Fjallkonan


Fjallkonan - 31.05.1892, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 31.05.1892, Blaðsíða 1
IX. ár. Nr. 22. FJALLKONAN. Ársr. 3 kr. (J kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Reykjavík, 31. maí 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstríeti 18. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 4. mal 1892. Stjórnleysingjar og sósíalistar. Um undanfarin ár hefir lítið borið á stjórnleysingjum hér í álfunni, því það verðr varla talið, þótt einstaka sinnnm hafi heyrst talað um stöku illvirki, er þeir hafi framið. Enn hafi nokkrir ætlað að stjórnleysingjar væru fallnir úr sögunni, þá hefir þeim skjátlast. Stjórnleysingjar hafa nú i vetr og einkum í vor látið svo mjög til sín taka, að það getr enginn efi á því verið, að þeir eru með fullu lífi. Þeir hafa mest látið til sín taka á Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Belgíu; ekki hefir þó Þýskaland og Sviss farið algerlega varhluta af hreyfingum þessum, þótt minna hafi kveðið að þeim, enn í hin- um löndunum. — Hvergi hefir kveðið meira að óspektunum enn í Parísarhorg. Þess hefir áðr verið getið í Fjallk., að þeir gerðu hvað eftir annað í vetr tilraunir til þess að sprengja hús í loft upp með dýnamíti, og að einn af óaldarseggjum þessum, Ravaohol, væri handtekinn. Eavachol þessi hafði gengið vel fram í illtirkjum þessum, og búið til allmikið af sprengiefni. Hánn él- þjófr, og myrti fyrir nokkru auðuga ekkju og stal peningum hennar. Annaf maðr var og tekinn, Simon að nafni, ungr maðr enn gjörspiltr. Mál þeirra átti áð dæmá hinn 24. apríl. Dómararnir fengu hvert hótunarbréfið á fætr öðru, og degi áðr enn dómrinn var kvéðinn upp, var gérð tilraun til þess að sprengja upp veitingahús það, er Ravachöl var i, þegar hann var tekinn. Fimm menn særðust, og húsið skemdist mjög. Ætlað er að stjórnleysingjar hafi gert þetta fil'að skjóta dóm- endum skelk í bringu. Daginn eftir var Ravacbol dæmdr ásamt fylgifiskum hans. Ákærandi heimtaði, að hanh yrði til dauða dæmdr, enn kviðrinn dæmdi kann og Simon til æfilangs fang- elsis. Yar það tekið fram i dómnum, að hann væri ekki dæmdr fyrir morðið, því dómrinn i þvi máli ætti áð fara fram í hérað- inu þar sem morðið var framið, og þar mundi hann eflaust verða dæmdr til dauða. Dómf þessi vakti gremju mikla bæði í borg- inni Og annarsstaðar, og þótti mönnum svo sem kviðrinn hefði ékki þorað að kveða upp fyllilega harðan döm. — Stjórnleysingj- ar láta ekki skelfast. Segja þeir, að Eavachol hafi að visu ver- ið öruggr fylgismaðr stjórnleysis-kenningarinnar, enn húú muni standa jafnréttum fótum eftir sem áðr, þótt hann falli úr sög- unni. Sprengivélar hafa fundist á ýmsum stöðum í París og öðrum hæjum Frakklands. Um 100 stjómleysingjar hafa verið handteknir. í Ítalíu hafa og.ýmsar tilraunir verið gerðar til þess að sprengja hús upp, þótt fæstar hafi tekist. Eftir því sem frétst hefir, hefir stjórnleysingjum þó tekist að sprengja ráðhús- ið í Tarentuborg upp. Enginn maðr fórst þar. — í Liittich ætluðu stjórnleysingjár hinn 1. maí að sprengja tvö hús í loft upp og eina kirkju. Hún skemdist mjög. — Englendingar sleppa að mestu leyti við þetta, enda hafa stjórnleysingjar örugt hæli í Lundúnaborg, og vilja þeir því að öllum líkindum hlífa þeim, til þess að þeir verði eigi flæmdir á braut. Englendingar virð- ast þannig fylgja heilræðinu: „Heiðraðu skálkinn, svo hann skaði þig ekki“. Sósialistar héldu hátíð sína eins og vant er hinn 1. maí. Fór ált friðsamlega fram. Margir höfðu ætlað að það mundi verða róstusamt í Parísarborg, því sósíalistar hefðu ekki eins mik- inn beig af Louhet eins og Constans, enn það varð þó ekki af því. Sósíalistar segjast vera algerlega mótfallnir ofbeldisverk- um stjórnleysingja og enga hlutdeild hafa í þeim. Enda er stjórnleysingjum ekki miklu betr til sósíalista enn annara. Þeim þykir að sósíalistar séu of vægir í kröfum sínum og aðgerða- lausir. Sjálfir skirrast þeir einskis. — Sósíalistar flestir leitast eftir að fá þær endrbætr, sem þeir telja nauðsynlegar á lagaleg- an hátt. Þó er einn flokkr þeirra mótstæðr þessu; það er hinn nýstofnaði sósíalistaflokkr í Þýskálandi, „hinir ungu“. Stjórn- leysingjar réyna aftr á móti að fá vilja sínum framgengt með morðum, þjófnaði og ránum. — Eitt af aðalatriðum