Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIUSKRINGLA WINNIPBG, 20. ÁGÚIST, 1924. Hcimskríngla (StofnnTS 1886) Krmur út A hverjum mllivlkadegl. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, Tulsfmi: N-6537 Ver5 bla5sins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREfcS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. UtnnÚMkrift til hla5nInM: THE VIKING PRESS, L,td., Dox 3105 UtanÚMkrift tll rltMtjóranM: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklnst PreMM Ltd. and printed by CITY PRINTING <fe PUBLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpejf, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 20. ÁG0ST, 1924. Blekkingin mikla. Það er hvorutveggja að vér mennirnir erum skammlífar skepnur, enda munum vér skamt. Þegar litið er yfir mannkynssöguna, virðist oft eins og vér höfum ekkert lært í þeirri list að Iifa í þolanlegum friði hvað þá heldur samúð við meðbræður vora. Frá því að Kain sundraði höfðinu á Abel bróður sín- um, í fjandsamlegri aurafíkn, eða, svo ekki sé talað í líkingum, frá því fyrst fara ó- ljósar sagnir af homo sapiens — hinni skynj- andi skepnu, manninum — og alt fram á þenna dag, hafa “bræður barist og að bön- um orðið”, nálega ætíð af græðgi til fjár og landa, hvað rúmt, sem um þá hefir verið til hvorutveggja, og engu síður eftir það, að mannkynið tók að skrásetja afreksverk sín og setja hryðjuverkin í annála, svo, að eft- irkomendunum hefði þó átt að vera vork- unnarlaust að læra þar af, og láta víti fram- liðinna manna sér að alvarlegum varnaði verða. — í nokkur þúsund ár. Hingað tii hafa menn þó ekki gert sér miklar falshugmyndir tlm orsakir ófriðarins, og en^ar verulegar gyllivonir um að binda enda á allan ófrið með vopnabraki og styrj- öldum. Þangað til nú í síðustu og hræðilegustu manndrápshríðinni, sem yfir heiminn hefir gengið. Allar stéttir mannfélagsins, og sér- staklega lægri stéttirnar hafa tekið svo mikl- um framförum síðustu áratugina, að þúsundir — jafnvel miljónir — a_f beztu mönnum allra þjóða, voru farnir að fyrirverða sig fyrir þessi miskunarlausu og sífeldu bræðravíg, sem jafnan hefir verið stofnað til af fáeinum einstaklingum, sem vánalega áttu lítið í húfi, að minsta kosti sjaldnast það, sem hverjum manni er dýrmætast gefið, fjör og fráleik, en sem oftast áttu alt af vinna, það er viðkom aura — og metorðagirnd. Það var í síðasta ófriðnumi mikía, að stjórnmálamennirnir í flestum mestu menn- ingarlöndum bjuggu til og sendu á sviffrá- um vængjum út um allan heim, setninguna, um “ófriðinn, er ætti að binda enda á ófrið- inn”. Vér munum ekki, eða réttara sagt vit- um ekki, hvaða snillingsheili ungaði þeirri vængjuðu setningu út, enda skiftir það engu máli. En hún hjálpaði til þess að draga þús- undir góðra drengja í dauðann, hún blasti við mönnum frá strætum og gatnamótum, og var orgað inn í hlustir miljóna manna af ræðu- mönnum víðsvegar, sem engan stað gátu fundið henni, frekar en maðurinn er fyrst formaði hana, og sem ekkert vald höfðu, þá né síðar, að koma henni í framkvæmd. En miljónir manna létu blekkjast af henn*, og miljónir manna gengu með leiftrandi aug- um og brosandi í dauðann fyrir hana, eða drápu aðra. Og þeir menn, er vit og kjark og vilja höfðu á að kryfja hana til mergj- ar, og fletta af henni falsbúningnum, voru