Fjallkonan


Fjallkonan - 11.07.1893, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 11.07.1893, Blaðsíða 1
Nr. 28. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Skrifstofa og afgreiðsla: Þingholtsstr. 18. X. ár. FJALLKONAN. Auglýsingar o'dýrri enn í öbrum blöíum. Reykjavík, 11. júlí 1893. Dppsöp skrifleg fyrir 1. oktober. Ósanngjarn mismunr. Eftir Sigwrð Sigurðsson. Það er fóst regla hér á landi, að gjalda konum miklu lægra kaup enn karlmönnum, oft þremr eða fjórum pörtum lægra. Enn slíkt er jafnaðarlega mjög ranglátt gagnvart gagnvart kvenmanninum, því vinnumunrinn er ekki ávalt næsta mikill. Kvenmenn ganga tíðast að sömu vinnu og karl- menn, og eru jafnan tíma við verk og stundum lengr. í eyrarvinnu í kaupstöðum ber kvenmaðr- inn oft á börum móti karlmanni, og getr þá eng- inn sóð neinn verulegan mismun á vinnu þeirra. Enn að kveldi fær hann sínar 3 krónur, enn hún 1 kr., eða rúmlega það. Að heyvinnu gengr kven- fólk jafnt karlmönnunum; það slær og rakar á víxj eftir veðri, og sumstaðar er því sýnd sú ónærgætni, að það er látið raka i hvaða veðri sem er. Enn að raka ijá (slægju) í regni á blautri jörð er versta vinna. Ef nauðsyn krefr að raka í regni, ættu karl- menn að bera ofan af fyrir stúlkurnar, enn láta þær ekki einar bæði raka upp heyið og bera það til. Enn það er ekki nóg með það, að kvenfólkið gengr út og inn með karlmönnunum. Þegar vinn- unni er hætt og komið er heim, bætist við það að draga vosklæðin af karlmönnunum og hirða þau. Enn þeir þakka sínum sæla, að komast í rúmið sem fyrst, og heimta margir hverjir, að stúlkurnar þjóni þeim til sængr, leysi af þeim skóna, dragi af þeim brók og sokka, og jafnvel breiði ofan yfir þá sængrfötin. Því næst verða þær að hirða haminn af þeim og vaka oft við það fram á nótt, kaidar og votar. Að morgninum þykir sjálfsagt að þær fari fyr á fætr enn þeir, til þess að rétta þeim alt upp í hendrnar, brjóta sokkana á hæl, láta innan í skóna þeirra o. s. frv., og svo eru þakkirnar vana- lega aðfinningar og ónot. Það eru launin, sem þær fá fyrir ómök sín. Það heyrist á mörgum karl- monnum, að kvenmenn geri aldrei neitt, sem gagn sé að. Þeir hinir sömu ætlast víst til, að þær rói á vertíðum, ferðist einar með langar lestir, risti torf og fleira þess konar. Enn nú vill svo vel til, að kvenmenn hafa gert alt þetta og leyst það vel af hendi. — Enn gæti þeir þess, er aldrei þykjast sjá neitt liggja eftir kvenfólkið, að mörg störf þeirra eru þannig vaxin, að karlmenn hvorki fást til að gera þau, og geta það heldr ekki svo í lagi fari. Enn þótt nú konur taki ekki jafnan þátt og karl- menn í ýmsum stórvirkjum, þá vinna þær það upp á annan hátt. Það ber mjög oft við, þegar karlmenn slóra iðju- lausir og reika út og inn, að kvenfólkið er við vinnu sína, og ber einkum tvennt tií þess: það er til jafn- aðar vinnusamara enn karlmenn og hlýðnara hús- bændum sínum. Og í öðru lagi er störfum þess þannig háttað, að þær hljóta að vinna þau á þeim tíma, sem karlmenn hafast lítið að. Þegar því á alt er litið, er mismunrinn á vinnu karla og kvenna oft ekki næsta mikill, og störf konunnar jafnþýð- ingarmikil og karlmannsins. Það sitr því illa á því fyrir karlmönnunum, að miklast svo mjög af störfum sínum, enn lítilsvirða alt er kvenfólkið ger- ir. Þeir geta naumast verið án aðstoðar kvenfólks- ins, fremr enn þær án karlmannanna. Er því rótt- ast og sjálfsagt, að kvenfólkið njóti sannmælis; það má ekki minna vera. Af þessu, sem tekið hefir verið fram sést, að mismunrinn á kaupi karla og kvenna er voðalega ranglátr, og er kominn tími til að breyta því. Það er nógu lengi búið að stela af kvenfólkinu, þó því sé nú hætt. Vinnuveitendr geta gert mikið til að koma jöfnuði á i þessu efni, enda liggr þeim það næst. Þegar vistarbandið verðr rýmkað, er sennilegt, að þetta lagist. Einnig eru líkindi til, að þá fáist meiri jöfnuðr á öll vinnulaun; mönnum verði þá goldið eftir dugnaði og verðug- leikum, enn ekki eins og nú er, að slóðar beri jafnt úr býtum og sá duglegi. Það er einmitt mjög ranglátt, hve lítill munr er oft gerðr á dugnaðar- manninum og slóðanum. Liggr það að nokkru leyti í því, að oft er samið um kaupið fyrirfram, áðr maðrinn er reyndr. Enn það ætti að fara varlega í það. Duglegum mönnum, bæði körlum og kon- um, er sjaldan goldið eins og vert er. Aftr fá hin- ir lélegri og ónýtari hærra kaup, enn þeir eiga með róttu, borið saman við þá duglegri. Enn það hefir mikla þýðingu, að mönnum só goldið eftir verkum þeirra; það er atriði, sem vert er að veita athygli. Mannúðin og róttlætistilfinningin krefr þess, að ein- um og sérhverjum sé goldið eftir hans verkum. Alþingi n. Skrifstofustj óri alþingis er yfirdómari Jón Jens- son. Fjárlaganefnd: Skúli Thoroddsen, Jón Jónsson fiá Múla (fyr á Keykjum), séra Þórarinn Böðvars- son, Jón Jónsson frá Bakkagerði (fyr á Sleðbrjót), Bogi Melsteð, Jón próf. Jónsson, Jón Jakobsson (form. Þór. Böðvarsson, skrifari Skúli Thoroddsen). Keikningslaganefnd: Ólafr Briem, Ghiðlaugr Guðmundsson og Einar Jónsson. Aukatekjur (stj. frv.). Nefnd: Kristján Jónsson, Þorkell Bjarnason, Þorleifr Jónsson, Sigurðr Ste- fánsson, Guðjón Guðlaugsson. Alþingiskosningar (stj. frv.). Nefnd: JónHjalta- lín, Einar Ásmundsson, Guttormr Vigfússon. Grjaldþrotaskifti (stj. frv.). Nefnd: L. E.Svein- björnsson, Einar Ásmundsson, Kristján Jónsson, Þorleifr Jónsson, Guttormr Vigfússon. Þjórsárbrúin (stj. frv.). Nefnd: Guðlaugr Guð- mundsson, Þórðr Guðmundsson, Þorlákr Guðmunds- son. Leysing vistarbands (lausamenskufrv. stj.). Nefnd:

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.