Þjóðólfur - 18.04.1885, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.04.1885, Blaðsíða 2
sú er skuldbandinginn flytrtit erfingja fétt- þegjans við réttþegjann, utan vilja þeirra og vitundar, sé ólögmæt skuldfærsla. Yfirdóminum »virðist« hón heimil og lög- mæt, með því hann notar hana sem aðal- ástæðu og máttarstoð undir dómsorði sínu. 4. Lögfróðir ménn kenna, að réttindi land- seta gagnvart landsdrottni þrjóti þá er land- setinn verðr sjálfr eigandi að leigubóli sínu, fyrir þá sök að landsetaréttrinn renni sam- an við eðr hverfi í eignréttinn. þessu neitar yfirdómrinn gjörsamlega. ð. Lögfróðir menn kenna, að eignréttrinn sé alsherjarréttr manns eðr hin fylstu yfir- ráð hans yfir líkamlegum hlut, og fyrir því só hverr hlut-réttr annars svo sem afkvist- aðar greinar af þessum alsherjarstofni meg- inhlutréttarins, það er af eignréttinum. þessu neitar yfirdómrinn og álltr að und- anfarandi leiguliðaréttr manns til leigubóls- ins sé fyllri og víðtækari en eftirfarandi eign- réttr sama manns til sömu jarðar. 6. Lögfróðir menn kenna, að hvar þess er forkaupsréttr á sér stað, sé og jafnframt gefið að tveir menn sé til hið fæsta; er annar þeirra hafandi hinn innandi forkaupsréttar. þessu neitar yfirdómrinn og kennir það tvítýli, að þá er maðr var leiguliði með for- kaupsrétti að leigubóli sínu,en gjörðist síðan eigandi þess, haldi hann áfram að vera það tvent í einu : hafandi og innandi forkaups- réttar á einni og sömu jörðu, þar til jörð sú tæmist í arf eftir konu hans, skiftist þá svo til, að erfingi konunnar vérði innandi for- kaupsróttar á arfahluta sínum í jörð þeirri, en hinn hafandi forkaupsréttar að honum. 7. Bftir þessari kenning yfirdómsins getr einn og hinn sami maðr verið það tvent í einu: 1. leiguliði á heilli jörðu, og 2. jafn- framt eigandi sjálfr að allri hinni sömujörðu á sama tíma. En slíkt telja talnfræðingar ómögulegt, rökfræðingar (logici) óhugsanlegt, guðfræð- ingar leyndardóm, eðlisfræðingar óskapnað, og lögfræðingar axarskaft (absurdum). Arnljótr Ólafsson. Skýrslur um súrheys-vcrkun1. I. þ>egar rosinn var sem mestr í sum- ar sem leið, og útlit fyrir, að heyfengr ætlaði að verða bæði lítill og illr, kom mér til hugar að reyna að búa til súr- hey, ef ég með því gæti bjargað ein- hverju af heyi því, sem ég þá átti úti og sem helzt leit út fyrir að verða mundi með öllu ónýtt. f»etta sama gjörðu allmargir hér í sýslu, og hefir það orðið bæði mér, og að því ég hef heyrt, öðrum, sem reyndu það, að góðu. I) Oss væri mikil þága i að fá skýrslur um þetta éfuí, fáorðar en gagnorðar, sem víðást að. Bitstj. Ég hef f vetr verið að vofiasí eftir, að einhverjir, sem þetta gjörðu, mundu verða til þess að skýra opinberlega frá því, hvernig þeir hefðu hagað að- ferð sinni við súrheysgjörðina og hvern- ig það hefði reynzt til fóðrs í vetr. Slíkar skýrslur eru mikilsvarðandi og geta mikið gott af sér getið, enda hafa menn þegar séð, að það er skoðun eins ins búfróðasta manns á landi voru, að nauðsynlegt sé, að þeir, sem reynzlu hafa í þessu efni, skýri frá reynzlu sinni. Eg vil því leyfa mér að skýra frá, 'hvernig ég fór að við súrheys- gjörðina og hvernig mér hefir reynzt það. Ég tók gamla hesthústóft, sem að nokkru leyti var grafin f hól. Hún var 15 fet á lengd og rúm 7 fet á breidd, en á dýpt var hún 2 x/2 al. Tóftina jafnaði og sléttaði ég að innan svo sem hægt var, en gat þó ekki gjört veggina eins slétta og ég vildi, því þeir vóru hlaðnir meðfram úr grjóti. Á botninn á tóftinni dreifði