Heimskringla - 08.01.1919, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.01.1919, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. JANÚAR 1919 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA Eiríksjökull. FeríSasaga eftir Gm. Magnússon. [Eins og sikýrt var frá í síðasta blaSi, urðuim vér aS hlaupa yfir enn kaifla þessarar ritgerðar, af því hann barst oss ekki fyr en rétt nýlega. Kafli sá birtist 'hér á eft- ir.—Rits. ] Ráðið til uppgöngu. Það sem af var deginum hafði Eiríksjökull veriS skínandi bjartur og skýjalaus að kalla. Þó rak við og við hvítan skýhnoðm á blá- jökulkollinn, og lagði hann vest- ur af. Skriðumar undir Eiríksjökli eru ekki árennilegar, líklega um 1500 fet á hæð, snarbrattar og hömr- óttar, svo að 'þær minna nokkuð á Esjuna að framan. Á norð- vestur hominu stendur Eiríksnípa fram úr og er laus frá þeim að of- an srvo að skarð er á milli hennar og brúnanna. Hafði mér verið sagt, að þessar skriður væru mjög óvíða gengar, og jafnvel ekki nema á einum stað. Skriðumar blöstu við okkur alla leið neðam með Strútnum og upp yfir hraunð, svo að við höfð- um hið bezta tækfæri til að virða þær fyrir ökkur og sjá, hvar þær væru líklegastar til uppgöngu. Kom okkur öllum saman um, að ekki væri nama um einn stað að ræða. Er það lítið eitt sunnar en í miðjum skriðunum, milli Flosa- skarðs og Eiríksnípu, öðru hvoru rrfegin við djúpt gil, sem lækur hefir grafið. Völdum við syðri brún gilsms; enda sáum við síðar, að aðrir höfðu valið hana á undan okkur. Nú var alt eftir látið, sem við máttum við okkur losa, svo að við skyldum vera sem léttfættast- ir. Brekkan yfÍT Torfabæli var full-brött og .11, en smáræði töld- um við hana þó. Fyrir ofan hana tóku við melar imeð hægum halla og síðan feikna mikil urð, sem borist hafði fram úr gilinu, og í henni lækurinn, sem við gátum stiklað. Þá fór brekkan að þyngj- ast og eftir litla stund vorum við komnir að sjálfum fjallsrótimum. Nú tók fyrst að reyna á þolrifin. Oft hefi eg í fjöll gengið og mörg brekkan hefir erfið orðið á leið mmni, en þessi er þó ein sú versta. Að hún væri há og brött, gat eng- um á óvart komið sem horft hafði á hana eins lengi og við. En það sem gerði hana erfiðasta og ilt var að sjá fyrir, var það, hversu urðin vaT laus í henni. 1 hverju spori skreið grjóthraunglið undem fót- um manns, svo að ekkert varð úr skrefmu annað en erfiðið eitt. Var þá oft, sem öll urðm fyrir ofan sporið væri einnig að losna og mundi koma í fangið á manni, hrínda manni öfugum ofam og grafa mann þar liíandi. Við fór- um dreift í skriðunni, og gættum þess að vera sem sjaldnast beint hver upp undan öðrum, því að •töðugt hrundi grjót undan fótum okkar, sem gat orðið þeim að skaða, sem neðar gekk. Við höfðum kcwnið ökkur sam- an um það, að fara ekki geist og treyna kraftana sem lengst. Þessu varð þó ekki með öllu við komið í skriðunni, því að án erfiðismuna komst maður alls ekkert. Fann eg það nú brátt, a$ eg var ekki jafn- oli þeirra bræðra í því að ganga í fjöll. Þeir iðkuðu það daglega, en eg tæplega