Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 36
36 um það vitni, að þeir hafi leitað eftir sannindum á viðburðum í sögum, og lætr þannig í ljósi, að menn hafi leitazt við, fyrst að segja, og þá að rita sannar sögur: „Svá hafa gjört fyrr fræðimennirnir, þá er þeir vildu sanninda, leita, at taka fyri satt þeirra manna orð, er sjálfir sá tíðindi, ok þá vóru nærstaddir“. Yfir höfuð fer hann um þetta efni mörgum skynsamlegum og sennilegum orðum, sem sýnir, að hann hefir haft hér á þekkingu og verið ljóst, hvernig fornsögur vorar eru til komnar, þær er menn vildu vanda1 2. Ef vér tökum nú 2 tólfrœð hndr. og nokkuð meir frá því ísland var bygt, þá verðr það, eftir því sem höf. segir, um 1140—1150, að menn fara að rita sögur, þá eða úr því fór rekspölrinn að komast á, og verðr það held ég sennilegt; hér er jafnvel ekki átt við það allra fyrsta, sem ritað var, eða þó Sæmundr fróði hefði ritað á latínu upprunalega, heldr þegar menn vóru komnir á fasta stefnu með að rita sögur. f>að er eftirtektavert, sem höfundr Hungrvöku segir á 1. bls. sögunnar: „hefi ek af því þenna bœkling saman settan, at ei falli mér með öllu ór minni þat, er ek heyrða af þessu máli segjahinn fróða mann Gizor Hallsson, ok enn nokkura menn aðra merkiliga hafa í frásögur fært. f>at ber ok annat til þessa rits: at teygja til þess unga menn at kynnast várt mál, at ráða þat er á norrœnu er ritað: lög, eðr sögur, eðr mannfrœði. Set ek af því heldr þetta á skrá en annan fróðleik, þann er áðr er á skrá (skár neðanm.) settr, at mér sýnist mínum börnum eðr öðrum ungmenn- um vera í skyldasta lagi að vita, hvernig framast eðr með hverjum hætti at hér hefir magnast kristnin ok biskupsstólar settir verið á ís- landi".® f>að, sem þessi höf. leggr því áherzlu á. err lög, sögur og mannfrœði, enda sýnist það liggja i orðum höf., aö fiest annað, sem var þýðingarmikið, hafi þegar verið áðr ritað, þar sem hann 1) Formáli þessi framan við 6lafs s. helga virðist eftir sama mann og formálinn framan við Heimskringlu, því efnið er það sama, þó því sé nokkuð öðruvísi niðr skipað, og með því sá formáli er eftir Snorra Sturlu- son, þá mun þessi vera það og; formálinn ber það og með sér, að hann er eftir einhvern merkan sögu- og frœðimann, sem öllu þessu er ná- kunnugr. 2) Dr. Guðbr. Yigfússon segir, að Hungrvaka muni vera rituð á árun- um 1206—1211 (í formála fyrir Biskupas. I. bls. XXXIII); höfundrinn lifði samtíða þorláki biskupi þórhallssyni, enn þó nokkuð lengr: »Ok heyrðum vér hinn sæla þorlák það vitni bera honum, at hann þóttist trautt þílíkan dýrðarmann reynt hafa«, nefnil. sem Eyjólf prest Sæmundar- son í Odda (þorláks s. bls. 90). Höfundrinn ritar eftir fyrirsögn Gissur- ar Hallssonar, sem áðr er sagt; hann hafði lifað í tíð ð biskupa, eða staðið yfir greftri þeirra; mun Gissur hafa komizt um áttrœtt; hann and- aðist 1206 (dr. Guðbr. Vigfússon: Biskupas. I. bls. 74 neðanm.). Gissur Hallsson hefir því kunnað frá mörgu að segja.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.