Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 51
53 gjöra. Þá skýrslu ber þegar að senda til stjórnarráðsins, er ákveð- ur með ráði fornmenjavarðar hvað gjöra megi og með hvaða skil- málum. Ef landeigandi eða leiguliði við gröft eða á annan hátt finnur fornleifar, er teljast verða til menja þeirra, er nefndar eru í 2. eða 3. gr., skal hann jafnskjótt skýra frá því, eins og nú var sagt, og líti út fyrir, að um mikilsverðar fornleifar sé að ræða, skal hætta vinnu að svo miklu leyti, sem hún kann að hagga við fornleifunum, þangað til úrskurður stjórnarráðsins er fenginn. Bætur fyrir tjón það, er af því kann að leiða, að vinnu er hætt, greiðast úr lands- sjóði, og skera óvilhallir dómkvaddir menn úr, ef ágreiningur verð- ur um skaðabæturnar. Grasi vaxnar fornmenjar, sem nú eru slegnar eða beittar, má framvegis nota á þann hátt, ef engin hætta er á, að þær spillist við það. 10. gr. Ef ómögulegt er að komast hjá því, að eyða eða spilla fornleif- um við vegagjörð eða önnur mannvirki í þarfir landsins, sýslu eða sveitar, nema þá með mjög mikilli fyrirhöfn og kostnaði, skal verk- stjóri eða það stjórnarvald, sem hlut á að máli, skýra stjórnarráð- inu frá málavöxtum, áður en nokkuð er haggað við fornleifunum, og ákveður þá stjórnarráðið, hvað gjöra skuli. 11. gr. Stjórnarráðið hefir ætíð rétt til að gjöra eða láta gjöra alt það, er því þykir þörf á vera, til þess að rannsaka fornleifar með greftri eða á annan hátt, eða til verndar fornmenjum, viðhalds eða endur- bóta, en þó skal eiganda eða umráðanda jafnan gjört viðvart um það áður. Eftir gröft og aðrar rannsóknir, er jarðraski valda, skal sá, er rannsókn stýrði, koma öllu i samt lag aftur, nema honum þyki betur fara á annan veg. Valdi slikar rannsóknir eða aðgjörðir eigendunum eða umráð- endum fornleifanna nokkru tjóni eða tilkostnaði, skal sá skaði bætt- ur úr landssjóði. ef krafist er. Náist samkomulag ekki um skaða- bætur, skulu þær metnar af óvilhöllum dómkvöddum mönnum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.