Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. desember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Bretar sjá um friðar- gæslu í Afganistan parís.ap Bretar munu hafa yfir- umsjón með þeim friðargæslu- sveitum sem sendar verða til Afganistans. „Ég er ánægður með að Bretar séu tilbúnir til að stíga fram og bjóðast til þessa leiðtogahlutverks," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í París í gær eftir að hafa átt fund með Jacques Chirac, Frakklandsforseta. Vitað var með nokkurri vissu að Bretar myndu taka hlutverkið að sér, en Powell var í gær sá fyrsti sem staðfesti orðróminn. Að sögn Powell er næsta skrefið að fá Sameinuðu þjóðirnar til að kom- ast að lausn málsins þannig að hægt verði að koma á fót friðar- gæslusveitum í landinu sem fyrst. ■ POWELL Powell staðfesti í gær orðróm um að Bretar myndu hafa umsjón með friðargæslunni í Afganistan. Eldsupptök við kvikmyndatöku á Neskaupstað: Eldur barst í tjörubiand- aðan kork í þakklæðningu FRÁ NESKAUPSTAÐ Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Neskaupstað, segir lög- regluna ekki hafa gefið út leyfi ef leitað hefði verið til hennar þar sem embættið vinni undir ákveðnum reglum sem gefnar séu út varðandi brennur og bálkesti. Fyrir hefði legið starfsleyfi sem sækja hefði þurft um vegna mengunarvaldandi starfsemi. eldsvoði Rannsókn stend- ur nú yfir á eldsvoðanum sem kom upp í gamla frystihúsinu á Neskaup- stað síðastliðinn laugar- dagsmorgun við tökur á myndinni Hafið sem Baltasar Kormákur leik- stýrir. Höfðu kvikmynda- tökumenn fengið leyfi hjá forráðamönnum Síldar- vinnslunnar að mynda eld í tengslum við kvikmynd- ina sem síðan fór úr bönd- unum með þeim afleiðing- um að efsta hæð hússins gereyðilagðist. Að sögn Jónasar Vilhelmsson- ar, yfirlögregluþjóns á Neskaup- stað, er vitað um eldsupptökin. Virðist sem eldur hafi borist í þakrými í suðurhluta hússins þar sem fyrir var eldfimur tjöru- blandaður korkur sem not- aður hafi verið á árum áður til einangrunar. Hann segir eldinn hafa magnast fljótt og til að ýta enn frekar undir hann hafi verið mjög hvasst þegar þetta gerist. Jónas segir slökkviliðsmenn hafa gengið illa að komast að eldinum og húsið því ger- eyðilagst. Rannsókn er ekki að fullu lokið og sagðist Jónas vera að bíða eftir myndbandsupptöku sem kvikmyndatökumenn hefðu tekið þegar eldurinn braust út. Einnig sé beðið eftir skýrslu frá slökkviliðinu. ■ TIL leigu Iðnaðar - eða lagerhúsnæði í Keflavík Um er að ræða eitt bil um 200 m2. Allt nýtekið í gegn að utan sem innan. Nýjar miðstöðvar- og rafmagnslagnir. Húsnæðið er með nýjum rafdrifnum hurðum. WC aðstaða. Einnig kemur til greina að leigja hús undsr tjaldvagna cg fellihýsi. Allar nánarí upplýsingar veitir Brynjar í símum 891 8352 og 892 8352. _____BRILUANT Á RÉTTUM AUGNABLIKUM BRILLI ANT SMÁRALIND S: 564-4120 SANYO örbylgjuofn ij. 12.995 kr. PHILIPS hljómtæki 69.995 kr. TANDBERG 28" stereó sjónvarp 54.990 kr. PHILIPS rakvél 10.995 kr. BOSE Lifestyle heimabíó- og tónlistarkerfi 296.990 kr. PHILIPS DVD-spilari í kaupbæti! KENWOOD hljórntækjastæóa ^ 49.995 kr. PRINCESS útigashitari 57.995 kr. PHILIPS ferbatæki MP3 m/CD 34.995 kr. NUMARK DJ-sett 49.995 kr. Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SIMI 569 1500 Opiö á laugardaginn frá kl. 10 til 18 og sunnudaginn kl. 13 til 17 Virka daga frá kl. 10 til 19. NAD heimabíómagnari 4- NAD DVD-spilari + Dali hátalarar 299.990 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.