Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 5. apríl 2002 FÖSTUPAGUR SVONA ERUM VIÐ ÚTCJÖLD TIL HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSMÁLA Útgjöld íslenska rlkisíns til heilbrigðis- og félagsmála hafa aukist verulega frá 1972 til 1999 sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu. Á sama tima hefur vísitala útgjald- anna (miðað við fast verðlag og gildið 100 árið 1981) hækkað úr 56 í 174. Útgjöldin sem hlutfall af landsframleiðslu 1 1972 10,7% 1978 13,3% 1984 14,3% i 1990 17Í1% 1996 18,70/(1 1999 19.1 °/o 1 Heimild: Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti og Hagstofan. Skattsvikari: Sektaður um níu milljónir pómsmál Maður sem játaði brot á lögum um virðisaukaskatt og lög- um um tekjuskatt og eignarskatt hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu níu milljóna króna sekt- ar. Greiði hann ekki sektina þarf hann að sæta sex mánaða fangelsi í staðinn. Maðurinn framdi brotin í sjálf- stæðri atvinnustarfsemi sinni á árunum 1995, 1996 og 1997. Hann stóð ekki skil á tæplega 4,4 millj- óna króna virðisaukaskatti. Þá oftaldi hann rekstrargjöld um rúmar 800 þúsund krónur og van- taldi tekjur um tæpar 290 þúsund krónur. Þannig kom hann sér und- an greiðslu tekjuskatts og útsvars upp á 456 þúsund krónur. Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra rannsakaði og sótti málið gegn manninum. Hann er 37 ára gamall. ■ [lögreglufréttirI Maður fannst sofandi þungum svefni í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt. Hafði hann fengið sér einum of mikið neðan í því. Að sögn lögreglunnar var hann lát- inn sofa úr sér í fangageymslu. —♦— Tveir aðilar voru handteknir skömmu fyrir klukkan eitt í fyrrinótt er þeir reyndu að brjót- ast inn í byggingu menntamála- ráðuneytisins við Sölvhólsgötu 4 í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar hafði þeim tekist að spenna upp glugga á húsinu þegar hún kom á staðinn og handsamaði þá. —4— Brotist var inn í heilsugæslu- stöðina í Árbæ í fyrrinótt. Þjófarnir höfðu fimm flata tölvu- skjái á brott með sér auk ein- hverra lyfja. Ekki var um mikið magn af lyfjum að ræða þar sem þau eru læst inni. Kárahnjúkavirkjun: Katrín gegn virkjunarleyfi stóriðja Katrín Fjeldsted, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á Alþingi í gær að hún mundi ekki greiða atkvæði með stjórnarfrumvarpi um virkjunar- leyfi fyrir Kárahnjúkavirkjun. Samþykkt var að vísa frumvarp- inu til þriðju umræðu með 42 at- kvæðum gegn 8. Þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu málsins. Áður hafði tillaga þingmanna Vinstri grænna um að frumvarp- inu yrði vísað frá verið felld með miklum meirihluta atkvæða. Katrín rökstuddi ákvörðun sína m.a. með því að hún teldi að áformaðar mótvægisaðgerðir vegna virkjunarframkvæmdanna væru ekki nægar. Þá telur hún að arðsemi af virkjuninni væri ekki þess eðlis að hún réttlæti stórfelld náttúruspjöll á svæðinu. Athygli vakti að þingmaðurinn sá ástæðu til að taka það sérstaklega fram þegar hún gerði grein fyrir at- kvæði sínu að stórfelld afskipti KATRÍN FJELDSTED Segir að stórfelld ríkisafskipti af atvinnu- starfsemi sé tfmaskekkja. ríkisins af atvinnustarfsemi ættu að tilheyra fortíðinni. ■ Ilögreglufréttir Tölvukerfi Hafnarfjarðarbæj- ar lá niðri í allan gærdag. Að sögn starfsmanna í upplýsinga- deild var verið að taka nýjan net- þjón í gagnið og fyrir vikið lá allt tölvukerfi bæjarins niðri. Ekki gátu starfsmenn sent út tölvupóst og ekki var hægt að nálgast fund- argerðir bæjarins. —4— Lögreglan í Keflavík handtók mann í fyrradag sem keyrt hafði á kyrrstæðan bíl. Maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum örvandi lyfja. Blóðsýni var tekið úr manninum til frekari rannsóknar. Bifreiðin sem hann keyrði á skemmdist mikið. Bandaríkin neita fátækum ríkjum um lækkun skulda Olga innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að áform um að koma til móts við ofurskuldsett ríki var skotin í kaf af Bandaríkjunum. Fulltrúi stærsta hluthafans segir raunsætt að forðast miðstýr- ingu og láta markaðslögmál ráða örlögum ríkjanna. Tillaga Krue- ger væri til þess fallin að sjóðurinn fjar- lægðist það meginmark- mið. imf Bandaríkin eru andsnúin til- lögu stjórnar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) um að veita ofur- skuldsettum ríkjum vernd frá lánardrottnum. Þar sem risaveld- ið er stærsti einstaki eigandi IMF, með um þriðjungs hlut, er ljóst að vilji þess nær fram að ganga. John Taylor, háttsettur utanríkis- málafulltrúi Bandaríkjastjórnar, greindi frá þessum sjónarmiðum sl. þriðjudag