í kenningUm hvorratveggja er: jöfnuðr á eignum manna, eða sameiginlegr eign- arréttr. Eugen Richter, foringi hinna frjálslyndu á Þýskalandi, hefir fyrir nokkfu ritað skáldsögu um ríki sósíalista, eins og þeir vilja hafa það. Sýnir hann þár á ýmsan hátt hinar illu afleið- ingar áf afnámi éignarréttáríns. — Sósíalistarnir stofna alstaðar verkmannafélög til þess að halda verkmöhnum saman gagnvart verkeigendum. Félög þessi eru orðin kunn af hinum mörgu verkföllum. Þegar veTkmönnum þykir að krept sé að þeim, að launih séu óf lág éða að verkmönnum sé að einhverju misboðið, þá hætta þeir vinnu, og rcyna þannig til þess að neyða verk- eigendr til þess að uppfylla kröfur sínar. Stundum tekst þeim það, enn oftást verða þóir sökum fjárskorts að láta undan. Ein- att er það, að hvorirtveggja tiíða stórskaða, og það versta er það, að verkfállið verðr stundum til þess, að verkmenn við aðr- ar atvinnúgreinir, sem standa að einhverju leyti i sambandi við þá vinnugrein er verkfallsmenu hafa unnið við, missa atvinnu sína. Banmörk. Ríkisdagrinn á að byrja aftr fundi sína hinn 6. maí. Ekki ætla menn þð að þingtími þessi standi lengi. Hægri- menn og miðlunarmenn eru hróðugir yfir kosningarúrslitunum, og skora á fylgismenn sína að neyta sigrsins. Hörups flokkr og aðrir gainlir Vinstriménn segjast ekki munu örvænta þrátt fyrir ósigrinn. Nýdáinn er Holstein Holsteinborg greifi. Hann varð ráðgjafaforseti 1870, þegar Friis fór frá, og hélt því til 1874. Hann þótti ekki neinn sérlegr atkvæðamaðr, enn þarfr varð hann Dönum 1871, þegar í orði var að þeir hjálpuðu Na- poleoni, þvi honum var það að þakka, að eigi varð af því. — Ökumenn hafa heimtað hærra kaup af vagneigendum, enn var synjað, og hafa þeir því hætt akstri. Búist er þó við, að þeir byrji brátt aftr vinnu sína. — Yerkmenn við fríhöfnina hafa og fyrir nokkru hætt vinnu, og hafa verkmenn verið fengnir frá Svíþjóð. — Ríkisdagrinn veitti í vetr 250 þús. kr. til hlut- töku í Chicagosýningunni. Noregr. k fundi, sem haldinn var í Kristjaníu, var það sam- þykt að efna til almennra samskota í landinu til þess að byggja vikingaskip á sömu stærð og með sömu gerð eins og víkinga- skipið er fanst i Gokstad. Skipinu á svo að sigla til sýningar- innar i Chicago. Það er gert ráð fyrir, að það þurfi 60 þús. kr- til þessa. — Lars Oftedal prédikar daglega, og ekki vantar hann áheyrendr. Menn vænta að honum verði bannað að halda áfram prédikunum sínum. Þýskaland. Það er mælt að Rússakeisari muni heimsækja Yilhjálm II. á leiðinni hingað til Hafnar. Sagt er að hermála- ráðgjafinn ætli að segja af sér. — Vilhjálmr keisari þykir skraut- gjarn meira enn góðu hófi gegnir. Það hefir verið í orði, að hann mundi ætla að láta rífa niðr hús nokkur i grend við höll- ina til þess að fegra útsýnið, og jafnvel að hann hafi ætlað að láta búa til vatn í kring um höllina. í prússneska landdegin- um hefir þessu máli verið hreyft, og alstaðar mætt megnri mót- stöðu. Það héfir verið sagt, að það hafi átt að stofna „lotterí“ til þess að standast kostnaðinn. Samkvæmt nýjustu fregnum, hefir ráðaneytið i gær felt þessa ráðagerð. England. Hinn 27. apríl var frv. um kjörgengi ógiftra skatt- skyldra kvenna rætt í neðri málstofunni. Framsögumaðrinn rök- studdi það þannig, að öll sanngirni mælti með því, að ógiftar konur, sem væru skattskyldar, hefðu einhvern fulltrúa í þinginu. Hann sagði og að það væri engin ástæða til þess að banna þeim fremr kjörgengi í þingmálum heldr enn í sveitamálum. Gladstone var á móti frv. Hann sagði, að það væri hvorttveggja, að konur æsktu þess ekki sjálfar, enda þótti honum það ekki eiga við konur. Balfour var frv. hlyntr. Frv. var þó fclt með 175 atkv. á móti 152. Frakkland. Skjölum nokkrum hefir verið stolið úr herskjala- safninu. Þjóðverji nokkur hefir verið handtekinn út af því. Hinn 5. maí sendu Frakkar flotadeild til Dahomey. Foringinn heitir Dodds. ■— Kali er ennþá á milli klerka og stjórnar. Bis- kupinn í Nancy hefir sent út hirðisbréf, þar sem hann hvetr presta og söfnuði sina til þess að fylgja sinni eigin sannfæringu án tillits til stjórnar. Fleiri hiskupar hafa tekið í samastreng- inn. Stjórnin hefir bannað biskupum að láta halda æsingarræð- ur á móti stjórninni í kirkjunum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.