Fjallkonan


Fjallkonan - 11.07.1893, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 11.07.1893, Blaðsíða 3
11. júlí 1893. FJALLKONAN. 111 xniðr. Þessu til sönnunar eru mörg dæmi, sem of- langt yrði hér upp að telja. Fyrir utan það, að stúlkunui er fyrirmunað af almenningsálitinu að biðja sér manns, er hún oft ekki sjálfráð að pví, hverjum hún tekr. Foreldrar og vandamenn vilja ráða. og ráða þar oft mikiu, og ef til vill öilu. Á stúikan ’það því oft nndir öðrum, hver verðr hennar eigmmaðr; hlýtr þvi tíð- um þann, er hún hefði alis ekki kosið, hefði hún verið einráð um valið. Enn það er ranglátt að þröngva stúlkum til að eiga þá menn, er þær ails ekki vilja, eiga þá menn er þær alls ekki geta elskað. Enn þetta stafar af því, að þær ekki biðja sér manna, jafnt sem karl- menn kvenmanna. Engin heiðvirð stúlka vili stofna mannorði sínu í hættu fyrir þessa sök; enn allir verða þó að viðrkenna rétt þeirra í þessu efni. Þessi óvani má því ekki iengr eiga sér stað; kon- ur eiga jafnt sem karimenn að nota rétt sinn í þessu efni. Mundu þá ótai fleiri hjónabönd favsælli enn nú genst. Enn sambúð hjónanna hefir ákaf- lega mikii áhrif á heimilislífið, enn heimílislífið verkar á þjóðlífið. Gott heimilislíf er undirstaða undir hagsæld og velferð þjóðarinnar. Til Norðrijússins. Þótt réttast hefði verið, að avara ekki hinni síðustu árás Norðrl. á mig öðru vísi enn fyrir dómstólunum, verð eg að benda stuttlega á, hve samvizkusamlega pessi grein í 19. tbl. Nl. er rituð, og hve meðalavandr ritstjórinn er. Greinin á að vera rituð út af fáeinum línum sem stóðu i 28. tbl. Fjallk.: „ Til blaðakaupenda'1. Norðrlj. tekr það fram tví- vegis, að greinin sé ,ávarp til kaupenda Fjallkonunnar’ (!) ,og ‘segir, að eg bregði þeim undantekningarlaust um óskilsemi, segi aðjþeir bregðist reiðir við, ef þeir sé krafðir borgunar á Fjallk.('!) o. s. frv. Þetta séu þakkirnar til þjóðarinnar fyrir að hún hafi •keypt Fjallk. í nærfelt 10 ár (!!) Nú sér hver heilvita maðr, sem les greinina í Fjallk., að hún er ekki stíluð til kaupenda Fjallk., heldr allra blaðakaupenda eins og fyrirsögnin sýnir, og þá einnig kaupenda Norðrljóssins. Það fer lika bvo fjarri, að blaðakaupendum sé í þessari grein brugðið um óskilsemi, að þeim er að eins vinsamlega ráðið til að sýna aldrei óskilsemi í blaðakaupum. Enn höf. í Nl., sem mun vera Tuddinn, hérvillingrinn, sem aldrei hefir getað litið nokkurn hlut réttu auga og aldrei óskakt spor stigið á sínum sauruga lífsferli, hefir annaðhvort lært að lesa eins og andskotinn les biblíuna, eða hann er svo samvizku- laus, áð hann skeytir ekki um þótt hann fari með visvitandi ósannindi frammi fyrir almenningi, ósannindi, sem hver maðr getr kastað aftr framan i óþokkann. Það, að Fjallk. hefir þrifizt í 10 ár og náð þeim kaupenda- fjölda, að ekkert ísl. blað hefir fengið svo marga kaupendr á jafnstuttum tíma, sannar það bezt, að illkvitnisdylgjur höf. um Fjallk. eru jafn-ósannar sem hitt. Meðan Norðrljósið hefir ekki afrekað meira enn það hefir enn þá gert undir hinni nýju ritstjórn, þótt ailir viti að það er margalinn dilkr, sem daglega sýgr móðurina, finn eg mér óskyit að svara spurningum þess um stefnu blaðs míns eða gagn það sem það kann að hafa unnið í