Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Síða 8

Skírnir - 01.08.1908, Síða 8
200 Vistaskifti. steðjanum niður á gólíið. Og eg kiptist hvað eftir annað við af hugsuninni um það, ef þeir hefðu nú lent á mér svona logandi heitir .... En hvað hendurnar á honum voru sterklegar og berir handleggimir! Ef eg hefði aðr- ar eins hendur og aðra eins handleggi, þá skyldi Þor- gerður ekki skipa mér mikið, né berja mig! Þá skyldi hún vara sig á mér! ... Eg leit framan í hann. Og mér fanst nefið á honum vera eins og fjallgarður, og kinnbeinin eins og hnjúkar, og augabrúnirnar eins og hellisskútarnir uppi í skarðinu. Þar inni, hafði Þorgerð- ur sagt mér, að ýmislegt ægilegt væri á ferðum, sem mundi hafa lyst á mér, ef eg væri svikull og óþekkur — eins og eg væri nú venjulega .... Nei, nei! . . . Þórður var góður maður, og eg ætlaði ekkert að vera hræddur . ... og eg ætlaði að biðja hann um hestinn . . . . ef eg bara vissi, hvort það væri til nokkurs, og hvort hann mundi ekki verða vondur. Hann stakk járninu inn i eldinn og blés. — Hvað er þér á höndum, Steini minn? Mér varð bylt við. Nú var komið að því. — Eg á að fá að fara til kirkjunnar. Lengra komst eg ekki. Og eg vissi varla af mér. — Nú? Þú átt að fá að fara til kirkjunnar? Það mun- ar ekki um það! Mér þykir Þorgerður ætla að fara að sjá sálarheill þinni borgið! Hver veit nema líkamsheillin komi á eftir? Heyrðu . . . á hverju ætlar heiðursmadd- aman að láta þig sitja? — Eg hefi engan hestinn. — Nú, þú hefir engan hestinn! Atti eg ekki á von! Hefir engan hestinn, ræfillinn? Hestur hefir orðið of mik- ið fyrir rausnarkvendið. Ætli maður láti þig ganga? Eg held ekki. Hvernig lízt þér á þá blesóttu? Eg held þú eigir fyrir því að fá að sitja á henni einu sinni. Hún sligast ekki undir þér. Hann leit á mig. Og eg sá á augnaráðinu, að hann var að hugsa um, að eg væri ekki neinn jötun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.