Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 5
7 máttu vökna. Annars hafa þær líka verið í sjálfu skipinu eða á berri jörðinni við búðirnar, svo sem timbur og þess konar. Eins og sú búðin er, sem grafln var, hafa allar hinar verið, og styrktist það fullkomlega við það sem frara kom við gröft og stung- ur víðs vegar í marga aðra af bollunum (eða herbergjunum). Rúmum 50 fetum ofar eða vestar en búðaþyrpingin. þar sem hún er breiðust, sést kringlóttur vegghringur, nokkuð hærri en tótt- irnar; hann er nú um 2 feta hár og um 6 feta breiður; innan í þessum hring sést aflöng ferstrend tótt í austur og vestur með af- húsi að austanverðu. Þetta eru tóttirnar af hinni gömlu kirkju, sem áður er getið. Milli hennar og hringsins er mjög skamt, svo að um eiginlegan kirkjugarð er hér ekki að ræða. Þvermái hringsins að innanverðu er 80 fet í mesta lagi austur og vestur, ögn minna í norður og suður. Þegar grassvörðurinn var flysjaður ofan af (svo sem skóflublaðstunga) kom í ljós lag af steinum, heldur litlum hnullungum, með öllum vegsummerkjum, röðin óslitin og óskemd alla leið; kom þá í ljós öll lögun kirkjunnar og full stærð; lengdin er 40 fet, breidd að innanverðu um 17 fet; kórinn er tæpra 12 feta langur og um 12 feta breiður. Dyrnar hafa verið á suður- veggnum, nærri vesturgaflinum; þar fanst hella, sem stigið hefir verið á, rétt fyrir utan aðalsteinaröðina (þröskuldinn). Kirkjan hefir ekki verið torfkirkja, heldur timburkirkja, því að þá hefðu veggjaleifarnar verið miklu fyrirferðarmeiri og öðru vísi. A steinaröðinni hafa timburstokkarnir hvílt. Sönnun fyrir þessu er og orðatiltækið í Skálholtsannál (ísl. ann. 225) við árið 1359: Brotnaði kirkja á Gása- eyri; svo hefði varla verið sagt um torfkirkju. Kirkjan er ekki stór, en hefir eflaust verið nógu stór handa þeim, sem á Gásum voru saman komnir; og oft hefir varla guðþjónusta verið haldin. Kaupstaðurinn á Gásum hefir haft eigi alllitla þýðingu í sögu íslands og átti það skilið, að hann væri rannsakaður. Nú er það gert, og er varla þörf á að gera það frekar. Hvergi á landinu eru víst eins miklar menjar um verzlun að fornu sem hér og má því segja, að staður þessi sé þvi merkari. Gröfturinn og rannsóknin var gerð af D. Bruun og þeim sem ritar þessar línur ásamt öðrum fleiri rannsóknum sumarið 1907 með styrk af Karlsbergssjóði. í »Oversigter« hins konunglega danska vísindafélags 1908 er prentuð skýrsla um kaupstaðinn og gröft vorn með sams konar efni sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.