Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 12
14 hún nú upp úr grasverði. í fyrra sumar (1906) var lausamaður á Kalastöðum, og byrjaði hann á að rífa dysina upp. Qerði hann alldjúpa holu í hana nær norðurendanum. En svo gafst hann upp við fyrirtækið, því eigi var annað að sjá, en að urðin lægi miklu dýpra niður. Eigi kastaði hann því grjóti, sem hann hafði upp tek- ið, ofan í holuna aftur. Stendur hún því opin, og má þar sjá stærð grjótsins niðureftir, sem nú var lýst. Vel má vera, að dysin hafi í fyrstu verið hlaðin upp sem stórt leiði, en sigið niður og aflagast á löngum tíma. Vinnandi verk hlýtur það að vera, að rífa hana alla upp. En talsvert mundi það kosta og hætt við, að lítið yrði í aðra hönd. Hæpið er, að það sé Kali, sem þar er dysjaður. Nafn- ið virðist vera vestrænt að uppruna, en fært í íslenzka mynd. Og hafi nú Kali, sá er Kalastaðir hafa nafn af, verið kominn vestan um haf, þá er sennilegt, að hann hafi verið kristinn, og hefir hann þá naumast verið dysjaður þannig. Um þetta er ekkert hægt að fullyrða. Kirkja var á Kalastöðum til forna; helmingakirkja móti Saurbæjarkirkju að sagt er. Sér enn móta fyrir bæði kirkjutóft og kirkjugarði á túninu austur frá bænum. I Kalastaðalandi er Haugsnes og Strlösmýri, sem getið er í Arb. 1904, bls. 19, og holtið, sem upp er blásið og mannabein fundust í á fyrri hluta 19. aldar, að sagt er. Ekki hefir neitt blásið þar upp nýlega. Enda sjást þar nú eigi neinar leifar af dysjum eftir. 2. I Heynesi. Forn girðing er sýnd i túninu á Heynesi á Akranesi. Hún er 18 faðm. löng og 12 faðm. breið. Hún er kölluð lögrétta. Engar eru þar aðrar fornar rústir að sjá, og engin örnefni eða munnmæli, sem benda á þinghald, þektu menn þar. Þykir mér því grunsamt, að nafnið sé yngra en girðingin og myndað af getgátu. Auðvitað fullyrði eg það ekki. Þó vil eg benda á það, að allir aðrir hringar þeir er eg hefi séð, og nefndir eru lögréttur eða dómhringar, eru nokkurn veginn rétt kringlóttir og talsvert minni en þessi. 3. Mdsstaðamýri. Rétt virðist að geta þess hér, að fyrir 2 árum var gamall mað- ur af Akranesi, Þórður að nafni, Þórðarson, á fiskiskútu ásamt Páli Guðmundssyni frá Bergsstöðum, bróðursyni mínum. Heyrði Páll Þórð segja frá því, að í æsku sinni hefði hann eitt sinn verið við

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.