Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 32

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 32
indin eru saga alls þess, er á alþíngi gjörist,’*{)á nmnu þau nieð tímanum þykja einhver hin fróðlegasta bók og það mun seinna meir þykja eins lýsa góðri greind', og fróðleikselsku og rajkt til ættjaröar sinn- ar, að hafa átt og látið eptir sig alþingistíðindin, einsog, ef til vill, sumum nú þykir það bæði heimska og óþarfi að lesa eða eiga þau. Jetta er nú hið helsta sem jeg ætlaði að telja lestri alþingistíðindanna til gyldis, og þómargtmegi enn tína til, læt jeg lier þó staðar nemg, því jeg vil heldur, að Tnér verði brugðið um, að jeg hafi sleppt, því úr, heldurenn um hitt, að jeg hafi gjört meira úr nytsemi þeirri, sem menn geta haft af að lesa þíngtíðindin, heldurenn rétt væri, eða þeir gætu komist í skilning um. Vertuþá blessaður og sæll, bóndi minn! ogláttu þér ekki mislíka, þó þér þyki jeg orðinn nokkuð láng- orður um þetta mál; jeg vona þú sjáir tilætlun mína og viröir góðan vilja: jeg vil að sönnu koma þér til að kaupa og lesa alþingistíðindin, en jeg villíkahjálpa þér til að hafa ekki tóman skaða á kaupinu, og þó þú sjáir ekki nafn mitt á blaði þessu, og vitir, ef til vill, aldrei, hver jeg er, þá máttu treysta því, að jeg ann þér og vil þér vel, enda þekki jeg marga ykk- ar að þeirri skynsemi og því göfuglyndi, að þið viljið heldur láta úti nokkra skildínga, ef þið takið ein- hvern fróðleik í aðra hönd, heldurenn leggja þá inní búðina fyrir brennivínspela, sem optastnær er svo drukkinn, að það verður hvorki veitanda né viðtak- anda að verulegri ánægju og enn síður gagni.

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.