Þjóðólfur - 17.12.1897, Síða 3

Þjóðólfur - 17.12.1897, Síða 3
237 Bráðapest hefur gert allmiklð vart við sig í Árnessýslu sumsetaðar og eins í Borgarfirði. Milli 30—40 fjár dautt þar á sumum bæjum (t. d. í Andakíl og Bæjarsveit), þar á meðal nokkuð af bölusettu fé, en miklu meira af hinu óbölusetta. Alþingistíðindin. Umræðurnar i efri deild eru n6 fuliprentaðar, tæpar 48 arkir. Af neðri deildar umræðunum eru prentaðar rúmar 100 arkir. Almcnningsálitið. (Sendibréf). Sleif 13. des. 1897. Elskulega Hallbera mín. Guð gefi þér allar stundir glcðilegar. Fátt er pér í fréttum að skrifa utan mína bærilega líðan, L. S. G., og geíi mér það aama af þér að sannfrétta. Það er efni þessa miða, að segja þér af því, að nú er ég búin að koma í höfuðstaðinn, og ég segi þér það satt, blessunin min, að mig hafði ekki dreyrnt um öll ósköpin, sem ég sá. Þarua eru húsin eins og fjallgarðar allt i kringum mann, 'og þoir gluggar! stærri en nokkrar bæjardyr. Það var mikil miidi, að ég viltist ekki eitthvað út í buskann. En það er líka svo gott, að þar verður aldrei dimmt, þó það sé í báskammdeginu, þvi þá er kveikt á gríðar- stórum olíulömpum, sem standa ofan á háum staur- um úti á stéttunum. Fallegastar eru þó blessaðar krambúðirnar. — Þar getur maður fengið allt mögu- legt. Þú hefðir átt að vera komin með mér í búðina hans Asgeirs Sigurðssonar, sem þeir kalla Edinaborg, með hana Stínu og hann Nonna; því þar eru sykurkerti og sykuregg, svo undurholl og góð fyrir brjóstið. Þar or til svo undurfallogt svuntutau, kailað silfursilki. Eða léreptin! Já, þar má nú fá sér í skyrtu fyrir lítið, fáheyrt ó- dýrt, að þú getur ekki gizkað á það. Mér fannst ég fara þaðan nærri þvi með meiri peninga en ég kom þangað, og þó keypti ég fjarska margt. Kaffi- brauðið er alveg gull og súkkulaðið eins. Ég keypti þar í jakka handa honum Pusa, svo svell- þykkt og eptir því fallegt, svart tau, sem var tvíbreitt og kostaði ekki nema 2 kr. 45 a.; ég er viss um að það endist í 4 ár, og þó þekkirðu það, hvað krakkarnir eru fljótir að níða af sér garm- ana. Þá er líka komardi þangað, til að fá sér vetrarsjöl. Ég keypti kommóðudúk fyrir hana Böggu á Hamri. Ég held þú ættir að fá þar dá- litið af tvisttaui. Og þá er nóg af kiúta-efnunum, borðdúkum, handklæðum, tvinna, nálum, jersey- treyjum, karlmannspeysum o. fl. o. fl.; ég man ekki þúsundasta hlutann af því öllu saman. En það segi ég þér satt, að þangað skaltu fara fyrst, þegar þú kemur til Reykjavíkur, því fáirðu ekki það sem þig vanhagar nm þar og moð góðu verði, þá færðu það hvergi. Hætti ég svo þessu ljóta pári og bið þig að fyrirgefa. Vertu svo af mér guði falin í bráð og lengd. Uað mælir þíu ónýt vinkona moðan lifir og heitir Kolfinna Kráksdðttir. W ater-próf-kápur iiýkomuiu í verzlun Sturlu Jónssonar. Jb1 'íltaeflll og tilbnlnn fatnaður fæst í verzlun Sturlu .Jónssonar. Skófatnaður! Undirskrifaður selur alískonar íslenzk- an skófatnað með mjög vægu veröi nú fyrir jólin mót borgun út í hönd, 1 inn- skript og peningum. Eg hef mikið