Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 8
16 NORÐURLJOSIÐ. Góðar frjettir frá Kína. Jeg man eftir þvf, hve mikil sorg var í hjörtum trú- aðra manna í frjálsum söfnuðum á Bretlandi fyrir rúm- lega tuttugu árum, þegar fregnin kom um að Mr. og Mrs. Kingham, trúboðar í Kína, ásamt dóttur þeirra Grace, höfðu verið myrt af uppreistarmönnum, sem æddu um hjeraðið, þar sem þau störfuðu, og lífljetu alla útlendinga, sem þeir náðu í. Aðeins óljósar frjettir komu um það, með hvaða hætti þau höfðu mætt dauða sínum. Ávöxtur dauða þeirra kom fljótt í Ijós á Bretlandi, með því að margir nýir trúboðar gáfu sig fram til að fylla f skarðið, og menn stofnuðu kristilegan skóla fyrir kfnverskar stúlkur til minningar um dóttur þeirra, Grace Kingham, sem hafði þegar á ungum aldri snúið sjer til Drottins og var því viðbúin að fara hjeðan. Ávöxtur fórnar þeirra kom einnig f Ijós í Kína, með því að margir hafa snúið sjer til Guðs frá skurðgoð- unum síðan í sama hjeraði. En ekki sást beinn ávöxtur þess, að þau höfðu tekið á móti dauða sínum sem kristnum mönnum ber, því að menn vissu svo lítið um einstök atriði. En nýlega hefir brjef komið frá Miss F. L. Bergin, — sem er trúboði meðal kínveskra kvenna — sem sýnir, hvernig Drottinn gaf þjóni sínum náð til þess að vitna um hann jafnvel meðan verið var að grýta hann. Miss Bergin er systir Dr. Bergins, sem er forstöðumaður barnaheimilanna í Bristol, sem Georg Múller stofnaði. Brjef hennar er á þessa leið: »Við höfum haft andlega hátíð nýlega, með því að hlusta á söguna um mann hjer í borginni, sem Drott- inn leiddi á dásamlegan hátt »frá myrkri til ljóss, *- og jeg hefi ánægju af að miðla öðrum henni, meðan hún er mjer enn í fersku minni. Söguhetjan heitir Li, og hann starfar fyrir amerik- anska vini okkar sem umferðabótysali. Hann kom í lækningastofu okkar í fyrra vetur með litlu stúlkuna sína, enn þá sagði hann ekkert um sjálfan sig. Nýlega kom hann aftur og hafði þá drenginn sinn með sjer, með eyrnasjúkdóm. Rá fengum við að heyra hina dá- samlegu sögu. Hann sagði, að hann hefði þrisvar á æfi sinni orðið fyrir reynslu, sem hafði gagnger áhrif á hann og varð honum minnisstæð. Pegar hann var átta ára, var hann í hópnum, sem þyrptist utan um Mr, Kingham til þess að grýta hann. Hann sjálfur tók upp stein með báð- um höndum og kastaði á hann. Steinninn kom á fót- legg Mr. Kingham. Hann sá hann horfa til himins og segja eitthvað brosandi. Hann heldur, að það hafi verið á ensku, því að hann skiídi ekki orðin. Hann gekk svo nálægt Mr. Kingham, sem hann þorði, og hrópaði til hans: »Ertu ekki hræddur? Hví ertu svo sæll, meðan þeir eru að grýta big?* En þá bað Mr. Kmgham á kínversku máli: »Faðir, fyrirgef þeim, þvi að þeir vita ekki, hvað þeir gerah Drengurinn hafði tekið upp annan stein, en þegar hann heyrði þessi orð, Ijet hann hann falla til jarðar. Hann gleymdi aldrei dauðdaga þessa manns. Hann sá aðra menn deyja og hlustaði með athygli til að vita, hvort þeir töluðu nokkuð slíkt, en það kom aldrei fyrir. Hann spurði föður sinn, hvernig á þvi stæði, að þessi maður dæi öðruvísi en aðrir, en hann bannaði honum að tala um slíka hluti. Pegar hann var þrettán ára heyrði hann annan trú- boða halda útisamkomu. Hann heldur nú, að það hafi verið Mr. Price. Pegar hann var búinn, gekk drengurinn til hans og spurði frá hvaða landi hann hefði komið. Pegar honum var sagt það, spurði hann: »Ertu ekki hræddur? Veistu ekki að við Kínverjar grýltum einn af ykkur, svo að hann beið bana af? Hvers vegna prjedikar þú þessa kenningu?* Trúboð- inn svaraði: »Boðskapinn verð jeg að boða. Pó að þeir deyði mig, skiftir það minstu.« Petta hafði mjög mikil áhrif á drenginn. Seinna meir gekk hann í skóla í Hankow og var þar tvö ár. Pegar hann var 22 ára kom hann í sam- komusal amerísku trúboðanna hjer í borginni. Kínverji að nafni Wong var að prjedika og ræðuefnið var kross- festing Krists. Stuttu eftir að Li kom inn, hafði Wong yfir orðin: »Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera!« Ungi maðurinn varð mjög hrifinn, því að hann mundi eftir þessum orðum frá vörum Mr. Kinghams. Að samkomunni lokinni gekk hann til Wong og spurði, hver það væri, sem þeir voru að krossfesta og hvers vegna þeir gerðu það. Pegar hann heyrði, að Drottinp Jesús, sonur Guðs, hafði verið krossfestur fyrir hans syndir varð hann orðlaus og tárin runnu niður kinnar hans. »Hvað ætlar þú að gera?« spurði Wong. >Jeg ætla að fylgja Jesú!« svaraði hann ákveðið. Hann gekk heim og sagði foreldrum sínum frá hinni nýju gleði sinni. En faðir hans, sem var stór, hávax- inn maður, kastaði steinum á hann. Lenti einn steinn- inn á höfðinu og einn á líkama hans. En hann Ijet þetta ekki á sig fá. Hann keypti sjer biblíu og sálmabók og Ijet sjer ekki nægja að lesa minna en tíu kapítula úr biblíunni á hverjum degi, Faðir hans bannaði honum að hafa þessar bækur með sjer, en hann fó! þær undir treyju sinni. Loksins rak faðir hans hann út á götu, ásamt ungri konu hans og barni. Hann yfirgaf þannig ríkmannlegt heimili Og var algerlega fjelaus. Hann hafði ofan af fyrir sjer við skriftir, en Mr. Wong bað hann að selja bíblíur fyrir þá og nú er hann fullkomlega sæll í starfi sínu og boðar löndum sínum við hvert tækifæri »hinn órannsakanlega ríkdóm Krists*. Kona hans er hjartan- lega með honum í starfinu. Faðir hans hefir sjeð eftir því, að hann rak hann burt, og vill nú láta hann koma aftur og taka þátt í verslun sinni. En Li vill heldur halda starfi sínu áfram og vinna menn fyrir Krist. Hann heldur, að bæði faðir hans og móðir hafi snúið sjer til Krists, en þau hafa ekki ennþá gengið í söfnuðinn.* Pannig koma frjettir, eftir svo mörg ár, um ávöxt, sem þessi trúboði bar, um leið og hann Ijet líf sitt fyrir Krist. Aforðurljósið kemur út mánaðarlega, og verður 48 blað- síður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. og greiðist fyrirfram. Verð í Vesturheimi 40 cents. Ritstjóri og útgefandi: Arthur Gook, Akureyri. .. .............................mmmmmm............. Prentsmiðja Bjðrns Jónssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.