Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 69

Skírnir - 01.12.1907, Page 69
Agrip af sögu kvenréttindahreyfingarinnar. 357 anum og gagnfræðaskólunum. Sömuleiðis mega þær hlýða á fyrirlestra við læknaskólann og taka embættispróf það- an, en engin embætti fá þær að því loknu Einnig mega þær hlýða á fyrirlestra við prestaskólann að nokkru leyti, og taka próf í sumum námsgreinunum. Af opinberum störfum, sem bæði karlar og konur gætu gegnt, eru það kennarastörfin ein, við barnaskóla. og kvennaskóla, sem þær hafa á hendi. Launin eru fyrir stundakenslu hin sömu og þau, er karlmenn fá, nema við kvennaskóiann i Reykjavík. Þar hafa konur hat't eina 35 aura fyrir verklega tímakenslu, en fyrir bóklega. kenslu, setn karlmenn hafa mestmegnis haft á hendi, hafa verið borgaðir 50 aurar. Fastir kennarar eru konur hvergi nema við kvennaskólana, og eru launin við þá hér um bil 200—600 kr. Hæst laun hefir forstöðukona Reykjavíkur kvennaskóla: 600 kr. og húsnæði. Þá er að telja yfirhjúkrunarkonustöðuna við Laugar- nesspítala með 800 kr. launum og húsnæði, hita, ljósi og fæði, en undirlijúkrunarkonurnar hafa 250 kr. auk hús- næðis, fæðis o. s. fr. Engin þessara kvenna hefir eftir- launarétt, livorki kenslukonur né hjúkrunarkonur. Lítið liefir borið á íslenzkum konum í stjórnmálum, og mjög misjafnlega hafa þær neytt þeirra réttinda, sem þær hafa. Þó er áhugi á kvenréttindamálunum að fara í vöxt. Arið 1895 þegar áskorunin um kosningarrétt kvenna var send út um iand til undirskrifta, þá urðu þær í alt ekki full 2500. En nú í vetur og vor urðu undir- skriftir undir þessar sömu áskoranir um t ó 1 f þ ú s u n d. Ef telja má að ísl. konur séu um 40,000, og þar af helm- ingurinn yfir 16 ára, þá er þessi tala mjög há. Annars má telja víst, að íslenzkar konur fái stjórnarfarsleg rétt- indi á næstu árum, með því öll þjóðin sýnist vera orðin því fylgjandi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.