til af karlmannaskófatn- aði, sömuleiðis kvennskó, einaig hef eg útlenda dansskó mjög ódýra, tvennskon- ar skóreimar, skóáhurðinn ágæta og skó- svertu, að eins á 3 aura bréfið. Sömuleiðis eru ailar pantanir fijótt og vel af hendi leystar, og allar aðgjörðir mjög ódýrar. Ef mig er ekki að hitta á verkstofu minni víl eg biðja menn að snúa sér til herra Magnúsar Gunnars- sonar, sem annast verkstofu míaa á með- an eg ekki get það sjálfur. Yirðingarfylist M, A. Matliiesen. 5 Bröttugötu 5. Nýprentað: Biblíuljóð eptir Valdimar Briem. II. Þetta síðara bindi þeirra er sýuu stærra en hið fyrra, með sama frágangi og sama verði; fæst hjá öllum bóksölum. Sigurður Kristjánsson. Jörðin Hólar í Biskupstuugum fæst til kaups og ábúð- ar í næstu fardögum (1898). Semja má við undirskrifaðan. Hólum 2. desember 1897. Þórður Þórðarson. Af ÍSLENDINGASOGUNUM eru nýlega komnar út: Reykdæla saga .... á 45 aur. Þorskíirðinga saga . . - 30 — Finnboga saga ..... 45 — Yíga-Olúms saga . . . - 45 — og fást þser hjá öllum bóksölum. Sigurður Kristjánsson. Vetrarsjöl fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Yín og vínandadrykkir, fjölbreyttar tegundir frá fyrsta flokks vín- söluhúsi. Jóhannes Hansen. Flösku-eplin geymast bezt, fást í verzlun B. H. Bjarnason. Allskonar kramvara nýkomin í verzlun Sturlu Jónssonar. Skrifstofa íífsábyrgðarféiagsins ’Star’ er á Skólavörðustíg 11, opin á hverjum virkum degi ki. 12—1 og 5—6 e. m. AUir œttu að tryggja líf sitt! Gólf- og borö-vaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. 1 óskilum er grá hryssa, mark: sýlt h., blað- stýft apt. v. Vitja má að Heili í Ölfuei, en borga verður áfallinn kostnað. Halldðr Jóns'on. Fali 8 ár hefur kona mín þjáðst mikið af brjóstveiki, taugaveikluu og illri melt- ingu, og reyndi þsss vegna ýms meðul, en árangarslaust. Eg tók þá að reyna hinn heimsfræga Kíua-Lífs-Elixír frá Waldemar Peterseu Frederikshavn, og keypti nokkrar flöskur hjá J. R. B. Lefolii á Eyrarbakka. Þá er konan ir.ín hafði eytt úr 2 flöskum, fór henni að batna, meltingin varð betri og taugarnar styrkt- ust. Eg get þess vegna af eigia reynslu œælt með bítter þessum, og er viss um, að hún verður með tímanum albata, ef hún heldur áfram að neyta þessa ágæta meðals. Kollabæ í Fljótsblíð 26. júni 1897. Loptur Loptsson. Yið undirritaðir, sem höfum þekkt konu Lopts Loptssouar mörg ár og séð hana þjást af áðurgreindum veikindum, getum upp á æru og samvizku vottað, að það sem sagt er í ofsngreiodu vottorði um hiu góðu áhrif þessa heiuiSÍræga Kína- Lífs-Elixírs, er fullkomlega samkvæmt sannleikauum. Bárður Sigurðsson Þorgeir Guðnason fyrv. bðndi & Kollabæ. bóndi í Stöðlakoti. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönuum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hiun ekta Kína-Iífs-elixír, eru kaupeudur beðnir að líta vel epíir þvi, að standi á ílöskun- um í grænu lakki. og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á íiöskumiðanum: Kínverjl með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.