árlega. Auk þess höfðu þeir létta íslenzka leður- skó á fótum, en eg þung og þykk ferðastígvél. Aldursmunur var og nokkur, því að eg var 25 árum eidri en sá eldri þeirra, og vafa- huist hefir margt orðið til að kippa úr mér þrótti. Eg mæddist mjög í brekkunni og svitnaði ákaflega, svo að eg þurfti oft að hvíla mig. Snmt sóttist mér ferðin svo, að ekki var eg þeim enn til teljandi tafar, enda lagði eg nokkuð harð- aea að mér, en eg mundi hafa gert ef eg ’hefði verið einn saman. Við þræddum gilbarminn, því að þar var brekkan þó hægust. Skjól var alveg í skriðunni og steikjandi sólskin, en jafna var dálítinn sval- an súg að fá upp úr gilinu, því að þar voru stórir skaflar. Brúnin efsta var bröttust, svo að við lá, að neyta þyrfti anda og fóta. Þegar upp á hana var komið, hvíldum við okkur vel, nutum út- sýnisins, er nú var farið að verða all-míkið og fagurt, og létum norðansvalann, sem rann með brúnunum, leika um okkur. Gilið náði lengra inn í fjallið en brúnin, sem við vorum nú staddir á. Var það hömrótt og illúðlegt í meira lagi. Steyptist lækurinn ofan í botn þess í háum fossi. Ann- ar foss lítill en einkar fagur, steyptist fram af brúninni skamt fyrir sunnan okkur, en ekki hafði hann enn megnað að grafa sér annað eins gil og sá nyrðri. 1 skriðum þessum er alstaðar móberg undir, en grágrýtisurð of- an á. Kdmur móbergið fram í hömrunum og er þar mjög vind- rifið og afal-ilt umferðar. Grá- grýtið (dólerít) þekur alt fjallið hið efra og nær alstaðar fram á brúnirnar. Klofnar það og hryn- ur niður, eftir því sem móbergið eyðist undan því. Af þessum or- sökum eru hinar hvössu brúnir og bröttu ákriður undir Eiríksjökli. Framh. á 7. bls. Riss. Eftir Pálma. Fundarsalur Y.M.C.A. bygg- ingarinnar í Baltimore var troð- fullur. Þar voru ekki sæti fyrir alla. Margir stóðu því til hliðar í salnum. Hinn frægi einsöngvari Bandaríkjanna, Mr. Miller, hafði sungið og eftir. hið ákaflega lófa klapp ifrá áheyrendunum varð þögnin næst um því óþolandi. Mr. Mayladt, einn alf meðlim- um Y.M.C.A., klæddur herþjón- ustu búningi félagsins, sté loks upp á ræðupallinn. Hann er lítill maður Vexti og þó hann sé tæp- lega eldri en 'hér um bil 35 ára, er andlit hans svo hrukkótt og þunt, að mér fanst bezt að horfa niður 'fyrir fætur mér, til þess að ræða mannsins nyti sín betur í huga mínum. En Mr. Mayladt var ekki langorður, og þar eð hann talaði eins ótt og hjálpræðishers- kerling, sem hefði lært þuluna "utan bókar”, fékk eg alls engan “ríg" í hálsinn við það að lúta niður á meðan á slagveðrinu stóð. Hann haifði sagt, að sig fýsti að vita, hve margir af þeim, er væru saman komni r í sal Y.M.C.A., væru fæddir í öðrum löndum, eða útlendir í Bandaríkjunum. Hélt hann því fram, að slí'kt gæti og komið að liði fyrir útlending- ana, því um leið vildi hann gera þá kunna hinum heiðruðu félags- bræðrum sínum og löndrnn.