þau 10 ár, sem það hefir komið út, og legg það undir dóm réttsýnni og óhlutdrægri manna enn þeirra, sem halda uppi Norðrljóss glórunni. Ritstj. Norðrlj. hefir nú hvað eftir annað flutt nafnlausar niðgreinar um mig og blað mitt;, honum er velkomið, siðprýðis- manninum, að halda þeim drengskap áfram, enn svo ærlegr vil ég vera, að vega ekki að honum í launvígi. Vald. Asmundarson. „Lögberg" kemst svo að orði út af gremiuni „í- skyggilegr faraldr“ í Nordrljósinu, sem Fjallk. ritaði á móti: „Eitt Reykjavíkr blaðið (Norðrlj.) gerir dómadags. númer út af sárfáum glæpum, sem einstakir meiui hafa framið, og telr þá siðspilling hjá þjóðinni, Enn þessu sama blaði þykir það lofsvert, að á 2. hundrað marms taka sig saman um að hafa í frammi ofbeld- isverk við 2 menn. Og þó er það margfalt varhugaverðara í rauninni heldr enn glæpirnir, sem blaðinu stendr svo mikill stuggr af. Því að þeir giæpir sýna ekkert annað enn það, að einstakir menn hafa látið bugast fyrir illum freistingum. Enn samblástrinu í Reykjavík sýnir fyrirlitniag hjá fjölda manna fyrir lögunum og ský- iausum réttindum eiustakra manna. Og skörin kemst upp í bekkinn, þegar einmitt þau blöð, sem setja sér það mark og mið að vera formæl- endr siðgæðisins meðal þjóðarinaar, fara að haida slíku fram sem Iofsverðu. Þegar svo er komið, er óhætt að segja, að réttarmeðvitund þjóðarinnar sé í hættu stödd“. Palladóma um alþingismenu hefir Fjalik. flutt tvisvar sinnum, sumarið 1885 og aftr 1886. Þótt þessir dómar hafi misjafnlega tekizt, mun mörgum hafa þótt þeir skemtilegir. Nú eru allmargir nýir þiugmenn komnir til sög- unnar, og ætlar Fjallk. að flytja stutta „palladóma“ um þá að loknu þingi, og ef til vill um alla þing- meunina. Yíkingaskipið norska var komið ®/4 hluti vegar yfir Atlantshaf, er síðast fréttist til þess, og hafði ferðin gengið ágætlega. Tvisvar hafði það hreppt storm, enn það þoldi sjóinn veí. Landsytirdómriim kvað í gær upp dóm í máli því, er höfðað hafði verið gegn sóknarnefndinni í Holtastaðasókn fyrir að hún hafði ekki hlýönast skipunum yfirboða sinna um undirbúning tii kirkju- byggingar. I héraðsdómi höfðu sóknarnefndarmenn verið dæmdir í 20 kr. sekt hvor og málskostnað. Landsyfirdómr staðfesti héraðsdóminn. Dæmt var einnig sifjaspellsmál úr Mýrasýslu, Þiðriks Þorsteinssonar á Hávafelli og Guðrúnar stjúp- dóttur hans. Var Þiðrik dæmdr sýkn af hegningu, af því að hann hafði neitað, að hann væri faðir að tveimr að þeim börnum, sem Gruðrún hefir kent honum, enn þótt hann gengist við faðerni þriðja barnsins, sem fæddist 1872, fellr hegningin niðr fyrir það. Gruðrún var dæmd í fjögra mánaða fangelsi fyrir að hafa feðrað rangt. Prestkosning fór fram í Holtaþingum 29. júní Þar var kosinn Ófeigr Vigfússon með 42 atkv.; kand. Grísli Kjartansson fékk 18. Prestakall veitt 30. júní: Þönglabakki kand. Sig- urði Jónssyni, samkv. kosniagu safnaðar. Páinn 3. júlí að Kiðjabergi í G-rimsnesi frú Ingi- björg Elísabet Gunnlaugsdóttir, ekkja Þorsteins Jónssonar kanseliíráðs, sem dó í vor, enn dóttir GunnJaugs Oddsens dómkirkjuprests í Reykjavík (ý 1835). Frú Ingibjörg var merkiskona mikii og valkvendi. Prestastefna (synodus) var haldin 4. júlí, og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.