Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 3
1. Stofnun safnsins. Þjóðmenjasafnið var stofnað 1863 og voru tildrögin þessi: Vorið 1860 fanst skamt frá Baldursheimi í Mývatnssveit forn dys með mannsbeinum og hestsbeinum í og ýmsum hlutum, er bentu á að dysin var karlmannsdys frá elztu tímum sögu vorrar. Fregnin um fund þennan varð heyrinkunn og er Sigurður Guðmundsson mál- ari, sem þá var fyrir fám árum seztur að í Reykjavík eftir nokk- urra ára veru til náms í Kaupmannahöfn, heyrði rætt um fundinn, aflaði hann sér nákvæmrar skýrslu um hann og mynda af gripun- um. Hafði hann þá á síðustu árum lagt allmikla stund á menn- ingarsögu og fornfræði, og safnað skýrslum um fornmenjar hér á landi. Skýrsluna um fundinn í Baldursheimi birti hann í Þjóðólfl 10. apríl 1862 og 24. s. m. birtist í sama blaði »hugvekja til Islend- inga« um að stofna »þjóðlegt fomgripasafn*. Mun þessi hugvekja hans og umtal uin málið hafa haft áhrif á marga, og 8. janúar næsta ár ritaði cand. pbil. Helgi Sigurðsson á Jörva, síðar prestur að Set- bergi og Melum í Melasveit, áskorun til almennings eða opið bréf um hvereu færi um islenzkar fornmenjar í landinu, gildi þeirra fyrir þjóðina, hvatti til að safna þeim saman á einn stað i landinu, sem sé Reykjavík, og varðveita þær þar, »og þannig leitast við að landið gæti eignast íslenzkt fornmenjasafn«. Hann skýrði ennfremur frá 15 forngripum, er hann hafði safnað sjálfur og átti, gaf þá síðan alla Islandi og kvaðst ætlast til og óska, að þeir yrðu fyrsti vísir til safns íslenzkra fornmenja. I enda bréfsins setti hann loks ýmsar ákvarðanir, er hann gjörði um þessa gjöf. Grein þessa sendi Helgi til Jóns bókavarðar Árnasonar, sem hann vildi að geymdi gjöfina og gætti safnsins undir umsjón stiftsyflrvaldanna, og ætlaðist hann til að Jón Árnason léti birta greinina í blöðunum eftir að hafa kynt sér málefnið og leitað álits stiftsyfirvaldanna. Jón Árnason ritaði 8tiftsyflrvöldunum 24. febr. s. á. og kvaðst vonast til að þau tækju boðinu vel, sem og varð; stiftsyflrvöldin svöruðu bréfinu samdægurs, tjáðu sig vera á einu máli með Helga um nauðsyn þá, sem á því væri, að halda saman þeim forngripum, er til væru í landinu, og báðu Jón Árnasón votta Helga virðingu þeirra og viðurkenningu; l*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.