—Var svo gengið á milli bekkjanna, og þeir, sem ekki voru fæddir í Bandaríkjunum, voru beðnir að flytja sig inn að ræðupallinum. Og þangað söfnuðust um 20 menn og meðal þeirra var eg. Mr. May- ladt leit yfir hópinn, og mér fanst hver lína í andlti hans dragast saman í orð, sem þýddu, að þetta væri sannarlega mislitur og grun- samlegur hópur. Loks námu augu haus staðar á manni, sem stóð utarlega í hópn- um. Það var miðaldra Kínverji, álíka stór og Mayladt og að sama skapi Ijótur. "Hvaðan ert þú þama, svarthærði maður?” og rödd Mr. Mayladts var líkust því hljóði, er verður þegar vindbelg- ur springur. Maðurinn ættfærði sig með þeirri dæmalausri lotn- ingu, og svo samvizkusamlega, að það var eins og hann óttaðist að verða hengdur, ef eitthvað vant- aði á “þuluna”, og mér fanst rödd hans og framburður minna mig á mann, sem er að reyna að fylla rifinn vindbelg með lofti. Mr. Mayladt leit kímnislega yf- ir áhorfendur salsins og sagði svo til Kínverjans: “Komdu hérna upp á pallinn, félagi, og talaðu fáein orð á þínu móðurmáli til | fólksins, srvo kostur sé á því að j heyra hljóm kínverskru tungunn- ar.” Kínverjinn leit í kring um sig, eins og hann fýsti að komast hjá því að fullnægja tilmælum Mr. Mayladt. En að lokum sté hann upp á ræðupallinn og stóð þar um stund niðurlútur. Og svo byrjaði hann á því, að gefa ein- hver sundurslitin hljóð frá sér. “Hærra,” var hrópað framan úr salnum. “Hærra,” endurtók Mr. Mayladt og klappaði á öxlina á Kínverjanum. "Láttu þá heyra kínverzkuna þína.” Og svo brosti Mr. Mayladt svo að djúpu hrukk- urnar (er áttu upptök sín út frá nasaholunum) urðu eins og ið- andi angar á hálfdauðum fjöru- krabba. Og það var hrukka við hrukku alveg út að eyrunum, sem voru einkennilega Ktil, en sem bættu stærðina upp með því að þau stóðu beint ut og enduðu með óvenjulega þunnum oddum. Kínverjinn rétti dálítið úr sér og svo hvissaði hann einhverjum orðum frá sér um stund og svo steinþagði hann og gaut aug- unum í allar áttir. v "Ha, ha,” heyrðist framan úr salnum. "Ha, ha,” endurtók Mr. Mayladt. "Þetta var betra — hi'tt var eins og þú værir að þvo skyrtu á þvottaborði. Ha, ha, ha.” Og Mr. Mayladt klappaði lof í lófa og það heyrðist einnig lófaklapp framan úr salnum. Næst á eftir Kínverjanum voru nokkrir Englendingar kallaðir upp á pallinn og skýrðu þeir allir frá því, hvar og hvenær hefðu verið fæddir. Þá kom ítalskur maður. Framburðurinn á enskunni hans var mjög ófúllkominn, en hann bætti það upp með hljómfalleg- um og vel fram bomum orðum á sínu eigin móðurmáli. Og fólk klappaði laf í lófa, er hann steig niður af pallinum. Næstur ítalska manninum var ljóshærður maður kallaður inn að ræðupallinum. Hann nam staðar fyrir framan Mr. Mayladt og sté ékki upp á pallinn. Maður þessi var í undirforingja búningi Banda- ríkjannrx. “Komdu upp á pallinn,” sagði Mr. Mayladt, og rómur hans varð hunangssætur. "Eg læt mér nægja að standa þar sem eg er," svaraði undirforingmn stuttur í spuna. Mr. Mayladt fanst virð- ingu sinni misboðið, en að hinu leyti sá hann, að hann mundi verða að láta undan, þar sem hann átti að skifta við undirfor- ingja. Flann spurði því blátt á- fram og það var vandræðahljóm- ur í orðum hans: "Hvar ertu fæddur? “1 