Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 6
FRETTABLAÐIÐ 12. desember 2001 MIÐVIKUDACUR SPURNING DACSINS Á að vera bakvakt allan sólar- hringínn á þyrlu Landhelgis- gæslunnar? Mér fyndist það reyndar mjög æskilegt ef það væri hægt. Ásta Valdimarsdóttir, húsmóðir 3 mánuðir frá hryðjuverkaárásunum: Minningarathafnir um heim cillan ÁRÁs Á ameríku Heimsbyggðin sam- eiriaðist í gær til að minnast þess að þrír mánuðir voru þá liðnir frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin. Um 80 þjóðir víðsvegar um heiminn svöruðu kalli George W. Bush, Bandaríkjaforseta, um að skipuleggja minningarathafnir og spiía þjóðsöngva sín til að minnast þeirra sem létust í árásunum. Bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður við Hvíta húsið í Banda- ríkjunum klukkan 13:46, sem er sami tími og þegar fyrsta flugvélin skall á World Trade Center-bygging- unni í New York. Var Bandaríkja- forseti viðstaddur athöfnina. Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var viðstaddur minningarathöfn við varnarmála- ráðuneyti landsins, Pentagon, þar sem önnur vél brotlenti. Hlé var gert á viðræðum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við Downing stræti í Lundúnum, til að hlýða á þjóð- söngva beggja landa. ■ MINNINGARATHÖFN Bush, Bandaríkjaforseti, og Laura, eiginkona hans, voru viðstödd minningarathöfn í Hvíta húsinu í gær. Meira en 70 lönd misstu borgara sína í árásunum. Danskir bakarar: Þyrftu að þvo sér danmörk Þrátt fyrir margar her- ferðir er ástand í matvælaiðnaði í Danmörku heldur slakt. Þetta kemur fram í nýrri könnun dans- ka matvælaeftirlitsins. Áttunda hver rjómaterta reyndist menguð af kólígerlum sem stafa af skorti á hreinlæti eftir klósettferðir. Danskur landbúnaður og mat- vælaiðnaður hafa lengi barist við bakteríur eins og kamfýlo og salmonellu. Könnunin sýnir að ástandið hefur lítið batnað á und- anförnum árum, þrátt fyrir að eft- irlit hafi verið hert og vakin hafi verið veruleg athygli á þessu vandamáli. Álegg kom afar illa út úr könn- uninni og reyndust sýni af rúllupylsu sýkt í 66% tilfella. Full- trúar slátrara hafa viðurkennt að við vanda er að glíma, en fulltrúar verslunarkeðja og bakara telja könnunina ekki gefa rétta mynd. GIRNILEGT! Ekki er allt sem sýnist þegar danskar rjómatertur eru annars vegar, en kólígerlar finnast í áttundu hverri rjómatertu í Dan- mörku. Sýnin úr rjómakökunum er líka sérstaklega neyðarleg fyrir bak- ara, þar sem matvælaeftirlitið fullyrðir að mengunin tengist kló- settferðum bakaranna. ■ Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðllar bjóða alia velkomna. 16:00-18:00 í Sumargarðinum bjóða jólasveinar börnunum með sér í stuttar hestvagnaferðir. Jóladagskráin i Vetrargarðinum í dag! 16:30 og 17:30 Jólasagan lesin. 17:00 JÓlaskemmtun fyrír alla fjölskylduna. Ævintýraheimur barnanna í Jólalandinu í allan dag. Veröldin okkar er full af lífi og fjöri í dag og það sama á við um göngugötuna þar sem tónlistarflutningur Magga Kjartans og harmonikkuleikarar skapa rétta jólaandann. (C? Smáralind I V -RÉTTI JÓLAANDINN Verslanir opnar í dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralind.is :■■■ S Nutt timabil Námsmenn bera gengisáhættu Samtök námsmanna erlendis harma að ekki skuli komið til móts við námsmenn sem gengislækkun krónunnar hafi bitnað illa á. Hámarksupphæð námslána fyrir skólagjöldum í erlendri mynt er fastsett í íslenskum krónum. HEIÐUR REYNISDÓTTIR Heiður segir það mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið vilji til þess hjá stjórn Lánasjóðs (slenskra námsmanna að koma til móts við íslenska námsmenn erlendis sem skaðast hafi af veikingu krónunnar. námsmenn