Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 67
SPRENGIDAGUR 71 gang fundist í nálægum málum. Hinsvegar hefur í þýsku verið til orðið Sprengtag og fleirtalan Sprengetage um þá merkisdaga katólsku kirkjunnar, þegar vigðu vatni var stökkt yfir söfnuð, matvæli og jafnvel hús, híbýli, kvik- fénað og akra. En sögnin sprengen þýðir m.a. að stökkva (vígðu vatni), og Sprengel er það, sem á íslensku hefur verið nefnt stökkull. Þá skyldi maður vera prestinum til aðstoðar við vatnsdreifinguna, eða einsog segir í ritgerð Odds biskups Einarssonar um gömlu siðina frá 1593: ,,En þá hann (þ.e. presturinn) dreifði vígðu vatni á fólkið, fór hann svo að, að hann vígði vatnið fyrir embætti hvern sunnudag, og gekk síðan fram í kirkju, og hafði svo sem kýrhala litinn, í kross lagðan, í skapti, og gekk djákninn eptir honum með vatnspottinn, en prestur stökkti á allt fólkið aptur og fram og las þetta úr Daviðs psaltara: „aspergis me Domine hysopo“ —síðan tók hann til embættis.“26 Samkvæmt upplýsingum katólska biskupsins í Landakoti, dr. Hinriks Frehen, er orðið Sprengtag jafnvel enn við lýði sumstaðar innan katólsku kirkjunnar sem og orðið Sprengfest. Þó munu helgisiðirnir orðnir snöggtum óbrotnari en fyrrum. í orðabók Grimms er tilfært dæmi úr bók frá 1666 og skýrt á þennan hátt: Sprengtag, m. kirchliches Fest, an welchem Weihwasser gesprengt wird. -Sprengetage, dies, quibus aspersione aquae lustralis in ec- clesia utuntur. ein vicarius soll an solchen Tagen den Pfarren gegenwártig sein, auf die Sprengetage zu sprengen. Því verður ómögulega neitað, að þýska orðið Sprengetag er grunsamlega líkt íslenska orðinu sprengidagur. Það hefur vitanlega verið breytilegt eftir löndum, ríkjum og tímabilum, hversu staðið var að meiri háttar dreifingu vígðs vatns af kirkjunnar þjónum. Enda þótt meginreglur katólsku kirkjunnar væru hvarvetna hinar sömu, voru þó ýmis frávik til hvað snerti helgisiði. Mismunandi aðstæður í hverju landi hlutu að kalla á breytilega áherslu í helgisiðareglum, t.d. eftir því hvort menn bjuggu á láglendi eða uppi til fjalla, úti við strönd, á eyjum eða inni í miðri Evrópu, þar sem mörg hundruð kílómetrar voru til sjávar, og hvort menn lifðu aðallega á kvikfjárrækt, akuryrkju eða fiskveiðum. Ekki átti þetta síst við á 14. og 15. öld, þegar vald páfans var á fallanda fæti og mikil óeining ríkti milli ýmissa kirkjudeilda. Menn gerðu einkum þær kröfur til hins vígða vatns, að það tryggði heilsu- far manna og búfénaðar og góðan ávöxt jarðargróðans. í því skyni voru samdar sérstakar blessunarformúlur til að hafa yfir vatninu, og nefnist hin ýtarlegasta og þekktasta þeirra Benedictio maior salis et aquae eða hin mikla blessun salts og vatns. Elsta þekkta gerð hennar er frá 8. öld, en frá 10. öld hélst hún í svipaðri mynd fram yfir siðbreytingu og jafnvel allar götur fram á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.