taldir vargar í véum, óalandi og óferjandi öllum bjargráðum, og víða réttdræpir, — þó nú séu reyndar sumir af þeim komnir, til æðstu metorða, eða séu í v^li um þau, að mak legleikum. Því nú, sex árum eftir að friður hefir verið samin — friðurinn eilífi, sem átti að verða, samkvæmt spádómi Davíðs loftungu Lloyd George, og annara falsspámanna hans líka, beggja megin hafsins; árum, sem hafa verið sannkallað helvíti á jörðu, er hulan tekin að falla frá augum manna, hulan sú, er þessi setning hafði um þau sveipað. Og með það í minni, hve girnileg hún þótti þá til fróðleiks, er gaman að sjá hvernig menn líta á hana nú, þegar orustuvíman er runnin af þeim, er gunnreyfasatir voru, svo að þeir m)eð sæmilega óvilhallri dómgtand geta vírt fyrir sér réttmæti hennar. “The American Legion Weekly” lagði nýlega þá spurningu fyrir ýmsa merkustu menn ýmsra þjóðlanda: “Hvað græddi ver- öldin á heimsstríðinu mikla”, og birti síðan svör þeirra býsna fróðleg. Norman Angell mannvinurinn mikli og Jean Addams, ein- hver bezt þekta og ágætasta kona í Banda- ríkjunum og þó víðar sé leitað, sjá engan árangur af styrjöldinni, nema aukna óvild til ófriðar. David Starr Jordan uppieldisfræð- ingur, fyrrum forstjóri Leland Stanford há- skólans í Californiu, höfundur 400 bæklinga vísindalegs efnis, álítur, “að þegar öl' kurl komi til grafar hafi alls ekkert við stríðið unnist”. John Maynard Keynes, fjár málaspekingurinn enski, er frægastur varð fyrir skaðabótaritgerðir sínar, áfellisdóm um Versailles-friðinn, og hrakspár um afleið- ingar hans, sem nú hafa nálega allar geng- ið eftir, svarar stutt og laggott: “Ég veit það ekki”. Fyrverandi einkaritari Vil- hjálms keisara svaraði, að heimurinn hefði ekkert grætt, en öllu tapað. Vilhjálmur Þjóðverjakrónprins er var, sem enginn frýr vits, hvað sem öðrum mannkostum líður, minnir Ameríkumenn á, að þeir hafi í ófrið- inn farið til þess að tryggja heiminum frið og Iýðstjórn, og segir: “Allar þjóðir vígbúast nú sem ákafast, og hvað er um lýðstjórnina? Lesið bara símskeytin, er biaðanna fara á milli! Alræðismannsvaldið í einhverri mynd virðist vera sú uppáhaldshugmynd er fyrir flestum vakir”. Sir Philip Gibbs, blaða- maðurinn enski, einna frægastur allra nú- lifandi blaðamanna, sér “alls ekkert við ó- friðinn unnið, annað en ef framúrskarandi hreysti æskulýðsins mætti blása mönnum nýtt Iífsþrek í brjóst”. Maxim/ilian Harden, frægastur og djarfastur allra þýzkra blaða- manna á keisaratímabilinu, ritstjóri “Die Zukunft” — “Framtíðin”, — hyggur að menn hafi ekkert á stríðinu grætt nema viss- una um það, að nauðsynlegt sé fyrir megin- lönd Evrópu að bindast samtökum — á móti Englandi, og Hilaire Belloc, ensk-franski rit- höfundurinn frægi, segir að ófriðunnn hafi leitt í Ijós sigur kristindómsins á hinu guðs- afneitandi Prússlandi! Það er helzt frá Ameríku, sem minst sá af ófriðnum, og minstan halla eða mestan gróða hefir af honum hlotið, að eitthvert bjartsýni ræður um afleiðingar og áhrif stríðsins. En þó verða næsta fáir af þeim er þá skoðun hafa, til þess að mæla því' nokkra bót. Newton D. Baker, fyrverandi hermálaráðgjafi segir, “að nú séum vér þó að síðustu sannfærðir um að kenningin um að halda jafnvægi í heiminum með vígbúnajði sé næsta valtur grundvöllur fyrir varanlegan frið í heiminum”. Pershing, yfirhershöfð- ingi