Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 35

Skírnir - 01.08.1908, Page 35
Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. 227 Var hann kærður og ráðaneytið skaut málinu undir dóm kirkjuráðsins; en í því sátu allir 7 biskupar landsins, ásamt 2 prófessorum háskólans (annar lögfræðingur, hinn guðfræðingur). Eigi vildi kirkjuráðið láta víkja prestinum úr embætti fyrir skoðanir þær, er hann hafði flutt, heldur veita honum áminning fyrir þá œsingar-aðferð (den agitatoriske Form), er hann hafði beitt, þrátt fyrir undan- gengna viðvörun. Hitt áleit kirkjuráðið í sjálfu sér ekki óleyfilegt þjóðkirkjupresti, að hafa þessa skoðun hans á útskúfunarlærdómi Agsborgarjátningarinnar og halda henni fram á hóflegan hátt. Kunnugt er og, að ýmsir merkir menn dönsku kirk- junnar á síðustu öld hafa í einstökum atriðum haft skoð- anir frábrugðnar játningarritunum. Má þar fyrst og fremst nefna jafnmikla ágætismenn og biskupana Mynster og Martensen. M y n s t e r vildi ekki samþykkja orðalag postullegu trúarjátningarinnar í einu atriði; hann neitaði upprisu holdsins, en vildi í stað þess hafa: upprisa líkamans (sbr. orð Páls postula: náttúrlegum líkama er niður sáð, en upp rís andlegur líkami, 1 Kor. 15, 44). Martensen vildi fara miklu vægilegar í útskúfun- arkenningunni en Agsborgarjátning gerir; áleit að miusta kosti eigi rétt að halda slíku fram nema sem mögu- legleika. (Sbr. ummæli ritstjóra Kirkjublaðsins, I. árg. bls. S7—88: hinn hræðilegi mögulegleiki). Yfirbiskup dönsku kirkjunnar, sem nú er, S k a t R ö r- d a m, hefir á prenti látið þess getið, að í tveim atriðum sé hann ósamdóma játningarritum dönsku kirkjunnar, sem sé kenning Agsborgarjátningar um það, að aflausnin sé sakra- menti, og þessum orðum í Fræðunum: »og á efsta degi mun hann (þ. e. heilagur andi) uppvekja mig og alla dauða«. Hinn nafnkunni prestur Vilhelm Beck neitaði því, að syndafyrirgefning veitist í kveldmáltíðarsakramentinu, sem þó er skýlaus kenning Fræðanna; og margir prestar í Danmörku fylgja í því atriði, að sögn, skoðunum hans, Einn þeirra danskra presta, er mestrar virðingar nýt- ur þar í landi sem ágætisprestur, er 011 o M ö 11 e r. Hann 15*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.