Berlín!” var svarið. "Berlín á Þýzkalandi?” æpti Mr. Mayladt. “Eg dáist að þek'kingu þinni!” var hið látlausa svar und- irforingjans. Mr. Maýladt leit yf- ir fólkið. Það var alvarlegt. Augu hans hvörfluðu frá fólkinu á undirforingjann. Hann var enn þá alvarlegri. Hér var ekkert frékara að gera. En undirforing- inn sneri sér að fólkinu og heils- aði á hermanna vísu Bandaríkj- anna og stóð þannig um stund hreyfingarlaus. Eitt augnablik var dauðaþögn í salnum, sem í gröf væri. En það var ekki lengi. Ungur undirforingi spratt upp úr sæti sínu fram í salnum og hróp- aði: “Hann er maður og ber einkennisbúning Bandaríkjanna eins vel og við hinir, sem hér erum fæddir. Berið virðingu fyrir því.” Jafnvel þó kúla hefði sprungið í miðjum salnum hefði hún tæplega geta afnumið hið geysilega lófa- klapp fólksins. En undirforing- inn, sem fældur var í Berlín, gekk yfirlætislaust með jöfnu og á- kveðnu fótataki til sætis síns. Og hið háa enni hans og bláu gáfu- legu augu og einbeitti svipur var svo gagnstæð mynd og óljúf til samanburðar við þá, sem var dregin upp í ræðum og ritum um þýzka harðúð og hermdarverk. Eg var sá síðasti, sem upp á pallinn var kallaður. Og mér leið illa, að þurfa að standa þama framrrii fyrir öllum þessum mann- fjölda. Eg vissi svo vel, að eg var ófullkomnara sýnishorn af Is- lendingi, en margir aðrir myndu hafa verið. Og bætti það éígi all-Ktið á kvíða minn, að frönsku- kennari Y.M.C.A. hafði verið næstur á undan mér uppi ræðu- pallinum. Eg gladdi mig þó við það með sjálfum mér, að hann hafði talað frönskuna 'hálf feimn- islega og þar af leiðandi ekki far- ið neina sérstaka sigurför upp á pallinn, að dæma eftir lófaklapp- inu sem varð þegar hann steig niður af pallinum. En eg halfði ekki langan tíma til umhugsunar, því eg heyrði hina skrækjandi rödd Mr. Mayladt rétt við hliðina á mér: “Hvar ertu fæddur?" “Á Islandi," svaraði eg svo rólega sem mér var unt. “Á Islandi?” skrækti Mr. Mayladt og eg heyrði að rödd hans var svipuð því, eins og hsuin hafði talað við Kínverjann. Og eg sá að hann leit gletnislega til fólksins, eins og hann vildi segja því, að hérna væri fugl, sem menn gætu Ieikið sér dálítið að. Og eg fann að eg fyltist af reiði og ilsku. — "Segðu okkur dálítið frá lslandi," sagði Mr. Mayladt, er hann hafði fullvissað sjálfan sig um, að fólkið þráði að eg væri gerður hlægileg- ur. "Þar er víst kalt?” hélt hann áfram, "og fólkið þar lifir í jarð- gryfjum og stúlkurnar ganga í sel- skinnsbrókum? ” Eg stilti skap mitt eftir megni, j en ljúfast hefði mér verið að snúa mér að Mr. Mayladt og berja1 hann þangað til að allar hrukkurn- ar á andlitinu á honum hefðu verið sléttar af bólgu. En eg sagði í svo fáum orðum, sem eg gat frá því, hvaða þjóðflokkur lifði á Islandi. Það voru víkingar frá Noregi, sem hefðu fluttst þangað fyrir rúmum 1 000 árum. Einn af þessum vík- ingum hefði svo fundið Gráenland og Ameríku. Tungan væri ein- hver elzta og fegursta í Evrópu o.s.frv. — Að lokum las eg kvæð- ið “Gýgjan”, eftÍT Guðm. Guð- mundsson. Og eg gerði