Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 48
Bakstursöskjurnar frá Bessastöðum. Einn meðal hinna merkustu gripa í Vídalíns-safni1), eru baksturs- öskjur frá Bessastaðakirkju, er hér fylgja 2 myndir af. Stærð askjanna erþessi: Lengd 12,6 sm., breidd 11,2 sm. og hæð 6,6 sm. Efnið er silfur,og eru öskjurnar algyltar utan og innan. Þyngdin er 1 pund. Verkið er sérlega vel unnið að öllu leyti; öskjurnar eru mjög vel slegnar út og, eins og myndirnar sýna, drifnar (ciseleraðar) og grafnar mjög að utan, sveigar í skelstýl (rococco-stýl) á göflum og hliðum, blöð á hornum, bekkur á umgjörð loks, og eru á því, beggja vegna við sléttan flöt með áletrun, drifnar myndir og upp- hleyptar af kvenlegum verum, er eiga að tákna tvær af höfuðdygð- unum: Spehi vinstra megin, með. hók undir hægri hendi, og Réttvísi hægra megin, með brugðinn brand í hægri hendi. — Þessar myndir eru ekki settar af smiðnum á þennan grip af handahófi, heldur með beinu tilliti til þess manns, er hann var gerður fyrir. — öskjurnar standa á 4 steyptum ljónsmyndum; ljónin liggja og bera öskjurnar á baki sér. Neðan á botni askjanna er stimpill smiðsins, stafirnir S. T. S. og ártalið (17)74 fyrir neðan þá, sama ártal og er í áletruninni á lokinu. Þessi stimpill er merki Sigurðar gullsmiðs Þorsteinssonar, er var í Kaupmannahöfn mestan hlut æfi sinnar og nefndist þar Sivert Thorsteinsson. Hann var sonur Þorsteins Sigurðssonar sýslu- manns í Múlasýslu (d. 1765), — bróðir Péturs sýslumanns sama stað- ar, föður Guðmundar sýslumanns sama staðar og Sigurðar sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu, skálds. Sigurður Þorsteinsson fæddist að Skriðu-Klaustri 1714. Hann fór til Kaupmannahafnar og lærði gull- og silfursmíði og varð meistari 1742; hann bjó á Austurgötu og er getið þar alt til 1789. Hann var »Oldermand eða öldungur fyrir gullsmidalaginu í 18 samfeld ár« 1754—1772, síðar varð hann »Capteinn vid þat fyrsta Borgerskabs-Compagnie í Kaupmannahöfn, kallat Öster-Gompagniei — Óljóst er hvenær hann hefir andast, en >) Sjá Árb. 1908, bls. 56-58, 1909, bls. 65-66, 1910 bls. 86, og 1911 bls. 91-93.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.