Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.12.1897, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 17.12.1897, Qupperneq 1
Arg.(60arkir)ko«tar 4kr, Erlendis 5 kr, — Borgist fyrir lð.Jtili. Uppiögs, bnndin við árumót, ógild nema komi til ótgeianda iyrir1. október. ÞJÖÐÓLFUE, XLIX. árg. Reykjarík, fSstudaginn 17. desember 1897. Nr. 59. Matth. Jochumsson: Grrettisljóð. (NiJurl.). Pegar maður les G-rettislióð, má eins og heyra hinn Bterka vængjaþyt skáld- anda Matthíaaar. Þó er það ekki alstað- ar, að maður finni jafnt þennan innblást- ur andans og sum kvæðin bera með sér, að andinn hefur ekki verið yfir honum, er ihann orti þau, t. d. „Bðrnskubrek Grettis". Þó að komu draugsins i „Glámi1*, sé lýst einkar vel og einkennilega draugs- lega og drungalega, þá er samt eins og dragi úr krapti skáldsins, er hann lýsir sjálfum atganginum1 og snýr lýsingunni upp í, hvað Orettir hafi sagt um hina ferlegu] sóku. En skáldið hefur hér lagt áherzluna á annað, hina andlegu líking eða hið andlega tákn, er felst í þessu atriði, og svo píða komur fram í allri sögunni: baráttan milli hins forna og nýja siðs, heiðninnar og kfistninnar. Sagan fer fram á tímamótum, síðasta áratugnum fyrir og fyrstu áratugunum eptir árið 1000. Maríusveinninn er kominn með allri sinni blíðu og auðmýkt, er bezt kemur fram hjá[ Ásdísi, móður Grettis; forneskjan og harðneskjan er að hverfa. Hin gömlu goð eru rekin úr byggðum fram til dala. Lýsir skáldið í upphafl „Gláms“ mjög vel áhrifum hinnar nýju trúar. „Hann, sem aldrei áður nam æðrast blóðs í verki, varpar sér nú flötum1 fram fyrir veikum klerki“. Goðin hafa skipt hömum, og verða að illum kynjavættum, og því er Glámur tákn þeirra og hinnar íornu trúar. Kvæð- ið endar með hiuum ferlegu og áhrifa- miklu álagsorðum draugsins, og er því þungamið Ijóðanna. Góðar og fagrar lýsiugar eru mjög víða í Grettisljóðum. Þanuig má eins og finna þytinn og fögnuðinn í jólagestunum í byrjun Berserkjarímu. „Heimboð fundu hér og þar, hlumdi í lundi Mardaliar, undu grundir Glóeyjar, glumdu í mundum árarnar“. *) &að er ekki sögulega rétt að láta Gretti hrjóta réttan ft gólfið. Þannig heyrir maður ruðninginn í vorinu, „er Dofri jötunn fer af stað“ og „risinn tekur sumarbað“. Eða myndin af Þóri í Garði, er hann þrútinn og gneypur af sorg lýsir vígsök sona sinna. Eða nátt- úrulýsingarnar í „Grettisslag“ á hraun- unum, 8umarfriðnum og skuggalegum gýgjarsal í „Æflntýri", eða dimmviðris- blærinn á „Falli Grettisu og að síðustu hin tignarlega og stórmannlega lýsing á alþingisstaðuum forna, sem hljómar svo hvellt og kveður víð svo snjallt eptir hinu hátíðlega hljóðfalli sexstuðlabragsins. Það er sem heyrist klukknahljómur hins nýja tíma, er ísleifur Gissursson hvíta „grann- vaxinn, guðfagur hár með gullbjarta lokka og hvarma“, lýsir á Lögbergi einkennum hins forna og nýja siðs, svo að gjalla við glymjandi óp, og að síðustu lýsir Þor- björn banamann Grettis sekan um morð og „Grettir var sýknaður, — leystur fjöt- ur vors fræknasta manns, fyrstum af bisk- upi lands“. Eins og alla -mikla menn, lifir Gretti frægð hans