Bandaríkianna, endurtekur þá lóslitnu staðhæfingu, að “sigurinn kom í veg fyrir einræðið”. Sir Arthur W. Currie, yfirhers- höfðingi Canadamanna, trúir því, “að vér nú loks höfum fengið endanlega vissu fyrir því, að kenningin um að ófriður geti leyst úr nokkru vandamáli heimsins, sé tálvon og lýgi” — og virðist vera töluverður gáfna- munur þessara tveggja hershöfðinga. Samuel Gompers, verkamannaforinginn, kveðst jafn harðánægður með ófriðinn, og þátttöku landa sinna í honum, og hann hafi nokkurn- tíma verið og segir, að ^nú sé “heimurinn laus við stórveldishugsjónir hernaðarsinna”, og að “lýðveldishugsjónin'sé í sífellu að þroskast”. Rithöfundurinn og blaðamaður- inn WiIIiam Allen White, hyggur, að ávinn- inmirinn við ófriðinn sé falinn í aukinni siálfsvirðingu verkamanna, fátæklinga og efnalítilla kvenna”. Vér sögðum, að það gæti verið gaman að því að fara yfir þau svör er “American Legion Weekly” hefðu borist í hendur, við þessari spurningu sinni. Já, það væri gaman ef það væri ekki grátlegt. Grátlegt vegna þess, að langflest þessi svör hrópa það há- stöfum út um allan mannheim, að ófriðurinn mikli var ekki einungis einhver hryllilegasta ógæfa er heiminn hefir hent, heldur með öllu ónauðsvnlegur, að þvf levti. að mannvit og forsjá hefðu getað og hefðu átt, að finna aðra heppilegri Ieið til sátta svo kristnum mönnum sæmdi, en þá er farin var 1914. En hörmulegast við þetta, er ekki slysið eitt, að það skyldi henda, heldur það, að á mörgum stöðum, í mörgum löndum um heim allan virðast afleiðingarnar hafa orðið þær, að heilar þjóðir eru að ganga sig afturábak ofan í jörðina, taka hvert skrefið á fætur öðru í þá áttina er liggur hinn breiði vegur vítisstefnunnar, er hinn aðdáanlegi vitmaður, dr. Helgi Péturss, svo snildarlega hefir nefnt Það er sannanlegt, og reyndar áberandi, að fegurstu hugsjónir lýðveldisstefnunnar hafa farið halloka í sumum þeim löndum Evrópu, er sízt máttu við því, — þó að vísu virðist vera að rofa til í augnablikniu í hinum meiri menningarlöndum sumstaðar, fyrir málsnild, mannvit og þolgæði einstakra ágætismanna, — að úlfúð og þjóðrígur, er sízt minni en áður var, heldur meiri, og að ekkert gott hefir af ófriðnum hlotist framyfir það, sem búast hefði mátt við, ef þroski mannkynsins til vits og snildar hefði fengið að dafna á eðlilegan hátt, á þeim fáu árum, sem liðin eru síðan ófriðurinn skall á. Hér í Ame- ríku hefir uppskeran engu betri verið. Sá andi, sem stjórnaði athöfnum manna eins og Daniel Webster, Robert H. Pruvn og Marcy forsætisráðherra, fyrir rúmri hálfii aíld, í viðskiftum þeirra við Kína og Japan, sem þá var að byrja að koma undir sig fótunum á vestræna vísu, sá andi, sem þá allajafna tók málstað lítilmagnans, og aldrei datt í hug að færa sér í nyt styrkleik sinn til þess að kúga smáþjóðirnar, virðist nú eiga erfitt uppdrátt- ar hér í Vesturálfu. Aftur á móti hefir andi prússneskra hervaldsinna, eins og Bernhardi yfirhershöfðingja, sem áður hefir átt fáa og — það þarf varla að taka það fram — smáa spámenn á vesturhveli jarðar, og varla þor- að að reka höfuðið upp í frelsisbirtuna, nú dafnað og vaxið ásmegm, í þeirri haturs og hrakyrðahríð, er yfir heiminn hefir dunið síðastliðín 10 ár, líkt og púkinn á bitanum forðum, er fitnaði við hvert blótsyrðið. En nú er svo