Fréttablaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2002 IVIIÐVIKUDACUW FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson RitstjórnarfuIItrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavik Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoidarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 é mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alít efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS~f Kosningar í Reykjavík Reykvíkingur skrifar: Stjórnmálamenn eru eflaust farnir að búa sig til kosninga, enda verður kosið á vori komandi. Innan við eitt ár er til kosninga. Við kjósendur verðum einnig að fara að undirbúa okkur. Gera upp við okkur hvort okkur líkar það sem stjórnmálamenn hafa gert og ekki síður það sem þeir hafa ekki gert. Því má ekki gleyma. Við sem kjósum í Reykjavík verðum að reyna að sætta okkur við hin einkennilegu skipti á borg- inni okkar. Nú er Reykjavík tvö kjördæmi - norður og suður. Ef mið er tekið af búsetu þingmanna okkar í dag fæ ég ekki að kjósa Davíð Oddsson næsta vor. Ekki nema annar okkar flytji fyrir 1. desember. Hann er nýfluttur í sitt ágæta hús og sagnast sagna hefur ekki staðið til að ég flytji. Enda myndi frúin seint samþykkja það bara til að ég geti kosið Davíð. Ég er ekki sáttur við að Reykjavík sé klofin í tvennt eins og Framsókn. En það er ekki ann- aö að gera en reyna að sættast á þetta fyrirkomulag. ■ —«— Notum stefnuljósin Kjjstinn skrifar: Iflestum, ef ekki öllum bifreið- um er lítil stöng sem stendur út úr stýrinu. Á þessari stöng eru venjulega tvær örvar. Þegar mað- ur hreyfir stöngina blikka ljós L11 IIVLIO er maðurinn að segja eitthvað sem allir vita? Jú, þótt flestir viti þetta er ekki þar með. sagt að menn nýti sér þá vitneskju. Mér finnst hafa farið í vöxt að undan- förnu að ökumenn láti hjá líða að gefa stefnuljos. Öft er þetta til mikilla tafa og óþæginda í um- ferðinni. Röng og engin notkun stefnuljósa veldur kannski ekki mjög mörgum árekstrum. Hún tefur hins vegar umferðina og veldur öðrum bílstjórum óþarfa vandræðum. Að gefa stefnuljós er ekki flókin athöfn. Þeir sem ekki ráða við hana, ættu kannski að hugsa stig tvisvar um áður enn þeir leggja út í það flókna verk að aka bíl í umferðinni. ■ oorum megm a bifreiðinni. Þessi ljós heita stefnu- ljós. Þau gefa til kynna að maður ætli .að beygja. Nú hugsa þeir sem eru öku- fíl UTr/iv»ri Sumarið er tíminn Astandið er vægast sagt skelfi- legt og alveg með ólíkindum að ætla að geðsjúkdómar láti ekki á sér kræla á tmmrin.“ Þetta eru # orð Sveins Magnús- sonar, fram- kvæmdastjóra Geðhjálpar, í Fréttablaðinu í var ómyrkur í orði afleita ástands að á hverju sumri er geðfötluðu fólki vísað á götuna. Geðdeildir draga úr starfsemi þrátt fyrir að þörf fyrir þær sé síst minni en á öðrum árstímum. Á meðan geðfatlaðir ráfa um götur og sofa undir berum himni velkist málið milli félagsmála- ráðuneytis og heilbrigðisráðu- Þetta er sagan endalausa. gær. Hann vegna þess neytis. Sveinn Magnússon segir ástand sýnu verst hjá þeim geð- fötluðum sem eru áfengis- og vímuefnaneytendur. „Verst sé ástandið á meðal geðfatlaðra sem einnig neyta áfengis og vímuefna. Dæmi eru um að komið er með slíka sjúklinga í sjúkrabifreið á bráðamóttöku og þaðan er þeim úthýst. Vogur getur illa tekið við þeim vegna þess að geðfötlunin er aðalsjúkdómurinn og aðstandend- ur hafa enga aðstöðu auk þess sem þeir eru oftast búnir að fá nóg. Það er ekkert nema gatan sem bíður og sama sagan endur- tekur sig nokkrum dögum síðar. Þetta er sagan endalausa." Einar Axelsson lækni á Vogi segir reynt að taka við öllum Mál manna Sigurjón M. Egilsson skrifar um heilbrigðismál áfengissjúklingum. „Við finnum alltaf fyrir aukinni aðsókn geð- fatlaðra í meðferð á Vog um þetta leyti árs. Við eigum hins vegar erfitt með að hafa þá samvistum við aðra sjúklinga og þurfum því oft áð láta þá fara,“ segir Einar. Hann segir það gamla lögmálið um meiri hagsmuni fyrir minni sem þar ráði. „Þegar einn geð- sjúkur vímuefnaneytandi er far- inn að trufla svo meðferð fyrir mörgum öðrum er það ekki spurs- mál að hann þarf að víkja.