ég þurum rudda ; byrjaði ég sfðan að láta niðr þann 15. ágúst ; var þá útsynningr með helliskúrum, en þurt á milli. Ekki hafði ég annað til en rignt og blautt héy. Neðst lét ég 10 kapla af mýr- gresf úr rigndu dríli; sfðan 10 kapla af rigndri og hraktri töðu og 10 kapla af grænu stargresi, sitt í hvern enda. ]f>ar ofan á lét ég 20 kapla af valllendi og síðan efst 15 kapla af mýrgresi. Lét ég þannig als í tóftina 65 kapla af votabandi. Heyið var látið niðr í kvartélsþykkum lögum, stráð dálitlu af salti yfir hvert lag og troðið sfðan; var troðið á þá leið, að hesti var riðið fram og aftr um tóftina. Nóttina milli 15. og 16. ág. stóð tóftin opin og seig þá ekkert í henni. Síðan var tyrft með blautu torfi og svo borin mold á; var moldarlagið alin á þykt. Eftir það lét ég sífeldlega bera mold á tóftina. eftir því sem sprungur komu í mold- ina. Heyið f tóftinni var á þykt rúm- ir 60 þuml., er byrjað var að bera moldina á, en nú er það um 30 þuml.; er þó moldin ák.aflega þykk, en heyið pressaðist ekki meira saman; mun hafa komið af því, að það var svo mjög hrakið. Ég tók á tóftinni er komið var fram á jólaföstu. Var þá ofboðlítil velgja í henni, lyktin af heyinu sætsúr; leit heyið út fyrir að vera vel verkað, nema hvað, skemt það yar, . sem lá allranæst veggnum. Éað, sem íátið var í tótt- — - --------Jiiii-i—í:- 1 1 ina, var alt hrakið meira og minnay nema stargresið. Er það nú dökkt í tóttinni, sem hrakið var, en lyktar- mikið; en störin er græn eins og þá hún var látin niðr. Hey þetta hef ég helzt gefið hrossum og hafa þau étið það afbragðsvel; kúm bauð ég það einusinni, en dræmt tóku þær í það og komust ekki á að éta það, enda var þvf ekki haldið að þeim. •Seinna f sumar lét ég gjöra gröf í túninu og lét þar f siðslegið valllendi, óhrakið. Gröf þessi var minni en in umrædda tóft, en ekki verkaðist eins vel í henni; þó var heyið óskemmt Og grænt, en ekki eins lyktarmikið. þ>etta hej’ gaf ég bæði ám og hross- um og ázt það vel. Komust ærnar fljótt á að éta það og átu það upp f mold. Hygg ég skoðun Torfa Bjarna- sonar í Olafsdal alveg rétta, að ekki verkist eins vel í litlum gryfjum ; byggi ég það á því, að eins var látið niðr hjá mér í tóttina, sem stærri var og betr verkaðist f, og gröfina, sem minni var og ver verkaðist í. Um fóðrgæði súrheys í samanburði við þurkað hey, get ég ekki dæmt að svo komnu ; til þess hefi-ég ekki næga reynslu; en hitt er víst, að gefa má skepnum mun minna af þvíenþurkuðu heyi. Einkum hygg ég, ' að gott sé að gefa súrhey sauðfé á þeim jörðum, sem pestgjarnt er á, því súr- heyið mýkir og þynnir í görnunum, svo fé hlassar afþví. þ>að er því mín skoðun, að hver bóndi ætti að hafa tilbúna gryfju ábæ sínum, þar sem þvf er hægt við að koma, sem hann gæti súrsað f hey f óþerrisumrum og óþerriköflum á þurka- sumrum. Tíma- og vinnu-eyðslan, sem fer í að sæta upp hey, breiða það, snúa því, sæta það aftr, breiða það aftr, snúa því aftr o. s. frv. í óþerriköflum, sem koma f flestum sumrum, verðr varla tölum talin í krónum og aurum; og svo tekr yfir, að heyið er svo oft eftir alt saman hálf-ónýtt og al-ónýtt til fóðrs. Fellivetrinn sæli og sumarið semleið^ ætti að geta vakið menn til þeirrar hugsunar, að nauðsynlegt sé að nota öll leyfileg meðöl og ráð, þótt nýstár- leg séu, til að afla sér fóðrs fyrir skepn- ur sfnar. þ>að væri mjög æskilegt, að sem flestir, er súrsuðu hey f sumar, vildu .skýra. frá að ferð sinni.pg reynslu,: því

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.