Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 77
Skýrsla. I. Ársfundur félagsins. Ársfundur félagsins var haldinn föstudaginn 22. nóvbr. 1912. Eftir að formaður hafði minst látins félagsmanns, Jóns Borgfirðings, lagði hann fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir 1911 og höfðu engar athugasemdir verið gjörðar við hann. Formaður skýrði frá því að Brynjólfur dannebrogsmaður Jóns- son frá Minnanúpi hefði tjáð sér, að hann treystist eigi framvegis til, sökum ellilasleika, að vinna að registri við Árbók félagsins, er hann var byrjaður á, og hefði sent sér það, er hann hefði að því unnið, og gefið félaginu handritið, og hefði stjórn félagsins vottað Brynjólfi alúðarþakkir fyrir það og öll skifti hans við félagið nú um 20 ára tíma. Formaður gat þess að Þjóðmenjasafnið (Forngripasafnið) væri fimtugt á næsta ári, og því hefði stjórn félagsins talið að yfirlit yfir sögu þess ætti að ganga fyrir öðrum ritgjörðum í Árbók félagsins fyrir 1912. II. Reikningur hins íslenzka Fornleifafélags 1911. Tek jur: 1. í sjóði frá fyrra ári...........................kr. 1626 23 2. Tillög félagsmanna og seldar Árbækur .... — 133 50 3. Styrkur úr landssjóði.............................— 400 00 4. Grætt á keyptum bankavaxtabréfum..................— 4 00 5. Vextir á árinu: a. Af bankavaxtabréfum . . . . kr. 54 00 b, Af innstæðu í sparisjóði ... — 5 20 ---------------- 59 20 Samtals kr. 2222 93

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.