Fréttablaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUPAGUR 17. júlí 2002 FRETTABLAÐIÐ 7 Akvörðunar beðið: Skrefi nær nýju varðskipi VARÐSKIP Núverandí skip Landhelgisgæslunnar eru öll komin til ára sinna. varðskip „Þetta er nánast tilbúið hjá Ríkiskaupum og við höfum skoðað það lítillega. Það er ríkis- stjórnin sem tekur ákörðun um hvort fjármagn til þess að hefja smíðina verður inni í fjárlagatil- lögum næsta árs. En menn hafa vissulega færst skrefi nær nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsl- una,“ sagði Stefán Eiríksson, skrif- stofustjóri hjá dómsmálaráðuneyt- inu. Útboðslýsing og gögn henni tengd eru nú í lokavinnslu hjá Rík- iskaupum og er þar náð nokkrum áfanga. Smíði nýs varðskips hefur verið lengi í deiglunni og ólíklegt annað en að fjármagn verði sett í smíðina og verkið boðið út, fyrst á annað borð er verið að ljúka gerð útboðsgagna nú. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar útbjó fyrir röskum tveimur árum, er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomn- asta búnaði til gæslu- og björgun- arstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Ákveðið hafði verið að skipið yrði smíðað hér á landi en eftirlitsstofnun EFTA gerði athugasemdir við þá fyrir- ætlan og taldi hana brjóta í bága við EES-samninga. Það er því nauðsynlegt að auglýsa smíðina á öllu EES-svæðinu. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið, sem nú eru í flota Landhelgisgæslunnar, er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978. ■ Búvörusamingur um sauðfjárrækt: Vilja breyta sem minnstu endurskoðun Markmið mitt, sem formanns Landssamtaka Sauðfjár- bænda, er að breyta sem allra minnstu í samningnum," segir Að- alsteinn Jónsson, formaður Lands- samtaka Sauðfjárbænda, um fyrir- hugaða endurskoðun á búvöru- samningi um sauðfjárrækt. Endur- skoðun samningsins var flýtt þegar Alþingi afgreiddi frumvarp um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Aðalsteinn segir menn hafa séð nokkur batamerki í afkomu sauð- fjárbænda undanfarið. „Ég tel að það séu ákveðin batamerki í þess- um samningi." ■ Vilja 300 tonn af kjúklingum Hagkaup telja rök Landbúnaðarráðuneytisins gegn innflutningi á kjúklingum ekki hafa staðist. Fyrirtækið hefur því ítrekað erindi sitt um að flytja kjúklinga til landsins. Framleiðendur munu hækka verð um 10% af heilum kjúklingum. Þeir vinna hörðum höndum að því að anna sívax- andi eftirspurn. landbúnaður Hagkaup vilja flyt- ja inn 300 tonn af kjúklingum. Er- indi þeirra var hafnað. Verslunin hefur ítrekað erindi sitt og telur væntingar ráðuneytisins um að innlendir framleiðendur anni eft- irspurn ekki hafa staðist. „Það hefur verið söluaukning í kjúklingum og framleiðendur hafa ekki haldið í við aukning- una,“ segir Finnur Árnason, framkvæmda; . j, i ; stjóri Ilagkaupa. í Það hefur verið rökstuðningi með söluaukning í erindinu er bent á kjúklingum og aö kjúklingafram- framleiðendur leiðendur hafi hafa ekki hald- boðað 10% hækk- ið í við aukn- Un á kjúklinga- inguna. verði. Jónatan S. ...♦... Svavarsson, fram- kvæmdast jóri Reykjagarðs segir þetta að vissu marki rétta fullyrðingu. „Verð heilla kjúklinga hefur verið lágt og því þarf hækkun til að ná ásættanlegri framlegð af fram- leiðslunni. Þeir minnast hins veg- ar ekki á að önnur vara eins og kjúklingavængir lækka og læri og leggir standa í stað.“ I bréfi sínu til landbúnaðarráðuneytis- ins segja Hagkaupsmenn að það skjóti skökku við að hækkunin skjóti skökku við í ljósi verðlags- þróunar. Benda þeir á hættu á að skortur á samkeppni geti leitt til verðsamráðs á kostnað neytenda í landinu. Jónatan bendir á að ýmis gjöld séu af fóðri og aðföng- um og framleiðendur hafi ekki náð að vinna til baka kostnaðar- aukningu vegna gengisþróunar síðasta árs. Hagkaupsmenn hafa efasemd- ir um það að innlendir framleið- endur anni eftirspurninni. Jónat- an segir kjúklingaframleiðendur fagna aukinni eftirspurn. Þetta sé hins vegar hárfín lína. Nú sé sá árstími þar sem kamfýlóbakt- ersýkingar séu í hámarki. Það ásamt fleiru hefur áhrif á fram- MEIRI KJÚKLINGA Eftirspurn eftir kjúklingum hefur farið vaxandi og telja forsvarsmenn Hagkaupa að innlendir framleiðendur anni ekki eftirspurn í nánustu framtíð. Þeir vilja fá að flytja þá inn. leiðsluna tímabundið. „Við erum á fullu að hagræða í rekstri og reyna að mæta aukinni eftir- spurn. Við höfum sjálfviljugir innkallað sýkta vöru Við viljum miklu frekar taka umræðu um framboð og verðlagningu á fram- leiðsluvörunni. Frekar en fram- boðið sé mikið, verðið lágt, en gæðum sé ábótavant.