Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Side 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Side 31
Heilsufar og mannalát. 33 að Reistará. Yorið 1856 fluttist Stefán heitinn að Steinsstöð- um og gekk að eiga Rannveigu Hallgrímsdóttur (d. 15. des. 1874), ekkju Tómasar bónda Ásmundssonar, en systur Jónasar skálds. Hann var hreppstjóri í Arnarneshreppi frá 1840—65, alpingismaður Eyfirðinga írá 1843—1874 og sat pannig á öll- um ráðgjafarpingunum; mæltist hann pá undan kosningu fram- vegis; hann sat á pjóðfundinum 1851, fyrir hönd Skagfirðinga, og á amtsfundinum á Akureyri 1858, er fjallaði um fjárkláða- málið. Arið 1844 var hann skipaður umboðsmaður stærri og minni Eyjafjarðarsýslu jarða og hafði pann starfa á hendi til 1887 eða rúm 40 ár. Sættamaður var hann frá 1861—83 og sýsluneíndarmaður nær 6 ár, og sat tvisvar í amtsráði sem varamaður. Hann var sæmdur heiðurskrossi dannebrogsmanna 2. ágúst 1874. Hann var maður vitur, stilltur og hógvær í lund, prekmaður mikill og hinn bezti drengur og hófsmaður um allt, búhöldur góður, enda var heimili hans hið mesta rausnarheimili; hann var pví jafnan mikils metinn bæði heima í hjeraði og á pingi og einkar vinsæll. Einar Bjarnason, bóndi að Hrísnesi í Yestur-Skaptafells- sýslu, andaðist 25. nóv., á öðru ári um áttrætt, faðir síra Bjarna Einarssonar á Mýrum í Álptaveri og Jóns á Hemru í Skaptártungu. Hann bjó allan sinn búskap, 49 ár, á Hrísnesi góðu búi. Af merkiskonum, er önduðust á pessu ári, skal pessara getið: Sophia Dorothea Jónassen, ekkja þórðar háyfirdómara Jónassens (d. 1880), andaðist í Reyjavík 26. jan. (f. 4. júlí 1808). Hún var dóttir Rasmus Lynge, kaupmanns á Akureyri, og Rannveigar Ólafsdóttur. Hún ólst upp norður í Eyjafirði, fluttist suður til Reykjavíkui 1837 og giptist sama ár og dvald- ist par upp frá pví. Guðrún Brynjúlfsson, ekkja dr. philos. síra Gísla Brynj- úlfssonar á Hólmum í Reyðarfirði, er drukknaði 1827, andaðist í Kaupmannahöfn 8. marz á fyrsta ári um nírætt (f. 15. júní 1799). Hún var dóttir Stefáns amtmanns pórarinssonar (d. 1823) og tvíburi við Lárus sýslumann Thorarensen á Enni (d. Frjett‘r frá íslandi 1890. 3

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.