Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1914, Page 44

Skírnir - 01.04.1914, Page 44
156 Kveðjur. af sögunum, t. d. þegar Flosi kysti Kára, og eins og kunn- ugt er hafa kossar til skamms tíma verið almenn kveðja hér á landi, þó nú séu þeir mjög að leggjast niður. Að faðmast er menn heilsast eða kveðjastinnilega hefir tíðkast meira og minna alt í frá fornöld. Esaú faðm- aði Jakob, nautahirðirinn og svínahirðirinn Odysseif, Guun- hildur Hrút. Loks eru kveðjuorðin. Þau hafa verið ýms og þó svipuð á ýmsum tímum. Hvernig Gyðingar kvöddust sést í Biblíunni. Elisa lætur svein sinn segja við súna- mítisku konuna: »Hvernig líður þér; hvernig líður manni þínum; hvernig líður drengnum?* (2. Kon. 4, 26). Davíð lætur sveina sína heilsa Nabal þannig: »Heill sért þú og heill sé húsi þínu og heill sé öllu sem þú átt« (i. Sam. 25, 6). »Heill, rabbí«, segir Júdas við Jesúm. »Heilar þér«, segir Jesús upprisinn við konurnar. Og við postul- ana segir hann: »Friður sé með yður«. Sú kveðja er og sýrlenzk og arabisk. Fönikíumenn sögðu »Lifðu!« og kaldversku mennirnir heilsa Nebúkadnezar með orðunum: »Lifi konungurinn eilíflega!« (Dan 3, 9). Grikkir sögðu »Kaire«, þ. e. »gleð þig«, bæði er þeir heilsuðust og kvöddust. Rómverjar »Salve« og »Vale«, þ. e. »sæll vertu« og »vertu heill«. Englendingar segja er þeir heilsa: »How do you do?« þ. e. »hvernig líður yður?« og er þeir kveðja: »Goodbye« = God be with you, þ. e. »guð sé með þér«, eða »Farewell«, þ. e. »far vel«. »Góðan dag!« »Góðan morgun!« Gott kvöld!« »Góða nótt!« eru kveðjur sem tíðkast hjá mörgum þjóðum. Sumstaðar kveðjast menn með óskum um að sjást aftur. Dæmi eru til að kveðjur séu trúarlegs efnis eins og sú er var fyrirskipuð af Bene- dikt páfa XIII. 1728 og notuð er í kaþólskum löndum á Þýzkalandi. Annar segir: »Lofaður sé Jesús Kristur«. Hinn svarar: »Um eilífð. Amen!«. Kveðjur forfeðra vorra eru kunnar af bókmentunum. Komumaður sagði: »Heill þú!« »Heill!« »Ver heill!« »Sit heill!« »Heill ok sæll!« »Heilir séut þit!«. Heima- menn svöruðu: »Kom heill!« »Heill kominn!« »Heill
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.