komið, að spámenn hans, þó enn séu þeir lítt merkilegir, æpa opinberlega að hugsjónum Washingtons, Lincolns og Webst- ers. Maður er nefndur W. L. Rodgers, og er aðmíráll að nafnbót í sióliði Bandaríkja- manna. Hann nýtur nú eftirlauna eftir langt og vel unnið æfistarf sennilega. Ekki vit- um vér um hver afrek hann hefir unnið föðurlandi sínu til frægðar og eflingar, en herskár er gamli maðurinn ennþá, sem bezt má verða, og letur sízt til stórræðanna. Má og vera að honum sjálfum hafi ekki auðn- ast að standa í þeim, eftir hiartans lyst, og ætlar hann því að leggia löndum sínum þau ráðin, er megi halda nafni hans upni um ald- ur og æfi. Hann hélt nýlega ræðu í WiII- iamstowm, og eggiaði menn fast til vopna- búnaðar, til bess að vera viðbúnir beim degi, er Bandaríkiajbjóðin telur 200.000.000 manns. (Þetta minnir dálítið á “Der Tag” Vilhiálms Þýzkalandskeisara). Þá sér aðmírállinn bað fyrir, að þurfi að fara að rýma til í landinu, og þá vitanlega auðveldast að gera það með allsherjar- slaturtíð. Ef nokkur manndómur verður í afkomendum vorum, þá munu þeir jafnan standa vígbúnir, til þess að taka það er þeir þarfnast. á kostnað annara þióða, eftir því sem veröldin fyllist af mannfólki. Vér eig- um þá að leggia til stríðs. til þess að halda sæti voru meðal annara þióða sjá borgur- um vorum farborða, og sjá þeim fvrir nýj- um bústöðum á kostnað annara þjóða.” Hann er ófeiminn gamJi maðurinn. Og það væri ekki ónotalegt fyrir einhveria smá- hróðina, að vera nágranni hans, — segjum Belgíu — eða Canada — ef hann væri al- ræðismiaður hiá einhverju stórveldinu. Hann ætti að bióða heim Vilhjálmi keisara, sem nú er líka á eftirlaunum, til þess að aðstoða sig við að faera sameiginlegar hugsjónir Eeggja í letur. Það yrði lesandi bæklingur úr því. Aðmj'rállinn býst nú reyndar ekki við þ vi, að Bandarikjamenn nai 200,000, 000 fyr en eftir svo sem 100 ár, svo oss smámennunum er óhæft fyrir honum ennþá. “Eftir oss syndaflóðið”. Annars væri ein- lægara fyrir hverja þjóð, að slátra heimíi hjá sér siálf, ef ofvöxtur er að færast í mannkynið og hana sjálfa. Það er bæði ó- dýrara og flj’ótlegra. Nei, það er víst um það, að þrátt fyrir allar vængfleygar setningar um gagnsemi þessa ófriðar. þá hefir hann engu hví góðu á veg hrundið. er dálítil stilling, dálítið mannvit og dálítil alúð hefði ekki getað til leiðar komið á stvttri friðartíma. Hið eina eragn- Iega er af honum vonandi flvtur er það, að stóreflis rauf hefir nú verið höggin í þá blekkingarslæðu. er vafið var um orsökina, svo nú skín í nakinn og ófrýnilegann sann- leikann. Og þar sem menn alment áður voru að fá ógeð á blóðsúthellingum. Wg þióðirnar létu að miklu leyti tevmast á blóð- völlinn fyrir þessa blekkinsru, þá er nú eina vonrn sú, að menn láti ekki í næsta sinn blekkiast iafn grévoilega. Að ménn verði að min'ta kosti jafnhreinskilnir og vinur vor eðmírállinn, í næsta sinn, er menn fara út til Móðsfarfa. En ekki verður það of oft endurtekið, að því var betta str'ð óþarft, að alt mátti færa til betri vegar á friðsamleeran hátt, hefði mannvit og manngæzka verið látin ráða. Og að það er skvni gæddum mönnum, er kalla sig siðaða, til óvirðingar, að hafa svo lítið lært af mannkynssöeTjnni og svo illa kent hana í skólunum, að slíkt heljarslys skyldi þurfa að henda mannkynið. Salmagundi. Vér