Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 56

Skírnir - 01.12.1907, Page 56
344 Agrip af sögu kvenréttmdalireyfingarimiar. Hún hefir kent konum, að hvaða takmarki þeim beri að keppa og sýnt þeim aðferðina; reynslan og eftirdæmið hefir styrkt þær í baráttunni. Smámsaman fengu þær ýms réttindi. 1848 fengu giftar konur í Isíew York full umráð yfir vinnulaunum sínurn og lausafó. 1856 öðluðust giftar konur í Massa- chusetts sömu réttindi. Sumstaðar í vesturfylkjunum fengu konur líka kosningarrétt í ýmsum málum, að meira eða minna leyti, um leið og fylkin bygðust eða voru tekin inn í sambandsríkið. Yms lagaleg og borgaraleg réttindi höfðu konur þar, bæði giftar og ógiftar, og atvinnufrelsi meira en annarsstaðar í Bandaríkjunum. Giítum konum voru trygð yfirráð yfir börnurn sínum jafnt föðurnum, ef um skilnað var að ræða, og þeim var með lögum trygður réttur til skilnaðar við þá menn, sem vegna óreglu eða illmensku misþyrmdu þeim eða börnunum o. s. frv. Eftir allmikla mótspyrnu tókst konum að ná aðgöngu að háskólunum, og tók Elízabeth Blackwell fyrst kvenna próf í læknisfræði við háskólann í Geneva 1849. Loks fengu konur full stjórnarfarsleg réttindi í Wioming 1869, og voru þau lög endurnýjuð 1890, þegar fylkið var gert að sambandsríki. 1893 fengu konur í Colorado sömuleiðis pólitískan kosningarrétt og kjörgengi, 1895 í Utah og 1896 í Idaho. I þessum ríkjum fengu þær og brátt aðgang að sömu embættum og atvinnugreinum sem karlmenn. Yfir höfuð má segja að barátta kvenna í Ameríku fyrir réttind- um sínum hafi vakið þær alment til meðvitundar um manngildi sitt, og áunnið þeim virðingu manna. C a n a d a. Auðvitað hafa konur í Canada orðið fyrir áhriíum frá systrum sínum í Bandaríkjunum. En hvoriti hafa þær barist jafnötullega fyrir réttindum sínum né þurft jafnmikið fvrir að hafa. Þær hafa svo að segja tekið sinn hlut í ýmsum greinuin á þurru landi. En kosningarrétt liafa þær enn þá ekki fullan að neinu icyti, I sveita- og safnaðannálum eru það að eins ógiftar, sjálf- stæðar konur og ekkjur, sem hafa atkvæðisrétt, og í skóla-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.