og afrek ekki síð- ur við þessi nýju ljóð hans, innblásin af hinum sama andans neista, er gaf Gretti sálarþrek og þol til að standast síuar miklu þrautir. Málið er ekki aístaðar eins vel vandað hjá Matthiasi, og form og kveðandi ljóðanna, en þess gætir minna, þegar litið er á heild og. auda þessa ljóða- safns hans, sem er sannur sómi bókmennta vorra. Vilhjálmur Jönsson. Mannlýsingar. Eptir Matth. Jochumsson. (Frh.). Marga fleiri merka menn gæti eg nefnt, þá er lifðu um og fram yfir þessa öld, einkum meðal bænda. Er það margra manna mál, að eptir 1860 hafi raanndómi og menntun fleiri svei a en Eyjahrepps tekið mjög að hnigna. Þá var og vel- líðan sömu sveita að því skapi betri en nú, enda hagir og viðskipti manna óbrotn- ari, en dáð og sparuaðnr meiri. Auk Eykreppinga áttu Gufudals- og Reykhóla- hreppsmenn (sumir) lestrarfélag saman; voru í því mestir fróðleiksvinir, þeir bræður Arasynir, Finnur á Eyri og Jón í Djúpadal, Ari sonur Finns, síðar í Bæ á Rauðasandi. Þeir voru fjáðir menn. í Reykhólasveit voru fremstir: faðir minn, Pétur Gestsson á Hríshóli og einkum Páll, mágur Péturs, lngimundarson (faðir Gests skálds), og fleiri mætti nefna. Afi minn hafði og verið fróður maður, mikill maður og sterkur en góðmenni. Kona hans var Sigríður Aradóttir, Jónssonar prests Ólafssonar á Stað og Sigríðar Teits- dóttur sýslumanns í Haga. En kona Ara var Helga Árnadóttir prests í Gufudal Ó- lafssonar lögsagnara á Eyri. Var því faðir n inn ættborinn Vestfirðingur í móð- ætt, en föðurkyn hans var skagfirzkst. Hann var kominn af Kollabúða-Bjarna sem mýmarga niðja á enn þar um fjörð- una, og þótti lengi margt af hans kyni all- mannvænt, en þeir Bjarni og Arnfinnur gamli bræður, voru norðlenzkir og að langfeðg- um komnir af Hafgrímsstaðaætt. En hin ríka Reykhóla- og Hagaætt þykir mjög hafa niðursett á þessari öld. Er það sannlega sagt af Espólin hinum fróða, að ættir gaugi sem öldur á sæ, að ein fellur á þá önnur rís; hefur hér og lítt eða ekki verið að óðulum hlynnt eða ættgöfgi, og er það hin mesta fyrírmunun. Margra fleiri góðra manna mætti og minnast, ef tími væri til, einkum meðal bænda, mætti geta margra þeirra Eyjar- skeggja af Brciðafirði, sem nú eru undir grænni torfu; skal eg nefna fáein nöfn í belg og biðu, að gamni siínu: Þá Her- .gilseyingana, Eggert Ólafsson í Hergilsey (f 1819) langafa minn, sem fyrstur end- urbyggði eyna, og var mikill nytsemdar- og auðnumaður. Hann uppól móður mína, var hún þó að eins 12 ára, er hann dó. Sonur hans Jón var og auðugur og mik- ilhæfur, en drykkjumaður og stórfengur. Þá bjó vinur hans Ari Jónsson, föðurafi minn, á Reykhólum, mikils háttar og manna örvastur að fé, fríðnr sýnum, en ölkær og fjöllyndur. Hann átti síðastur manna af Hagaætt í Reykhólum. Misjafnt þótti maunast haus kyn. Helztur niðja hans var Jón á Bæ, göfugur bóndi og mannval; hans sonur Ari síðar í Bæjum, eyddi fé hans við háskólann og kom slyppur inn. Ein dóttir Ara á Reykhólum var Guðrún móðir Sigurðar kaupmanns í Flatey, val- kveudi mikið. Flest var það fólk bjart

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.