Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 6
8 það voru þá kinir fróðustu. Svo frá þeirri hlið sé eg enga ástæðu til að meta frásögn yngra handritisins minna en hina. Og hvað það snertir, að eigi sjást leifar af túngarði í Herjólfsdal, þá getur það bent á, að þar hafi bær staðið skannna hríð. Munnmælin gefa það líka í skyn, að svo hafi verið. Þau láta Herjólf sjálfan verða undir skriðunni, og var það hefnd fyrir harðýðgi hans: að hann vildi selja mönnum vatnið úr lindinni. Þessi sögn, um orsökina til skriðuhlaupsins, hefir að likindum bæzt við siðar; ekki hefir hún náð í Landnámu. Landn. tiltekur að nokkuru leyti staðinn, þar sem bærinn var í Herjólfsdal: »fur innan Ægisdyr«. Verði það örnefni ákveðið, þá er það að minsta kosti góður stuðningur við sögnina. Og svo vill vel til, að varla sýnist geta verið nema um einn stað að ræða. Það er Kaplagjóta, sem áður er nefnd. Sú skora er sérstaklega lög- uð til að geta heitið dyr fram til sjávar. Og hún er að eins stutt- um spöl fyrir utan Fjósaklett. Hafi bærinn staðið þar, sem skriðan er, og hafi Kaplagjóta fyrrurn heitið Ægisdyr, þá stendur það eink- ar vel heima. III. Ormsstaðir. Aftur segir Landn. að Ormr auðgi (áðr: ánauðgi) hafi búið »á Ormsstöðum við Hamar niðri«. Nafnið Ormsstaðir er nú týnt. En orðið »niðri« er án efa miðað við Herjólfsdal: niður þaðan, nær sjó. Herjólfsdalur er hugsaður sem sveitabœr, en Ormsstaðir við Hamar niðri sem sjóbœr. Víða á Vestmannaeyjum eru hamrar með sjó, en bæði er þar víðast óbyggilegt, og svo er þeim hömrum eigi sérstak- lega gefið nafnið: Hamar, nema Ofanleitishamri, — en þar er óbyggi- legt vegna vatnsleysis, þó ekki væri annað, — og Nausthamri við höfnina. Hann er nú lítill, enda heflr sjórinn smá-brotið af honum. Gamalt fólk á Vestmannaeyjum man eftir, að hann náði upp að landklöppum og var allur jafnhár; en nú er þar skarð í milli. Og óefað hefir hann verið jafnhár fram á brún fyrrum, annars hefði hann ekki verið kallaður hamar. En nú er stallur mikill brotinn í hann að framanverðu. Bergið í honum er hraun (Lava) og vinnur sjórinn það auðveldlega. Ekkert er einkennilegt við hann og mun aldrei hafa verið, utan það, að hann er hjá lendingunni og menn hafa gjört naust hjá honum. Þar af hefir hann íengið nafnið:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.