Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 27
27 —22), skírnarfat frá sörau kirkju og fjöl með áfestum líkneskjum af krossfestingu Krists, Jóhannesi og Maríu (nr. 3623—24), veggtjald með merkilegum útsaumi fornum (frá 16. öld, nr. 3629)1). 1892 Guðmundur prófastur Helgason í Reykholti: Kirkju- hurðarhringur úr kopar með allmerku verki frá 1612 (nr. 3716). Sigfús Eymundsson bóksali í Reykjavík: Gleraugu með silfur- spöngum, mjög gamalleg (nr. 3749). Helztu gripir keyptir þetta ár: Fornt fingurgull, fundið í Við- eyjarkirkjugarði (nr. 3667), drykkjarhorn útskorið og silfurbúið (nr. 3673), loftverksbelti fornt úr silfri, gylt, einkarmerkur gripur (nr. 3729)a), skírnarfat úr messing, frá Otrai'dalskirkju (nr. 3750), altaris- tafla, fjalir úr prédikunarstól, með myndum á, hökuli o. fl. frá Kálfa- tjarnarkirkju (nr. 3755—60), silfurbelti (nr. 3762), silfurskeið (nr. 3764), forn hökull með merkum krossi útsaumuðum, frá Einarsstaða- kirkju (nr. 3779). Þetta stutta yfirlit yflr vöxt safnsins á þessu tímabili, þegar Sigurður fornfræðingur Vigfússon hafði umsjón með því, mun nægja til að sýna hversu mjög safnið auðgaðist á þessum fáu árum að mjög góðum og merkum gripum; mun safnið hafa fengið marga þeirra fyrir ötula eftirsókn Sigurðar, sem þar með eigi að eins gjörði þessa gripi að gagnlegri alþjóðareign, heldur varðveitti þá frá frekari skemdum eða máske algerðri eyðileggingu, eða burtflutningi af land- inu. Verður slíkum mönnum sem þeim nöfnunum seint fullþakkað þeirra starf. Árið 1888, 24. febrúar, voru 25 ár liðin frá stofnun safnsins og var þá haldin afmælishátíð í Reykjavík í minningu þess; sam- sæti var haldið og sungið þar kvæði eftir Stgr. Thorsteinsson og haldin ræða af forstöðumanni safnsins fyrir minni þess; mælt var og fyrir minni stofnanda safnsins, fyrstu velgjörðarmanna þess og forstöðumannanna3). I Þjóðólfi var sama ár (XL. 17—20, sbr. og 21 og 35) ágæt ritgjörð um Sigurð Guðmundsson, og þar skýrt rétt og nákvæmlega frá stofnun Forngripasafnsins og hag þess fyrstu árin. — Sama ár um haustið, 4. september, andaðist Jón Árnason. Á þessu tímabili mun safnið venjulega hafa verið sýnt tvisvar á viku, mun það hafa verið á miðvikudögum og laugardögum kl. 1—2 ') Sjá Árb. 1899, bls. 33—35, m. mynd. ») Sjá Árb. 1897, bls. 41-42, m. mynd. s) Sbr. ísafold XV. 10, Þjóðólf XL. 12 og Fjallkonnna V. 7. — Nokknr deila varð þá um sira Helga Sigurðsson milli Isafoldar og Þjóðólfs, — Sira Helgi var þá á Akranesi og var honnm sent þangað skrantritað ávarp, þar sem hann átti „svo mikla hlutdeild í stofnnn þessa þýðingarmikla safns“; ávarpið var prentað í ísafold XV. 18.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.