það eins vél og eg gat Eg get ekki sagt, að eg sé neinn afburða maður að lesa upp kvæði—langt frá því— og hefir það því, að líkindum ver- ið hið guðdómlega fagra rím, ogj á'hrif frá skáldinu, sem höfðu til- finningar mínar og tungu á valdi sínu. En vegir þeir, sem til hjarta mannanna liggja, eru margir. Og þó tungur þjóðanna séu ólíkar hver annari, eru tilfinningamar þær sömu. Og heilum og einlæg- um vilja bregst sjaldan að finna hinar réttu leiðir til hjartans. En íslenzka tungan krefst réttar til- vem smnar, að verða heyrð, hjá hverjum þeim, sem elskar hana og er stoltur af því, að geta birt til- finningar sínar og hugsjónir í hin- um rímauðgu og fornu guðvefjar- klæðum hennar. Og salurinn kvað við af lófa- klappi. • (Meira.) Kötlugos, framtíðarjarð- fræði og—líffrœði. Eftir Helga Péturss. Hagi Katla sér framvegis líkt og síðustu aldirnar, má búcist við gosi nálægt 1960. Manni kemur til hugar, hvort jarðfræði og verk- vísi verði þá^ komin á það stig, að gosinu mæ'tti fresta. Væri unt að dreiga eitthvað úr hitastraumnum upp að gosstaðnum, þá yrði gos- inu frestað, ef ekki eitthvað sér- stakt kæmi fyrir, t.d. mjög stór- kostleg styrjöld, sem kynni að flýta 'fyrir gosi, eins og ófriður sá, sem nú geisar, kann að hafa gert eitthvað dálítið. En hvort sem það verður fljótt eða seint, sðm á- fram miðar í þessum efnum, þá er ekki ólíklegt, að þar muni koma, að mennirnir læri að færa sér í nyt goskraftana, eða þau öfl, sem eldgosum valda. Er þar hinn mesti munur á, hvort jarðöflin geisa svo, að þau valdi hinum verstu skemdum og líftjóni, eða hemill er hafður á þeim og stjóm, þannig að þau vinni gagn. Og sjálfsagt munu jarðfræðingar snúa sér að því mjög, að reyna að sjá, hvar eldgosa sé von, bæði þar sem gosið hefir áður, og eins þar, sem jarðöflin stofna til nýrra gos- staða. Mætti þar, þegar þekking færðist í aukana, vinna tvent í einu, koma í veg fyrir gos og færa sér í nyt jarð'hitann. Eg hefi einu sinni í “Lögréttu" skrifað um væntanleg eldgos á Breiðafirði. Gerði eg í þeirri rit- gerð nokkra grein fyrir því, hvers vegna mér þætti slíks von. Annar staður, þar sem mér hefir virst lík- legt, að gos muni í vændum, er fyrir ofan ölfusið (Ölfus er ef til vill afbakað úr elfós) ; ætla eg þó ekki að sinni að gera grein fyrir ástæðum mínum til að halda þetta. En svo hygg eg þau gos langt undan, að ekki þurfi þeir sem nú eru uppi slíku að kvíða. Þykir mér ekki ólfklegt, að þetta verði athugað, ef farið verður á nokkuð stórkostlegan hátt að reyna að nota jarðhitann. II. 1 goðafræðinni er ýmislegt, sem bendir til þess, að þar sem lengra er 'komið enn á jörðu hér, sé kunnað að færa sér goskrafta hnattarins í nyt. Hygg eg, að þaðan sé sprottin sú trú, að hinn guðlegi smiður, Hefaistos, stundi smíðar í Etnu og öðrum eldfjöll-j um. Tel eg engan vafa á því, að Zevs og aðrir guðir Grikkja hafi til verið og séu til enn, og að ekki muni vera að ástæðulausu mikið látið af hinum skínandi bústöðum þeirra á hinum himingnæfandi Ol- ympos. En að vísu er sá Olymp- os ekki í Þessalíu