Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 38
38 II. 1. Dysjar á Hámundarstaðahálsi. Haustið 1930 fann Kristján E. Kristjánsson á Hellu á Árskógs- strönd höfuðkúpu af manni og odd af spjóti í malargróf á Hámund- arstaðahálsi. Skrifaði hann mér bréf um þetta 28. Marz næsta vor, en það bréf komst ekki til skila. Páll Zóphóníasson ráðunautur sagði mér frá fundinum 19. Júlí 1932, og skrifaði ég þá Kristjáni næsta dag og bað hann senda það, sem fundizt hefði, og fundarskýrslu með. Hann skrifaði mér þá aptur 30. Nóv. s. á., og sendi uppskrift af fyrra bréfi sínu og hinar fundnu fornleifar til Þjóðmenningarsafnsins; komu þær þangað 5. Jan. 1933. Höfuðkúpan er hér um bil hálf; vantar vinstri hluta hennar og hnakkann; tennur eru allar dottnar úr og vantar, og kjálkar voru ekki með heldur, né nokkur önnur bein úr manninum. Höfuðkúpan er mjög skemmd af fúa, og öll skinin og urin. Spjótsoddurinn hefir verið mjög stór og að því leyti merkilegur, en nú vantar mikið, líklega um 11 cm., af falnum og, ef til vill, eitt- hvað af oddinum fremst; Iengdin er nú 43,3 cm., og er fjöðrin sjálf um 33 cm. að lengd og að breidd 3,3. þar sem hún er breiðust. Hefir spjót þetta verið hið geigvænlegasta vopn. Sennilega er það frá 10. öld. Hestsbein nokkur, aðallega úr ganglimunum, úr tveim hestum, sendi Kristján með; höfðu þau fundizt áður nálægt höfuðkúpunni og spjótsoddinum; eru þau vafalaust úr hestum, sem hafa verið dysjaðir um leið og maðurinn. Hestarnir hafa verið dálítið misjafnir ag stærð; apturfótarleggir (metatarsi) annars eru 25,5 cm., en apturfótarleggur hins er 24,5, en ekki alveg heill að sönnu, hefir líklega verið 25 cm. heill.1) Kristján segir í skýrslu sinni um fundinn m. a. »Við moldartekt á Hámundarstaðahálsi hefir orðið vart við dys, en í henni voru að eins hrossbein af tveimur misstórum hestum. Var því svo ekki frekari gaumur gefinn, en beinunum þó haldið saman að mestu. Orð hefir leikið á, að fornmanna dys væri skammt þarna frá, og hefi ég heyrt, að eitthvað hafi verið grafið í þeim stað, en árangurslaust. — Seint á síðastliðnu hausti, er ég átti þar ferð um, er mölin hafði verið tekin og hrossbeinin fundust, sá ég, að hrunið hafði úr börmum mal- 1) E. fr. komu með hestsbeinunum 2 bein úr sel, herðarblað og mjöðm, og óheillegur leggur úr kálfi(?), en þau bein eru eflaust yngri en hestsbeinin og fornleifunum óviðkomandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.