Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 6
Rannsókn i Barðastrandarsýslu sumarið 1898. Eftir Brynjúlf Jónsson. Sumarið 1898 sendi fornleifafélagið mig vestur í Barða- strandarsýslu, til þess, ásamt Capt. Daniel Bruun, að rannsaka dysjar í Berufirði, og mun hann skýra frá þeirri rannsókn. Þó skal eg geta þess, að dysjarnar eru eigi færri en 16, geta verið fleiri óglöggvar, og eru þær á fjórum stöðum við fjarðarbotninn. Grófum við út margar þeirra; en sumar höfðu verið útgrafnar í fyrra af Snæbirní bónda í Hergilsey og Stefáni bónda f Beru- firði. I einni þeirra fundust leifar af mannsbeinum og leifar af axarblaði, f annari leifar af hestbeinum, í hinni þriðju glertala. í hinum var ekkerí að finna. Hygg eg þær hafi verið útgrafn- ar áður, fyrir löngu. Er og óvist, að fé hafi verið lagt í þær allar, eða nokkuð annað en líkin ein. Án efa eru dysjar þessar frá heiðni; en engin saga getur þess, hvaða menn hér voru jarð- settir. Merkilegast er, að hestjaxlarnir, sem þar fundust, eru miklu stærri en jaxlar vorra hesta. Benda og kjaftmél og skeif- ur í forngripasafninu til þess, að hestar fornmanna hafi verið stærri eu hestar eru nú hér á landi. Um leið rannsakaði eg sögustaði í austurhluta Barðastrand- arsýslu. Þar á meðal er Þorskafjarðar þingstaður og svo ýmsir staðir sem getið er í Landnámu, Oull-Þóris sögu, Orettissögu og lóstbrœðrasögu. Þorskafjarðar þingstaður hefir verið við botn Þorskafjarðar, suðaustanmegin, og hefir hann mestallur staðið á aurlandi þvi,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.