Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 24

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 24
26 Slysfarir. í þingeyjarsýslu tilkaldra kola; parbrann inni mdðir húsbónd- ans, Páls Jóakiinssonar, ðldruð kona, er ætlaði að náút úr brun- anum kú, er var undir baðstofupalli. 30. maí brann bærinn á Grímsstöðum á Mýrum til kaldra kola, um hábjartan dag, með nær öllu pví lausafje, er var í bænum; enginn karlmaður var heima, og bærinn allur fallinn, er mannbjálp kom af öðr- um bæjum. 19. júlí brann allur bærinn að Auðshaugi á Barðaströnd til kaldra kola með öllu, sem í honum var. í sept. brann á Ketilsstöðum á Völlum búr og eldhús með öllu, sem í var. 1 okt. brann á Hallbjarnareyri íbúðarbús úr timbri, er fyrverandi umboðsmaður Ásm. Sveinsson hafði gera látið og var hans eign, og allur bærinn; engu varð bjargað, nema litlu einu af sængurfatnaði. Plestir pessir brunar stöfuðu, að ætl- un manna, frá óvarlegri og hirðulausri umbúð eldavjela, sem nú eru víða farnar að tíðkast á bæjum, og reykháfa frá peim. Manntjón. Aðfaranótt 30. jan. varð úti á Hánefsstaða- dal kvenmaður frá Seyðisfirði. 1. apr. fórst bátur með 5 mönnumúr Borgarfirði eystra. 2. s. m. drukknuðu 2 menn af bát hjá Engey á leið paðan til Viðeyjar. 12. s. m. drukknuðu 2 menn af bát á Eyrarbakka, 1 dó síðar af pví vosi. 19. maí drukkuuðu 9 menn af bát í lending undir Eyjafjöllum. 3. júní drukknaði í Arnarvatni vinnumaður frá Kalmannstungu. 5. s. m. fórust 4 menn af Akranesi í beitusókn ofan af Mýr- um. 9. júlí drukknaði maður í ölfusá, er ætlaði að sundríða hana til að sækja ferju. 19. s. m. drukknaði í baði í Ljósa- vatni maður, er Guðjón hjet Einarsson. 23. ág. drukknuðu 4 menn af bát frá Elatey á Skjálfanda. 26. s. m. hrapaði mað- ur til bana í Vestmannaeyjum. 31. s. m. fórst skip með 5 mönnum um nótt í blíðviðri á kaupstaðarferð; skip og menn flestir voru frá Lokinhömrum við Arnarfjörð. IJm sumarið drukknaði maður sunnlenzkur á Skriðuvaði íVatnsdal og annar af bát í Loðmundarfirði eystra, pá datt og maður, J>orlákur Bergvinsson, prests á Eiðum, inn um pak á hlöðu, er hann var að rífa, og beið bana af. 2. sept. drukknuðu 2 menn af bát frá Staðarfelli á Fellsströnd á heimleið úr kaupstað (2 varð bjargað). 7. s. m. drukknaði maður af bryggju á Seyðisfirði. 5. nóv. drukknuðu 2 menn af bát á Húnaflóa, Sigurður bóndi

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.