Fjallkonan


Fjallkonan - 08.12.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.12.1898, Blaðsíða 2
189 FJALLKONAN. XV. 48 Fortakslaust skilyrði fyrir því, að ég geti lagt með frumvarpi til staðfestingar, er, að þar sé 5. gr. uppkastsins; sú grein er jafn-nauðsynleg, hvort heldur er sérstakur ráðgjafi eða ekki. Úr því að ráðgjafinn á að mæta á alþingi og eiga þátt í umræðunum, verður hann auðvitað bæði að skilja íslenzku og geta talað hana, en það verður í framkvæmdinni sama sem að hann má til að vera íslendingur. En það er ekki hægt að hafa það í lögunum, að hann skuli vera „íslend- ingur“; konungurinn verður að hafa stjórnlagalega heimild til að kjósa sér hvem þann mann til ráð- gjafa fyrir ísiand, er hefir það til að bera, sem fyrir skilið er til þess að hafa á hendi embætti i ríkinu“. Af þessum bréfköflum má sjá, að ráðgjafinn álítur að íslands ráðgjafinn eigi að vera skyldur að mœtaá alþingi og að hann eigi að geta skilið og tal&ð ís- lenzku eða með öðrum orðum vera Islendingur. Hefði þingið haft fyrir sér þetta ráðgjafabréf, mundi frumvarpið að líkindum hafa fengið öðru vísi undirtektir á þingínu, því ráðgjafabréfið skýrir tvö höfuðatriði, er hafa orðið að miklu deiiuefni bæði innan þings og utan. Alþýðlegar íræðigreinir. Bak teríur. FJestir hafa heyrt getið um bakteríur, lesið um þær í blöðum eða timaritum og séð að þeim er oft kent um sjúkdóma og dauða manna, en mörgum mun þó vera óljóst um þessar smáverur að öðru leyti. Af því að b-ikteríurnar hafa svo mikla þýð- ingu í lifl voru, að kalla má að lífsheill vor sé að mörgu leyti undir þeim komin, þykir líklegt að al- menningur geti haft gsgn af að fræðast dálítið um þær, og kemur hér því stutt grein um það efni. Hvað eru bakteríurf Bakteríur eru örsmáar jurtir, sem lifa á öðrum jurtum eða dýrum eða í efnum, sem eru komin af jurtum eða dýrum (organiskum efnum). Þær eru alment nefndar ýmsum nöfuum (baciller, mikrober o. s. írv.), en bakteríur er venjulegasta nafnið. Bakteríufræðin og viðgangur hennar. Bikteríufræðin er komin upp á síðari hluta þess- arar aldar. Fyrir 1850 vissu raenn ekkert um bak- teríur. E>að vóru &ð eias einstakir visindamenn, sem höfðu grun um að til væru smáar lífsverur, sem væru undirrót rotnunar og sjúkdóma o. s. frv. Louis Pasteur. Höfundur bakteríufræðinnsr og fremsti maður í þeirri grein til þessa tíma er Loais Pasteur(les: lú-í pas-tör). Upphaf og framför bakteríufræðinnar er samvaxin lífsstarfi hans. Pasteur gerði iýðum Ijóst, að bakteríurnar eru hvarvetna í kringum 03s, og að frá þeim stafar öll rotnun, súrnua, gerð í ýmsurc efnum, (t. d. öli), mygla o. s. frv., og að hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að verjast bakteríunum. Honum tókst þannig að geyma kjötseyði o. fl. árum saman án þess það úldnaði eða skemdist. Honum er að þakka að menn geta nú geymt kjöt og ýms önnur matvæli árum saman án þess þau skemmist. Seinna fann Pasteur orsakir til tveggja bakteríu- sjúkdóma, sem lá við sjálft að eyddu silkiorminum og þar með öllum silki-iðnaðinum í þeim löndum, þar sem silki er ræktað, svo sem einkum á Frakk- landi, Ítalíu o. fl. löndum suður-Evrópu og nokkur- um hluta Asíu. En Pasteur fann varnarráð gegn þessum sjúkdómum, svo að þeim varð útrýmt á stuttum tíma úr öllum silkilöndunum. Það hefir verið sýnt með tölum, að Pasteur hafi með þeirri uppfundningu einni áunnið föðurlandi sínu meira enn 5000 miljónir franka, eða meira enn alt það fé sem Frakkar greiddu Þjóðverjum í hernaðarbætur eftir ófriðinn 1870—71. Loks fann Pasteur að margir aðrir sjúkdómar stafa af bakteríum, svo sem miltisbrandur, svína- sýki, hænsakólera, lungnasýki, vatnsfælni o. fl. En hann lét ekki þsr við Ienda, heldur fann hann ráð- ið við öllum þessum sjúkdómum, bólusetningar, og með þeim bjargaði hann frá dauða dýrum og mönn- um þúsundum saman. í suður-Evrópu er vatnsfælni tiður sjúkdómur og banvænn, en nú eru þar reistar margar lækningastofnanir til þess að ráða bót á hon- um með bólusetningar-aðferð Pasteurs. Svo telst til að síðan 1880 til þessa tima (1898) hafi tekist að bjarga lífi 30000 manna með fundningu Pasteurs, sem annars hefðu dáið kvalafullum dauða. Margt mætti fleira segja um æfistarf bins mikla meistara, svo sem fundningar, sem snerta tilbúning á öli, víni, ediki o. fl., og ekki sízt um það, hvernig hann hefir lagt nýjan grundvöll til heilsufræðinuar og meðferðar sjúkdóma, svo sem meðferðar á sárum, svo að nú er hægt að lækaa ótölulegan fjölda manna, sem áður urðu ekki læknaðir. En þetta er nóg til að sanna, að varla hefir nokkur maður uppi verið, sem mannkynið hefir jafnmiklð að þakka sem Louis Pasteur. Eftirmenn Pasteurs. Margir hafa gengið í spor Pasteurs, og hver upp- fundning hefir rekið aðra, svo að bakteríufræðin er orðin mjög víðtæk vísindagrein og helzta máttarstoð læknislistarinnar og hins efnafræðilega iðnaðar. Það hefir komið i ljós um fleiri og fleiri sjúkdóma, &ð þeir stafi af bakteríum. Þannig hefir þýzkur læknir Robert Kock sannað, að svo er um kóleru og lungnatæringu, og ýmsir aðrir læknar hafa kom- ist að hinu sama ura ýmsar hitasóttir (febra), „dif- teritis“, heimakomu og marga fleiri sjúkdóraa. Eftir- menu Pasteurs hafa líka reynt að finna meðul gegn þessum bakteríusjúkdómum, þótt þeim hafi enn lítið áunnist í því í sam&nburði við hann. Vér getum þó vænzt þess, að þeir tímar komi, að menn geti að miklu leyti komið í veg fyrir eða jafn- vel læknað alla b&kteríusjúkdóma. Mikið hefir þegar áunnist. Það hefir nú tekist að vinna bug á ýmsum kírúrgiskum bakteríusjúkdómum, sem áður vóru tíðir, ! jafnvel heimakomu og barnsfarasótt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.