Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 70

Skírnir - 01.12.1913, Page 70
Strætapentarinn. Eg hef nokkrum sinnum gengið fram hjá honutn á breiðri, eggsléttri stétt norðarlega í borginni á leið til kunningja míns þar, sem eg á erindi við daglega. Hann er ekki gamall og heldur ekki ungur, en líflð hefir merkt hann skarpt og skýrt — handa ruslakistunni. Léttúðarlestir vonzkulausir, banvænir hafa ritað sögu sína á þetta gulbleika svart-brýnda andlit með smá, hvöss augu undir háu hvelfdu enni. Heimurinn hefur teiknað skugga og drætti í svip hans dag og nótt — meðan hann ýmist bar liti í draummynd- irnar sínar, eða bar koparaurana, sem fleygt var til hans á götunum, til torgsins fyrir brauðmola og víneitur, eða bylti sér fram og aftur í lausum, óhollum svefni í ein- hverju -fátækrahælinu. Þessi er ekki líkur öðrum af sama tægi sem eg hef séð liggja á strætastéttunum hér og þar og kríta út stein- ana með ógeðslegum, feitum ómyndum af öllum hlutum milli himins og jarðar. — Hann málar einungis andlit, aldrei neitt annað — og hann á ekki heima á götunni að réttu lagi. Andiitin hans eru stundum undarlega skæld og illa teiknuð, þau eru jafnvel stundum afskræmd svo að þau sýnast ómensk, en altaf bera þau einhverstaðar, þó ekki sé nema í einum eða tveimur dráttum, efalaust merki þess að höfurxdurinn á til þennan fágæta guðdómlega neista ósvikinnar, skapandi listar, sem svo fáum er geflnn. Menn stöðvast oft hjá honum og horfa á myndirnar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.