hér á jörðu, heldur á öðrum hnetti, þar sem framsókn lífsins hefir náð að skapa guðlegar verur, en ek'ki á vorri guðlausu jörð, se!m kvæðin gerast, þau hin frægu, sem Hómer kvað, skálda skygndstur þó blind- ur væri og einmitt þess vegna. Mun eg sýna fram á þetta með nokkurri nákvæmni í annari rit- gerð. Eftir þeim athugunum á eðli vitundarinnar, sem eg hefi gert, og minsit á sumar lítið eitt, í einni og ann.ari bráðabirgða rit- gerð, er ekki torvelt að gera sér grein fyrir því, hvernig menn hafa hér á jörðu getað fengið vitnesikju um mannkyn á öðrum hnöttum, undarlega tengd mannlífi vorrar þroslkalitlu jarðar, og sum miklu lengra komin; einnig má gera grein fyrir því, á hvern Jiátt hug- myndirnar um þessar verur, sem menn sumar nefndu guð, hafa af- lagast eða oiðið fjarri réttu. Mun eg minnast á eitthvað af þessu nánar í ritgerð um náttúruifræði guðanna, sern kemur í “Þjóðólfi”. En það er til marks um, hve Ktið menn hafa um guðina vitað á síð- ari tímum, að jafnvel ekki hinir lærSustu imálfræSingar skuli hafa skiliS merkingu orSsins guð, sem þýðir hinn skínandi. Er flest nöfn á guðum þeirrar merkingar. Eru guðirnir svo bjartir, að lýsir af þeim, eins og berum orðum er sagt um Baldur. Mun verða get- ið um þetta í hverri kenslubók í Kffræði (biologi) áður en 20 ár eru liðin. Verði tilraunum rétt hagaS, mun á Grikklandi ekki verða mjög erfitt aS komast að raun um, að skýsafnarinn Seifur er á lí’fi enn, og rétt það sem eg segi um heimikynni hans. Munu menn snúa sér að öðru meir á jörðu hér, en manndrápum og spellvirkjum, þegar augu þeirra opnast fyrir slíkum sannindum, sem hér er á vikið, og samband naest við guð- iria, sem hcilfa svo lengi og þolin- móðlega verið að leitast við að koma viti fyrir oss á jörðu hér. Guðimir hafa þá aðferð, að þeir leitast við að koma einhverri góðri hugsun inn í þau höfuð, sem helst geta tekið við slíku. En mjög h«f- ir mönnum hætt við að vera þar á móti. Eru þess jafnvel mörg dæmi, að mönnum sem voru vel viti bornir og vel mentaðir, höfir orðið sú vitbilun, að ímynda sér, að einmitt þeir sem voru að leiða í ljós hin merkilegustu sannindi, væru að fara með rugl. Víkur hér (Framh. á 8. bl«.) TL/y * * * ___ • WT* Þér hafið meiri ánægju iviein ctnos£i3, efftví1®' CXf , meÖ sjálfum yöar.aö þer haf- iö borgaB það fyrirfram Hvernig standið þér vjö Heimskringlu ? CANADIAN NORTHERN RAILWAY Þénustu ViSbúnir HraSskreiSar Lestir GóSur ASbúnaSur VETRAR FERÐAMANNA FARGJÖLD —TII_ VANCOUVER, VICT0R1A Kyrrahafs STRÖND og CALIF0RNIA UmboSsmenn vorir munu leíSbeina ySur viSvíkjandi VetrarferSum YSar, setja ySur lægsta fargjald, útvega ySur rvefnklefa á lestunum og önnur þægindi — og senda y ður eftir Canadian Northem brautunum, — sem liggja um lægstu skörS Klettafjallanna. AUSTUR CANADA Ferðalög MeS tímalengingar hlunnind- um á sextíu daga farbréfum. Spyr jiS umboSsmann vom og hann mun fúslega gefa ySur allar upplýsingar. CANADIAN NORTHERN RAILWAY BRAUTIN MEÐ HINUM MIKLU ÞEKTU YFIRBURÐUM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.