Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 41
41 orðið þrátt fyrir alt, hefir enn eigi getað borið verulegan ávöxt, hefir verið enn sem komið er meir til gamans en gagns. Alls ekki svo að skilja, að safnið eigi ekki að vera til gamans mönnum; jú, það á það að vera, og sú ánægja, sem menn alment hafa af að skoða safnið, ungir sem gamlir, og sú gleði, sem menn hafa af meðvit- undinni um tilveru þessa »dýrmætasta geimsteins* þjóðarinnar, er vissulega mikilsverð. En gagnið af safninu, bæði fyrir þjóðina í heild og marga einstaklinga hennar, hefði getað orðið miklu meira; og vonandi koma þeir timar, að það verður til gagns fyrir margan, innlendan sem útlendan. Margir menn álíta að hinar fyrnefndu afleiðingar af fjárskorti þeim, er safnið hefir átt við að búa, þær, að gripirnir hafa farið forgöröum á ýmsan hátt, hafi verið svo miklar, að nú sé ekkert eftir til í landinu fyrir safnið, og þvi litlar líkur til að það aukist að nokkrum gömlum gripum úr þessu. En þaó er röng skoðun, sem betur fer, og skal nú bent á stuttlega hversu búast má við að safnið megi helzt aukast. Safnið er, sjálft Þjóðmenningarsafnið, svo sem það er nú, aðal- lega tvenns konar gripir, veraldleg áhöld og kirkjugripir; hinir fyrnefndu eru langflestir frá 17.—19. öld, og þó allmargir frá fyrstu öldum sögu vorrar, og hafa þeir fundist í jörðu flestir, í dysjum frá heiðni og fornum byggingum; hinir síðarnefndu, kirkjugripirnir, eru og flestir frá því eftir siðaskiftin, en allmargir þó frá katólskri tíð. Kirkjugripirnir eru allir, nær undantekningarlaust, komnir í safnið beint úr kirkjum hér á landi. Elztu gripirnir, frá fyrstu öldum sögu vorrar, eru ekki til safnsins komnir fyrir reglubundna og ná- kvæma eftirleit eða rannsóknir; þeir hafa flestir hizt af hendingu, dysjar og fornbæir blásið upp og menn gengið fram á hina einkennilegu gripi og hirt þá, eða menn hafa við ýms moldarverk orðið varir við forngripi. Eins og þetta hefir komið fyrir og kemur fyrir enn á hverju ári, eins má búast við að það verði fyrst um sinn. En væri grandgæfilega eftir leitað og rannsakað, má búast við að þessa deild safnsins mætti auka einmitt að miklum mun. Fáir munu búast við að finna hér við slikar rannsóknir forngripi frá því áður saga vor hefst, en einmitt af því að hún hefst, að landið bygðist, rúmri öld áður en hin kristna trú, og alt það er henni fylgdi, ruddi sér verulega til rúms á Norðurlöndum, má hér finna fornar leifar, sem veita öldum og óbornum dýrmæta þekkingu á menningu og högum forfeðra vorra á þessum fyrstu öldum sögu vorrar, — jafnhliða þeirri þekkingu, sem vér svo fáum af fornrit- unum, sem einmitt eru til orðin og hafa geymst til vorra tíma fyrir 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.