Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 68
68 6183 x/fl Bikar úr silfri, h. nú 5,5 sm., skálin er 4,2 sm. að þverm. efst og heldur þeirri vídd niður undir miðju, en hér um bil hálfkúlumynduð þaðan frá: dýpt 3,3 sm. Þar fyrir neðan er leggur (fótur) sívalur, þverm. 1,7 sm.; utan um hann í miðju er nú »perlu«-band og annað er um samskeyti lians við skálina; rétt fyrir ofan það er á botn skálarinnar fest 4 beygjum, er ganga niður á hið fyrra, mynda þær eins konar eyru og eru lausir smáhringar neðst á hverju þeirra. Neðan á fótinn (legg- inn) er fest kraga, — hvelfdri silfurþynnu með gati í miðju, þverm. 3 sm., er það stéttin. Hún er skrautlaus og slétt, og hefir hún bersýnilega verið sett á síðar, eins og líka hin fyr nefndu 2 perlubönd og beygjurnar með hringunum, er á því öllu klúrt verk og frábrugðið mjög hinu upprunalega verki á bikarnum, sem er gjört með mestu snild. — Bikarinn heíir sýnilega brotnað og ný stétt verið sett undir, annarskonar en hin fyrri, og til styrktar leggnum, sem er nær því brotinn sundur, hafa beygjurnar verið settar og böndin í sambandi við þau. — Skálin og leggurinn eru aldrifin að utan og að nokkru leyti grafin, efst er á skálinni bekkur umhverfis með blöðum, en fyrir neðan hann eru á 4 vegu tungur og 2 fuglamyndir á hvorri, en samskonar eða lik blöð og greinar umhverfis fuglana eins og eru á bekknum; einnig eru á leggnum lík blöð, 2 bekkir umhverfis, 8 blöð í hvorum; — þó vantar neðri helminginn af neðri bekknum. — Sé þetta verk gert hér í álfu, virðist það helzt muni vera frá 15. öld, en mér virðast miklar líkur til að það sé máriskt og nokkru eldra. — Bikar þessi heflr verið notaður fyrir þjónustukaleik á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd1). 6184. — Hylki rent úr birki, með látúnskrók og látúnslömum; 1. 8,7 sm., þverm. 5,5—6,5 sm.; var utan um bikarinn nr. 6183. Vafalaust íslenzkt. 6185. % Rokkur, nýsmíðaður, úr furu og beyki að mestu, eftir Jón Árnason, Karlsbaki á Eyrarbakka; að mestu með venjulegri gerð og allvel rendur. — Hæð 93 sm., þverm. hjólsins 41 sm. Þrjár snældur fylgja. *) Ef sýnt yrði fram á að hann væri frá löndnm fyrir sunnan Miðjarðarhafið mætti gera sér í hugarlund hversu og hvenær hann hefði komist á þenna stað.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.