mest reið á, lenti hann allur í bænasöng, af því að hann hafði sofið í mjög loftillum skála og því vaknað við vondan draum. Og það má nú nærri geta, hvort ekki muni hafa verið seinni handtök hjá liðinu að búa sig, þegar höfð- ingjann vantaði. Sturla sjálfur hafði ekki fengið ráðrúm til að brynjast, vegna kirkjugöngu sinnar, en þegar á vígvöllinn var kom- ið, var honum fengin lítil brynja og ónóg. Ekki hafði hann heldur gáð að fá sér gott vopn, heldur hafði hann gamalt spjót, sem beyglaðist þegar á reyndi, og kom því fyrir lítið þó að hann verðist »fimt og vel« og legði með spjótinu svo hart »at menn féilu jafnan fvrir«. »Skildir voru bundnir í klyfjar; ok urðu þeir eigi leystir«. Það hefir alt farið í handaskolum hjá hinum höfuðlausa her. »Einn skjöldr var lauss, erá var markað crucifixum; sá var Sturlu ætlaðr; en hann tók eigi við«. Ef til vill af því að hann vildi ekki vera betur búinn að verjum en menn hans. Nú vikur sögunni til Gissurar. Hann lá úti nóttina fyrir bardagann. í létta loftinu svaf hann miklu betur en Sturla í skálasvælunni og drevmdi — þess vegna — svo, að honum þótti betur en ódreymt; var honum hvöt og hugarstyrkur að draumnum. Hann vaknar hress og alhvíldur og heldur snjalla eggjunarræðu fyrir liðinu. »íslands óhamingju verður alt að vopni«, jafnvel draumar. Hve mjög Sturla Sighvatsson var ólíkur þennan dag því, sem hann átti að sér, kemur einnig fram í orustubyrjun.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.