Lánasjóður íslenskra námsmanna kemur ekki til móts við þarfir nemenda sem stundað hafa nám erlendis og lenda í vand- ræðum vegna gengisfalls krón- unnar, að sögn Heiðar Reynisdótt- ur, framkvæmdastjóra Samtaka íslenskra námsmanna eriendis (SÍNE). Hámarksupphæð náms- lána fyrir erlendum skólagjöldum er fastsett í íslenskum krónum. Samkvæmt gildandi úthlutunar- reglum er upphæðin 2,8 milljónir króna yfir náms- tímann. Með lækk- andi gengi lækkar einnig upphæðin sem námsmenn fá í erlendri mynt. Heiður segir fjölmarga náms- menn munu lenda í erfiðleikum um áramótin, þegar greiða þarf náms- gjöld fyrir vorönn- ina, en fjöldi manns hafi haft samband við skrif- stofu SÍNE. „Fólk er ekki alveg búið að kyngja þeir- ri niðurstöðu að ekkert verði komið til móts við námsmenn. Það eru ansi margir uggandi um sinn hag. Við höfum t.a.m. heyrt af hjónum sem áttu íbúð hér heima sem þau þurftu að selja og eru að éta hana upp. Svo er fjöldi fólks sem nú í einhvern tíma lifir á foreldrum sínum.“ Heiður segir að menntamálaráðherra hafi ver- ið jákvæður í garð reglubreyt- inga til hjálpar námsmönnum í þessari stöðu. „Ég veit bara ekki hvar strandar, en höfum alla vega fengið lokasvar hjá stjórn Lána- sjóðsins um að málið verði ekki tekið upp aftur. Þetta veldur okk- ur miklum vonbrigðum," sagði hún, sérstaklega í ljósi þess að breytingarnar sem farið væri fram á þessu ári kostuðu ekki nema 15 milljónir, en það væri bara brot af heildarútgjöldum sjóðsins. Heiður segir að á bilinu 30 til 40 manns séu verst settir og þá aðallega þeir sem hófu nám á haustdögum árið 2000 þegar gengi dollars var um 75 krónur. „Þetta kallar auðvitað á breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins, en við vorum engu að síður að vona að hægt væri að koma til móts við þennan hóp. Námsmenn eiga nátt- úrulega ekki að bera gengisá- hættu meðan þeir eru í námi. Þeir hafa enga burði eða bakhjaria í það.“ Heiður segist vita af því að einhverjir nemendur hyggist kæra úrskurð stjórnar Lánasjóðs- ins til málskotsnefndar sem úr- skurði þá um réttmæti ákvarð- anatökunnar. oli@frettabladid Námsmenn sem hófu nám í erlend- um háskólum á haustdögum árið 2000, þegar gengi dollars var um 75 krónur, eru einna verst settir í dag vegna veiking- ar krónunnar. ------#--- Eftirlit á lögbýlum ekkert: Bændur slátra mikið heima KJÖTAFURÐ Á FÆTI Bændur slátra þó nokkru magni á býlum sínum og pakka í neytendavænar umbúðir. kjötafurðir „Það er allt of mikið af þessu," segir Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir Suðurlands, um heimaslátrun á lögbýlum. Hún segist vita til þess að slátrað sé heima í þó nokkru magni en emb- ættið hafi ekki aðstöðu til að fylgj- ast með því. „Það er ekki nokkur leið að færa sönnur á það.“ Bændur hafa leyfi til að slátra heima en þá aðeins til eigin nota á lögbýli. Ingibjörg Elsa Ingjalds- dóttir, framkvæmdastjóri heil- brigðiseftirlits Suðurlands, segir erfitt að fylgjast með því magni sem slátrað er og hugtakið eigin not sé teygjanlegt. Heilbrigðiseft- irlitið fylgist með hvort heima- slátrað kjöt komist á neytenda- markað. „Við höfum ekki þurft að hafa afskipti af heimaslátrun á markaði í haust." „Það sem er alvarlegast í þessu er þegar þriðja aðiia er selt heimaslátrað því það geta verið í þessu alls konar sýklar sem geta verið fólki hættulegir. Ef þú ert að kaupa þetta án þess að vita af því þá ertu að kaupa vöru sem gétur verið þér hættuleg," segir Katrín. „Það þyrfti að gera samstillt átak og Bændasamtökin yrðu að vera þar í broddi fylkingar. Bændur eru að stela hver frá öðr- um með þessu og stéttin á að taka á þessu," segir Katrín. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.