“ Af þessu má sjá að þeir starfa með þessu veika fólki eru ráð- þrota. Þjóðfélagið virðist vera það líka. Á meðan kveljast veikir og aðstandendur þeirra. Víða má bet- ur gera í þjóðfélaginu og ekki síst í þessum málum. ■ Kæru í kynferðis- brotamáli vísað frá Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá kæru vegna sýknudóms Hæstaréttar í kynferð- isbrotamáli. Kæran var ekki talin tæk til efnismeðferðar. Akvörðunin er endanleg. Kært var að brotið hefði verið gegn tveimur greinum Mannréttindasáttmála Evrópu. dómsmál Einu umtalaðasta dóms- máli síðari ára á íslandi er nú formlega lokið. Mannréttinda- dómstóll Evrópu vísaði frá kæru konu sem taldi að ýmsar brotala- mir hefðu verið á málsmeðferð Hæstaréttar, þegar hann sýknaði fyrrverandi eiginmann hennar af ákæru um kynferðisbrot gegn dóttur þeirra. Maðurinn hafði verið dæmdur í 4 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur sneri dómnum við og sýknaði manninn 28. október árið 1999. Sif Konráðsdóttir, lögmaður kæranda í málinu, sagði að ekki væri um formlegan úrskurð Mannréttindadómstólsins að ræða heldur ákvörðun án raun- verulegs rökstuðnings. Dómstóll- inn teldi kæruna einfaldlega ekki tæka til efnismeðferðar og ekki væri hægt að áfrýja ákvörðun- inni, sem væri endanleg. Kæran hefði byggt á því að brotið hefði verið gegn tveimur greinum Manndéttindasáttmálans. Annars vegar sjöttu grein, sem fjallar um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og hins vegar áttundi grein- inni, sem fjallar um friðhelgi einkalífsins. „í refsimálum tryggir 6. grein- in vernd og réttindi þess sem er hafður fyrir sökum það er að segja sakborningsins," sagði Sif. „Ákvæðið er samkvæmt orðana hljóðan ekki að tryggja neinskon- ar réttindi brotaþola, sem er ekki aðili að sakamáli. Þannig að þetta var tilraun til þess að fá fram af- stöðu dómstólsins til þess hvort að í ljósi ýmiss konar réttarþróunar væri hægt að túlka þetta ákvæði þannig að það tryggði einhvers HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Sif Konráðsdóttir, lögmaður kæranda, sagði að fyrr á þessu ári hefði Hæstiréttur brotið blað í sögu sinni þegar hann hefði sjálfur tekið skýrsl- ur í máli sem snerti kynferðisbrot. Það hefði hann einnig átt að gera í máli stúlku gegn föður sínum árið 1999. konar vernd eða réttindi brota- þola líka.“ Sif sagði ástæðuna fyrir því að einnig hefði verið byggt á átt- undu greininni hafa verið tækni- lega. Það hefði verið tilraun til að koma málinu til efnismeðferðar hjá dómstólnum. Sif sagði að fyrr á þessu ári hefði Hæstiréttur brotið blað í sögu sinni þegar hann hefði sjálf- ur tekið skýrslur í máli sem sner- ti kynferðisbrot. í því máli hefði maður verið sýknaður tvisvar í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn ungum frænda sínum. Hæstiréttur hefði síðan snúið dómnum við og sak- fellt manninn á grundvelli skýrslna sem hann hefði sjálfur tekið. Sif sagðist telja að Hæsti- réttur hefði einrtig átt að taka skýrslur í máli stúlkunnar gegn föður sínum. Því verið væri að fjalla um regluna um milliliða- lausa sönnunarfærslu. trausti@frettabladid.is Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar: Notaði ríkisflugvél í flokkserindum svíþjóð Sænska útvarpið skýrði frá því á mánudaginn að Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, hefði notað flugvél ríkis- stjórnarinnar til þess að fara á flokksfundi hjá sænska Sósíalde- mókrataflokksins. Meðal annars notaði Persson flugvél stjórnarinnar þann 4. apr- íl síðastliðinn þegar hann hélt norður til Kiruna til að ræða þar við flokksbræður sína á héraðs- þingi flokksins í Norrbotten. Stjórnarandstæðingar á þingi vilja vísa málinu til stjórnarskrár- nefndar til rannsóknar. „Rannsak- ið mig endilega," sagði Persson í London á mánudag, þar sem hann var staddur í heimsókn hjá Tony Blair forsætisráðherra. í sænska dagblaðinu Ex- pressen segist hann ekki geta gert greinarmun á því hvenær hann er forsætisráðherra og hvenær hann er formaður Sósíaldemókrata- flokksins. „Ég ferðast alltaf sem forsæt- isráðherra,“ segir hann. „Ilvar í HEIMSÓKN HIÁ TONY BLAIR Göran Persson, sem er hægra megin á myndinni, meiddist á öxl nýverið þegar hann lenti í /eiðhjólaslysi. Forsætisráðherra Breta bendir á meiddið. svo sem ég er staddur verður alltaf að vera hægt að ná í mig. Og ég verð alltaf að geta komist til baka, til dæmis til Stokkhólms." ■ Veiðiaukning milli ára: Minni aíli íjuni sjávarútvecur Fiskaflinn í júní síðast liðnum var nær 25.000 tonn- um minni en á sama tíma á síðasta ári. Veiði það sem af er árinu er þrátt fyrir það 222.000 tonnum meiri en fyrir ári síðan. Alls veiddust 146.992 tonn í síðasta mánuði en 1,4 milljónir tonna hafa borist á Iand það sem af er ári. Helstan samdrátt má rekja til minni þorskveiði en alls munar 6.000 tonnum á milli ára. Einnig dróst veiði á ýsu, grálúðu og kol- munna saman. Síldarafli jókst um fjórðung í mánuðinum og ufsaafli um 500 tonn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.