Þjóðólfur - 06.01.1872, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.01.1872, Blaðsíða 2
— 34 hr. Páli Vídalín, lagað og endrbætt af hr. Bened. Sveinssyni, — og eigi að ná undirskriptum undir ávarp þetta víðsvegar um land allt og sé kvaddr sinn þingmaðrinn í Veslramti og Suðramti til að gangast fyrir þessu, en 2 nafngreindir þingmenn í Nörðr- og austramtinu. »|>etta eru eigi mjög greinilegar fregnir#, munu menn segja, en hvað sem um það er, þá eígum vér þær alls ekki að þakka þingmanui vor- um, Reykvikinga, hr. Halldóri Kr. FriSrilmyni, og eru þó sumir að segja að hann sé varafor- seti Þjóðvinafelagsins, — heldr mest eðr ein- göngu yfirferðum þingmanns Árnesinga hr. asses- sors B. Sveinssonar yfir kjördæmi sitt þvert og endilangt í f. mán. og þeím 4 fundarhöldum, er hann þar gekst fyrir: að Búrfelli (í Grímsnesi), Birtingholti (í Ytribrepp), Hraungerði (í Flóa) og Reykjakoti (í Ölfusi). Hafði málefnum þeim öllum er vér nú gátum, verið hreift og komið til um- ræðu á fundum þessum, — það er mælt að þeir haö samt eigi verið ýkja-fjölsóttir nál. 60—70 manns á öllum 4 fundunum til samans, — og hafi verið gjörðr að þeim góðr af þeim Árnesingum ein- um með öðrum1. J>eir segja reyndar, að jafnframt liafi hr. B. Sv. hreift þar á hverjum fundinum fyrir sig því máli öðru, er Árnesingum (eins og öllum hér í nærsveitunum), er nú hið mesta á- hugamál, en það er f/'árhláðamálið. Fjárkláðinn var nú fyrir Jólin farinn að koma í Ijós á æ fleiri og fleiri bæum um Grafning, Ölf- us og Selvog; og íbúar sjálfra þessara sveita eigi síðr en þeir i næstu sveitunum heilbrigðu töldu, en semfyrri, það eina úrræðið, að afráða nú þeg- ar, niðrskurð að hausti komanda í öllum þessum sveitum, og undirbúa sem bezt, jafnframt og hér um sveitirnar vestan heiðanna, en í annan stað að girða fyrir allar fjársamgöngur að sumri, milli sjúkra og heilbrigða héraðanna, með öflugum fjár- vörðum, og að fá aftekna alla milliflutninga hið 1) Aílsend grein, níkomin, nafnlans og ódagsett, nefnir þessa yflrferíi og fundarhöld hr. B. Sv : „Gandreib Bened. Sveinssonar í Desbr. 1871 og Jan 1872“ (því þar er fullyrt, aþ hann ætli npp iil Borgarfjaríiar nm þessa daga til yflr- ferílar og fnndarhalda, og hafl ráþgjört a?> tll þess muni ganga ’/a mánotlr) í sómu greinlnni getr þess, meþal ann- ars, ab á Áruessýslnfundiinnm, ,víst sumurn", haft B. Sv. lagt til viþ fundarmenn, „aþ þeir Bkyti saman ffe til aí) koma upp nýrrl prentsmibju á Elllíiavatni, og skyldi þar prenta og þaban <ít ganga þetta nýa blaþ pjóþvinafölagsins, er nefriast skuli „þjótlvinrinh". En vér ætlum, aþ þessi aþseuda grein se eklti sprottin upp í Árnessýslu; aptr þatsan hafa oss eigi borizt neinar fregnir ne skýrslur iim þessleiþis prentsmiþju, uppástnngur eí)r nm nýa blaþiþ „þjátivininu". sama. Til þess að niðrskurðrinn mætti verða sem skaðminstr þá vildu menn þaraðauki ganga f sem föstust samtök til að fyrirgirða það að heil- brigðu sveitirnar, hvort heldr fjær eðr nær, ræki skurðarfé, til sölu að hausti, til nokkurs þess kaup- staðar er lægi í sjúku héraði eðr innan. þeirra takmarka sem niðrskurðrinn skyldi ná yfir ; heil- brigðu sveitirnar skyldi einungis mega reka skurð- arfé sitt til heilbrigðra kaupstaða, svo að niðr- skurðarsveitirnar mætti búa einar að sínum kaup- stöðum og gæti þar með haldið sínu kláðasjúka fé í jafnháu verði, eðr hærra ef til vildi, heldren heilbrigt skurðarfé yrði tekið í heilbrigðu kaup- stöðunum. Hvort sem nú þessi tillaga var sprottin upp hjá þingmanni Árnesinga með fyrsta eðr einhverj- um kjósanda hans, þar á fundunum, þá er mælt að allir liafi gjört að henni góðan róm einkum þeir úr kláðasvtíitunum er vér nefndum. Er þó að vísu óskiljanlegt, að menn skuii nú á tímum vera þau börn að ætla, að þess konar verzlunareinok- un, — alveg, sama kyns og hér var á 17. og 18. öldinni þegar það varðaði húðláti og fésektum ef búandi, er átti heima í því héraði sem lá undir t. d. Reykjavík (uHólminno sem þá hét), fór með fiskafjórðung sinn til Hafnarfjarðar, af því hann j átti jafnskemra þangað en til Reykjavíkr, eðr af því honum galst fiskrinn npp í skuld þar suðr frá, og lagði svo sama fiskafjórðunginn inn hjá Hafnarfjarðar-kaupmanni, — það er óskiljanlegt, segjum vér, að nokkrum manni skuli koma tilhugar að hafa nú fram slíka einokun, slíkt band á frjálsum viðskiptum í kaupum og sölum. Menn segja samt, að herra B. Sv. hafi heitið Árnesingum því, eigi að eins að veita þeim fullt fylgi sitt og fulltingi til að koma þessu til leiðar eigi að eins þar innan héraðs, heldr einnig í öðrum heilbrigðum héruðum t. d. um Borgarfjörð, — til þess ætla menn að hann hafi farið þangað upp eptir í gær eðr fyrra dag, — og í vestari hluta Húnavalnssýslu. En nokkrir þeir, er voru á Árnessýslu fundunum, munu hafa látið það á sér skilja, að ekki hafi þeir orðið ófúsari til undirtekta við «í>jóðviuafélagið», og til loforða um tillög til þjóðvinasjóðsins, fyrir það hve vitrlega og kröplulega að þingmaðr þeirra hr. B. Sv. vildi skerast þarna í fjárkláðamálið með þeim. (Um sölu á sœtum í Dómlcirhjunni og útgáfu Nýu-sálmabókarinnar). (Nifcrlng frá sífcasta blabi) II. (Um sálmabóhina). «N ú e r sálmabókin endrbætta alprentuð ; J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.