Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 19

Skírnir - 01.08.1907, Page 19
Jafnaðarstefnan. 211 i n, sem af honum leiðir. Einkaeignin staðfestir mikið djúp milli ríka og fátæka mannsins. Við auðæfaskautið er sífelt sólskin og gnægtir góðra hluta, en við örbirgðar- skautið svart myrkur, sultur og eymd. Einkaeignin hefir ekki heldur fengið að sitja i friði og ró að búum sínum. Það er síður en svo. Hún hefir orðið fyrir ekki fáum hörðum atlögum vopnfimra kappa, og þótt enn sitji hún voldug og mikil í hásæti heimsins gerast þeir nú fleiri og fleiri, er fylkja sér í fjandaflokk hennar og keppa að því marki, að sökkva henni niður í hyldjúpt ltafið og urða hana á mararbotni, svo að hún fái aldrei til eilífðar að líta lífsins ljós. Hugsun mín er að reyna að segja hér litið eitt frá þess- um einkaeignarbardaga. Eg mun fara fljótt yfir sögu, staldra lítið eitt á stöku stað, þar sem eg rek mig á kæna forustumenn í fjandaflokk einkaeignar og ríkjandi þjóð- félagsskipunar — forustumenn, sem fyrir atlögur sínar hat'a unnið sér forfeðratign að nútíðarniðja þeim hinum þróttmikla, er jafnaðarstefna (socialismus) nefnist. Viðdvöl verður ærið stutt á hverjum stað, því að bæði er mér mældur tími til fararinnar og auk þess er eg hálf- smeykur um, að lesendurnir yrðu lúnir, ef í langferðalag væri lagt, Forustumaðurinn fyrsti, er á vegi mínum verður, er hinn nafnkendi forngríski heimspekingur P 1 a t ó, er var uppi á 4. öld f. K. Ástandið á Grikkiandi var um það bil i meira lagi ískyggilegt. Örfáir höfðingjar voru búnir að bæla undir sig þvi nær allar jarðeignir og aðra fjár- muni landsins, en meginið af landslýð átti hvorki í sig né á. Plató fanst mikið um þetta liörmungarástand. En hver ráð voru til að kippa þfessu i liðinn? Plató sér engin ráð önnur en að varpa einkaeign á glæ! I riti einu um þessi eiiii, sem heitir R í k i ð, berst Plató m. a. af miklu kappi fyrir því, a ð þjóðfélagsheildin verði alls- herjareigaúdi, allra landsins gæða, að alt verði sameigin- 14*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.