Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 2
10 NORÐURLJOSIÐ. Flest geta menn »dubbað upp« á þessum dög- um. Sparnaðurinn, sem neyðin kendi mönnum að viðhafa á stríðsárunum, hefir orðið til þess, að menn finna upp allskonar ráð til þess að gera við og bæta verkfæri eða áhöld, sem nokkur möguleiki er til, að geti orðið nothæf aftur. Tepotturinn gamli var einu sinni skínandi fallegur og prýddi borð einnar hefðarfrúar, er hún tók á móti heiðursgestum. En smásaman slitnaði silfrið af honum og rispur sáust hjer og þar, og fengu þá stúlkurnar að nota hann í eldhúsinu. Árin liðu, og tepotturinn varð svo gamall, að hann var látinn í ruslakompu ásamt mörgu öðru. Par lenti ýmislegt ofan á hann og beyglaði hann enn meir. Einn dag kom einhver auga á hann og hugsaði með sjer, að hann væri ef til vill þess verður, að láta gera við hann. í London eru verksmiðjur, sem taka að sjer við- gerð á slíkum hlutum. Afgreiðslumaðurinn fer með liann til gamals verkamanns og lætur hann athuga hann vel. Hann kveður upp þann úrskurð, að það sje gott efni í tepottinum, og að það muni borga sig að gera við hann, — þrátt fyrir útlit hans. Fyrst er hann látinn í heitan pottöskulög, til þess að leysa öll óhreinindi brott; því næst í sterka sýru, til þess að nema ryðið í burt. Pá kemur hann í hendur hagleiksmanns, sem gerir við hann þar sem hann er beyglaður og lóðar alla Ieka. Pá tekur annar maður við honum og nemur burtu allar rispur og fægir hann, uns hann er glersljettur. Þá er hann hreinsaður aftur og látinn í silfurlög, sem rafmagn fer um. Kemur hann upp úr þessu baði skínandi hvíiur innan og utan, því að hann er alþakinn hreinu silfri. Pá er ekkert annað eftir en að fægja silfrið og tepotturinn er aftur orðinn skínandi fagur hlutur, — prýði í hvaða samsæti sem vera skal. En hvílíkur munur! Pað er varla hægt að vita, að þetta er sami tepotturinn. Oft kemur það fyrir, að menn verða fyrir þeirri freistingu, að halda að lífið sje einskisvert, að þeím hafi mistekist að ná takmarki lífsins og að þeir sjeu framvegis til einskis nýtir. Peir gefast upp, leggja árar í bát og lifa framvegis andlausu lífi, sem hring- snýst eingöngu um líkamlegar þarfir þeirra, meðan þeir bíða, hálfvonlausir, eftir — endanum. Glæsilega byrjuðu þeir lífið, en smásaman hefir allur glans máðst af því, og rispur og beyglur hafa afmyndað bæði líkama og sál. Peir eru komnir eins og í ruslahaug lífsins. í raun rjettri hlýtur sjerhver rjettsýnn maður, sem enn þá hefir ekki endurfæðst fyrir lifandi trú á Krist, að kannast við, að þetta sje ástand hans, þó að hann sje ekki eins illa útleikinn í baráttu lífsins eins og margir aðrir, — að minsta kosti ekki á yfir- borðinu. Syndin hefir gert hið mikla og dásamlega verkfæri, — mannsandann, — óhæft til þjónustu Guðs. En sá er til, sem getur endurnýjað hið syndum- slitna líf. Drottinn Jesús Kristur bæði getur það, og vill gera það. í dæmjsögu vorri var tepotturinn endurnýjaður að utan. En aðferð Drottins Jesú við mannssálir er að endurnýja þær að innan. »Yð- ur ber að endurfæðast«, sagði hann. Nýtt líf, nýjar tilfinningar, nýjan hugsunarhátt öðlumst vjer, ef vjer leitum hans af einlægni. »Hið gamla varð að engu. Sjá, það er orðið nýtt!« sagði Páll postuli, sem þekti það af eigin reynslu. »BIóð Jesú, sonar Guðs, hreinsar oss af allri synd,« er það fyrsta, sem hin iðrandi sál þarf að læra. Pví næst felur hún sig í hendur hans, sem tekur að sjer að Iagfæra alt, sem bogið er og beyglað í anda vorum, og íklæðir oss rjettlæti hans. Kristur sagði oss dæmisögur um sauð, sem týnd- ur var, um pening, sem týndur var, um son, sem viltist burt frá heimili sínu, og um mann, sem fjell í hendur ræningjum, til þess að sýna, að hann væri kominn »til að leita að hinu týnda og frelsa það«. Enginn þarf að örvænta, hvorki ungur nje gamall. Komum öll og leitum frelsarans af einlægum ásetn- ingi, þá mun hann taka oss að sjer og gera oss- að »nýrri sköpun«. Saga Páls Kanamoris. ÍI. Pað er skoðun mín, að þessir fjörutíu ungu fjelagar mínir hafi ekki mist neitt við ofsóknirnar, sem þeir urðu að þola fyrir Krist. Peir unnu allir »meira en sigur«. í borginni Kyoto er hinn fyrsti kristilegi háskóli, sem stofnaður var í Japan. Jósef Neesima, mikill guðsmaður, stofnaði hann árið 1875. a þeim tímum )á dauðahegn- ing við, ef nokkur Japani fór út úr landinu. En Neesima þorði að gera það og fór til Ameríku til að undirbúa sig undir starf sitt, árið 1804. Eftir tíu ár kom hann aftur til Japan og stofnaði háskólann ári seinna. Margir af þessum kristnu drengjum gengu undir eins í þennan háskóla. Fimtán af þeim gátu haldið náminu áfram og tekið lokapróf. Var jeg einn þeirra. Við fór- um þá víðsvegar um Japan til að boða náðarboðskap Krists. Mjer er óhætt að segja, að flestir kristnir söfn- uðir í Japan voru stofnaðir af þessum ungu trúboðum. Eftir nokkurra ára starf, var jeg beðinn að koma aftur til háskólans og vera kennari þar. Meðan jeg var prófessor í guðfræðideildinni, kyntist jeg í fyrsta sinn »nýguðfræðinni« og »biblíu kritíkinni«. Sem guðfræðiprófessor las jeg auðvitað margar guð- fræðibækur, og meðal þeirra voru þýskar bækur um þessi efni. Jeg hafði verið uppalinn við mjög strangat kenningar og siðfræði. Pegar jeg las kenningar þessara makráðu guðfræðinga, fanst mjer jeg vera að koma úr kulda í hlýindi, og þær sýndust mjer mjög sanngjarnar. Mjer geðjaðist svo vel að þessum bókum, að jeg var bráðum aíveg hertekinn af röksemdum þeirra, og varð ákveðinn áhangandi hinnar »nýju« guðfræði. Jeg Ijet mjer ekki nægja að prjedika þessar kenn- ingar, jeg þýddi einnig bækur um nýguðfræðina á jap- anska tungu og gerði alt, sem jeg gat, til þess að ut-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.