“ Jónatan segir að kjúklingaframleiðendur séu að vinna í því að því að auka framleiðsluna, þannig að fram- boðið anni eftirspurninni. haflidi@frettab!adid.is Ólafur Örn Haraldsson hvetur umhverfisráðherra til að huga að endurskoðun náttúruverndarlaga: Lok, lok og læs á heilu landsvæðunum náttúruvernp „Nú hin síðustu ár hefur borið stöðugt meira á að einn og einn landeigandi loki landi sínu og því miður sýnist mér að oftast sé um nýja landeigendur að ræða, það er þéttbýlisfólk en ekki hina hefðbundnu bændur. Lokan- irnar eru með ýmsum hætti en stórtækastar eru þær sem loka heilum landsvæðum sem jarðir eigendanna ná yfir,“ sagði Olafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og náttúruunnandi. Iiann gerir þessa þróun að umtalsefni £ grein á Hriflunni sem ber yfirskriftina; Öll umferð bönnuð. „Tvö nýleg dæmi hef ég séð um þetta þar sem lokað er fyrir umferð inn í dali, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Aust- urlandi. Þetta eru óbyggðir og óræktaðir en afar fallegir dalir og eftirsóknarvert að aka inn í þá. Það er hins vegar ekki hægt þar sem nýir landeigendur hafa gert sér lítið fyrir og lokað vegunum með Iásum,“sagði Ólafur Örn. Llann segist ekki sáttur við þróun- ina og telur rétt að huga að breyt- ingum sem bætt geti sambúð al- mennings og landeigenda. „Framsóknarmenn eru í betri stöðu en rnargir aðrir til að hafa forystu í þessum málum. Þeir hafa forræðið í lagasetningunni í umhverfismálum og það stendur okkur næst að tryggja eðlilega þróun og endurskoðun náttúr- verndarlaganna og þar með al- mannaréttinn.ÝÞótt lögin séu ný- leg þarf að endurskoða nokkur ákvæði, ekki síst nokkra þætti al- mannaréttarins sem snúa að beit- ingu eignarréttarins. Ég hvet um- hverfisráðherrann okkar, Siv Friðleifsdóttur, til þess að huga að slíkri endurskoðun á komandi þingvetri," sagði Ólafur Örn. ■ ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Hvet umhverfisráðhera til að endur- skoða Náttúruverndarlög í haust og treysta almannaréttinn. Formaður Neytenda- samtakanna: Gáttaður á Guðna matvara „Ég er gáttaður á við- brögðum Guðna,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, um viðbrögð landbún- aðarráðherra við fyrirhuguðum innflutningi Hagkaupa á kjúkling- um erlendis frá. Hefur ráðherrann kallað hugmyndir Hagkaupsmanna áróðursstríð þó lofað sé 30 prósent verðlækkun: „Það er skortur á kjúklingakjöti hér á landi vegna alvarlegra salmonellusýkinga sem erlendir framleiðendur hafa hins vegar unnið sig út úr. Þegar Guðni tjáir sig um innflutning á kjúklingum þá talar hann eins og út úr kú en það þurfa menn ekki endilega að gera þó þeir þekki kýrnar vel,“ segir Jó- hannes. ■ --jy- Könnun Gallup á afstöðu til ESB aðildar: Fylgjendum aðildar fækkar skoðanakönnun Fylkingar þeirra sem eru hlynntir aðild að Evrópu- sambandinu og þeirra sem eru and- vígir eru hnífjafnar. í nýrri við- horfskönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram 37% eru hlynnt ESB-aðild og jafnmargir andvígir. Þeir sem segjast hvorki hlynnitr né andvígir mælast 26% og hafa ekki verið fleiri síðast liðin tvö ár. Þetta er veruleg breyting frá síð- ustu könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í febrúar. Þá sögðust 52% hlynnt aðild að ESB, 23% hvorki né og 25% sögðust and- víg. Úrtakið nú var 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og var svarhlutfallið tæplega 70%. ■ I ERLENT I Andrei Brezhnev, sonarsonur Leonids Brezhnevs, æðstráð- anda Sovétríkjanna 1964 til 1982, hefur stofnað stjórnmálaflokk sem hann nefnir Nýja kommún- istaflokkinn. Hann ætlar sér að endurvekja „hið allra besta" úr stjórnaháttum afa síns og gagn- rýnir gamla Kommúnistaflokkinn harðlega. Lögreglan í Úkraínu hefur handtekið þrjá karlmenn og eina konu. Þau eru kærð fyrir að hafa myrt konu og bútað sundur lík hennar. Fjölmiðlar £ Úkraínu segja þau einnig grunuð um mannát. Stjórnvöld í Taílandi hafa efnt til samkeppni um hönnun op- inberra salerna. Stjórnvöld eru farin að hafa áhyggjur af því að lélegt hreinlæti á salernum sé farið að skaða imynd landsins. Sendiherra Sviss í Lúxemborg, sem handtekinn var í síðustu viku vegna gruns um peninga- þvætti, hefur viðurkennt að hafa falsað skjöl en neitar þvi að hafa farið höndum um illa fengið fé.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.