rákum augun í stutta frétta- grein í New York blaði nýlega. Og lásum. Stutt og laggott: Oss liggur við að halda, að fréttasmal- inn, er “flyðruna” hlaut, hafi tek- ið spón úr aski lesendanna; Því séu fréttir það, sem sjaldan hend- ir, þá voru hér fréttir á ferðum. Og að hugsa sér það víravirki, er fimur penni hefði getað um það krotað! * * ¥ Það sem frá var sagt var þetta: Þektur lögmaður í New York sótti um skilnað frá konu sinni og ásakað hana um ótrygð. (Ekkert skelfilegt eða óvanalegt við það). Kona hans játaði það satt vera, að maður hennar ætti ekkert í “einkabarni þeirra”, heldur væri faðirinn listamaður einn í nyrðri hluta borgarinnar. En það kom flatt upp á flesta, að hún neitaði þeirri ásökun að hún hefði gert hjónabandsspell. Hún kvaðst ald- rei hafa verið bónda sfnum ótrú. Það eru mök hennar við þenna listamann, sem veita sögunni íhug- unargildi. Og greypt um hvatir hennar sem þungamiðju teikning- «arinnar eru þau sem umgjörð, er jafnvel Maupassant hefði mátt vel við una. Hún hafði verið gift í fimm ár, og vissi að maður hennar var ó- frjór. Hún vissi Iíka, að allar ósk- ir hans stóðu til þéss að eignast afkvæmi, og að það myndi bera hamingjuna inn í líf þeirra beggja, en þar sem þeim tveim sjáanlega ekki gat orðið barna auðið, tók hún til annara ráða.. Hún ásetti sér að leita á náðir þessa glæsilega bygða listamanns, eftir að hafa virt fyrir sér fjölda manna, og vegið allar ástæður með og móti, er hún grandgæfilega hafði rann- sakað ætterni hans og forfeður. Þau höfðu aldrei talað saman, er hér var komið sögunni, en hún hafði veitt honum eftirtekt álengd- ar. * * * Hún gekk inn í verkstofu hans með þykka slæðu fyrir andliti, og bað hann að ganga með sér á ein- tal. Hvernig hún orðaði erindi sitt kemur ekki þessu máli við. En hún gerði honum) skiljanlegt, að hún óskaði þess, að hann yrði faðir að barni hennar. Hún vildi ekki taka af sér slæðuna, og hann mætti aldrei reyna að komast eft- ir því, hver hún væri. Að þess- ari stundu liðinni, yrði hann að af- má hana algjörlega úr huga sínum. Hafi listamaðurinn nokkuð kyn- okað sér að verða við beiðni henn- ar, þá stóð það ekki Iengi. En minni hans reyndist betra eða for- vitni hans meiri, en hún hafði bú- ist við. * ¥ ¥ Nú liðu fimm ár — fimm unaðs- leg hamingjuár í lífi lögmannsins. Dagsól hans er gullhærður dreng- ur, sem hann á sjálfur. En einn góðan veðurdag kemur íturvaxinn ungur maður inn á skrifstofu hans og segir honum sögu af árangurs- lausri leit, er hann hafi staðið í. Hann leitar hjálpar hjá lögmiannin- um til þess að hafa upp á barni, sem hann heldur, að hann eigi í vörzlum einhverrar auðugrar fjöl- skyldu í New York. Hann langar til þess að sjá barnið, einu sinni eða tvisvar; ekkert annað. Hann skýrir lögmanninum frá öllum atvikum lútandi að þessu barni, — mánaðardegi, hve göm- ul konan hafi sennilega verið, kækjum hennar og öðru, er hafi mátt þekkja hana á. Lögmað- urinn, sem áður hafði grunað, að sér myndi ekki verða barns auð- ið, ber nú saman þenna mánað- ardag við fæðingardag sonar síns, og þykist nú uppgötva að hér sé faðir “hans eigin barns”, og að konan sé erki-prettatól. Þessari uppgötvun fylgir svo krafa um hjónaskilnað og hneykslismál. * ¥ ¥ Hér er nú víður skeiðvöllur opnaður skarpvitrum siðfræðing- um. Vafalaust geta þeir