að sögn dagblaðsins Herald Tribune. Tillagan um að- stoðina var form- lega sett fram í sjóðnum sl. mánu- dag, en var fyrst opinberuð í októ- ber sl. af Anne Krueger, nýjum aðstoðarfram- kvæmdastjóra IMF. Þótti tillagan til marks um tilslökun í viðhorfi IMF til málefna skuldsettra ríkja. Andstaða Bandaríkjamanna við Krueger hefur vakið athygli þar sem hún var ráðin sl. haust að þeirra undirlagi. Henni stóð þá einnig til boða að verða einn þriggja efnahagsráðgjafa Bush forseta, en valdi fremur stöðuna hjá IMF. Krueger og Taylor voru auk þess á sama tíma hagfræði- prófessorar við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Samkvæmt tillögunni átti sjóð- urinn að veita ofurskuldsettum ríkjum aðstoð við endurskipu- lagningu skulda sinna. Slíkt væri enda nauðsynlegt, annars vegar til að koma í veg fyrir að lánar- drottnar þeirra gangi á veð sín og hins vegar til að stuðla að jákvæð- um innri vexti í löndunum. ANNE KRUEGER JOHN TAYLOR Vildi grípa til að- Miðlar boðskap gerða til að lagfæra Bandaríkjaforseta. skuldastöðu þróun- arrlkja. Taylor sagði tillöguna verða of erfiða í framkvæmd. Meðal ann- ars væri hætta á að lánardrottnar ríkjanna nytu ekki jafnræðis. Auk þess væri engin trygging fyrir því að endurskipulagningin skilaði ár- angri og óljóst hver viðbrögð einkageirans yrðu við inngripun- um. Fram kom í málflutningi Taylors að eitt af meginmarkmið- um sjóðsins ætti að vera að stuðla ARGENTÍNUMENN VILJA DOLLARANA SlNA AFTUR Argentína er eitt þeirra ríkja sem hefði notið góðs af tillögunni sem Bandaríkjamenn höfn- uðu. llla horfir hjá mörgum fátækum ríkjum sem verið hafa í efnahagslegri gjörgæslu hjá lánardrottnum sínum. að því að ríki standi við skuldbind- ingar sínar og komi sér ekki í öng- stræti með of mikilli lántöku. Til- laga Krueger væri til þess fallin að sjóðurinn fjarlægðist það markmið. Raunsærra væri að rík- in og lánardrottnar þeirra fyrir- byggðu þetta með því að setja ákvæði inn í lánasamninga um hvað gerðist þegar endurskipu- lagning væri nauðsynleg. Með öðrum orðum miðlar tals- maður Bandaríkjastjórnar þeim boðskap að IMF grípi ekki inn í slæma skuldastöðu fjölmargra þróunarríkja en láti þau fremur ein um að semja við lánardrottna sína. Ólga er innan IMF vegna þessa þar sem stuðningur við til- lögu Krueger var yfirgnæfandi meðal 183 aðildarríkja. Margir voru þeirrar skoðunar að tilslök- un væri til þess fallin að leysa úr mesta vandanum og hleypa auknu lífi í efnahag verst settu ríkjanna. ■ ftti I u Tryggðu þér áskrift: 8oo 6161 / stod2.is / Skífan ff Góða skemmtun! Vélsmiðja Steðja á Akranesi: Leyfí fyrir nýbyggðu stálgrindarhúsi ógilt SKIPULAGSMÁL Stálgrind- arhús sem reist var undir vélsmiðjuna Steðja á Akranesi fellur ekki að lögum. Þetta er niðurstaða Úrskurðar- nefndar um skipulags- og bygggingarmál. Nefndin hefur því fellt úr gildi byggingarleyfi hússins sem bæjarstjórn á Akra- nesi staðfesti fyrir tveimur árum. Stálgrindarhús Steðja var reist við Ægisbraut sumarið 2000. Fimm nágrannar vélsmiðj- unnar handan götunnar kærðu byggingarleyfið til úrskurðar- nefndar um haustið. Vélsmiðjuhúsið er miklu hærra en aðrar byggingar í ná- grenninu. Úrskurðar- nefndin segir grenndar- áhrifin mun meiri en af starfsemi í nærliggj- andi húsum. Það er m.a. vegna þess hávaða sem stafar af vélsmiðjunni. Að sögn úrskurðar- nefndarinnar hefði þurft að ljúka gerð deiliskipulags fyrir svæðið áður en byggingarnefnd bæjarins gat tekið leyfisumsóknina til með- ferðar. Leita hefði átt eftir sjón- armiðum annarra hagsmunaaðila og gæta að reglugerð um hávaða. Ekkert af þessu hafi verið gert. Úrskurðarnefndin segir að ákvörðun bæjarins hafi gengið freklega gegn lögvörðum hags- munum þeirra sem kærðu. ■ AKRANES | INNLENT | Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir heimilislæknum hafi aldrei verið heimilt að taka sérstaka þóknun fyrir útgáfu vottorða, samhliða launum. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtakanna og segir hann tilefni til að Ríkisendur- skoðun og skattayfirvöld skoði málið nánar. —- Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, og kona hans, Ástríður Thorarensen, lögðu blómsveig að leiði Ho Chi Minhs, fyrrverandi þjóðarleiðtoga Norður-Víetnams, í gærdag. Forsætisráðherra er í opinberri heimsókn þar sem lýk- ur á laugardag. —4— Ekið var á konu á Hverfisgötu á móts við Ingólfsstræti í Reykjavík í gærdag. Konan var flutt á slysadeild Landspítalans og var talið að hún hefði ökkla- brotnað en hún skrámaðist tals- vert á hendi og í andliti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.