fundið djarfstígum fótum hennar átyllu í Gullfoss Cafe (fyr Riooney’s Lunch) 629 Sargent Ave. Hxeinlæti og smekkvísi ræöutr í matartilbúningi voi-um. Lítið hér lnu og fáið yður að borða. Höfum leinnig altaf & boðstól- um: kaffi og allskonar bakninga; tóbak, vindla. svaladrykki og skyrs göfugum hvötum konunnar — um- hyggju hennar fyrir hamingju bónda síns, með því að láta heit- ustu óskir hans einhvemveginn ræt ast. Til þess verður hún að bregða á leik yfir sáttmálsörk borgaralegs siðferðis og sparka af sér aktaumum siðvenjunnar, Gerði hún rangt ? Er hægt að rétt- læta gjörðir hennar á nokkurn hátt? Ég er enginn siðfræðingur, og vil þvf ekki takast á hendur að leysa úr spurningunni heldur láta henni ósvarað, lesendanum til í- hugunar. L. F. “Welcome to Hornafjord.” Stórblöðin hér í Minneapolis hafa verið þessa dagana að hampa Hornafirði á Islandi á fremstu síð- um. Hornafjörður — hvar á gamla landinu sem staður sá ann- ars er alt í einu orðinn frægur. Hver fréttin þaðan hefir rekið aðra allar hverjum sönnum Islendingi til hins mesta hugarléttis og á- nægju. Eg hlýt að játa þá yfirsjón mína, að eg var um tfma á nál- um yfir umhugsuninni um það, hverjar viðtökurnar annars yrðu, er hinir nú víða þektu Bandaríkja- flugmenn kæmu til Hornafjarðar. Hringsól þessara manna kringum hnöttinn, hafð, hingað til verið þeim endalaus sigurför, úr einum stað í annan. Nú voru þeir ný- komnir úr veizlufagnaði og við- hafnarlátum í hvorki meira eða minna en Lundúnaborg sjálfri. Eftir örlitla dvöl í Orkneyjum var ferð þeirra svo heitið til Horna- fjarðar á Islandi. Hví í ósköpun- um halda ekki mannaular þessir fyrst til höfuðstaðarins, Reykja- víkur? Spurning sú barðist um í huga mínum, og við lá að eg skylfi á beinum yfir þessu öllu saman. Loftflotinn er staddur í Orkn eyjum. Þokur og þungbúið loft orsakar þar Iengri töf en gert var ráð fyrir í fyrstu. Morgunblöðin hér birta svo þá frétt, að nú séu flugmennirnir lagðir af stað — til Hornafjarðar! Kvöldblöðin flytja framhald sögunnar, og skýra frá, að ekki hafi flugmönn- um tekist greiðlega f þetta sinn. Flotinn, sem sampnstendur af fjórum loftskipum, var ekki kom- inn langt, er ógurlegur þoku- bakki verður á leið hans, sem að- skilur flugbáknin og orsakar að þremur skipunum er ekki unt á- framhalds, og eru tilneydd að snúa aftur. En einn flugmaður- inn, sænsk-ættaður víkingur — er líka sver sig til skyldleika við norræna kappa og konungamenn — fær brotist í gegn og haldið ferð sinni áfram til hins fyrirhug- aða staðar — Hornafjarðar. Full- hugi þessi hefir storminn í fang- ið en breytir þó stefnunni Iítt, og hvessir arnaraugu sín í áttina — til íslands. Segir svo ekki af ferðum hans, fyr en hann eygir land fyrir stafni — eða undir stafni, réttara sagt — Sér von bráðar stað þann er hann hyggur vera Hornafjörð, og tekur þá samistundis að “hnita hringa marga” og þannig undirbúa viðhafnarlega niðurstigiVingu. Gengur þetta alt eins og í sögu. En þegar Iendingunni er náð, og vík- ingurinn loftfrái og háseti hans eru stignir á samfasta jörð á Is- landi, eru þeir boðnir velkomnir af myndarlegum þorpsbúum (að sögn eins stórblaðsins hérna). Reka þeir svo augu í feiknastórt merki, er reist hefir verið þeim tíl heiðurs, þar við blasir mikilfeng-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.