Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 7

Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 7
WIKNIPEG, 20. ÁGÚIST, 1924. HEIMSKRIN GLA 7. BLAÐSEÐA The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- og SHERBROOKE ST. Höfuðstóll uppb...$ «,000,000 Varasjóður ........$ 7,700,000 AUar eignir, yfir ....$120,000,000 Sérstakt athygli veitt viðskift- um kaupmanna og verzlunar- félag«. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCK.ER, ráðsmaður. Ritfregn, (Framhald frá 3. síðu) ungs .. .. og hins vegar að reyta tii eín sem m«stan arð”; nfá pví af þessuin orðum ráða, hve heilla- drjúgar athafnir peirra hafi verið landsins börnum, er þeir reyttu af þeim fé í tvennu augnamiði: til þess að auðga konungana og sjálfa sig. — í>á er komið að æfisögu Guð- þrands biskups og tekur hún yfir allan síðari helming þessa (III.) bindis. Biskupi er hér fylgt frá vöggu til grafar, enda er hann ó- vlenju fyrirferðarmikil|. Hann er einn hinn lærðasti maður sinnar tíðar, búmaður frábær, og fjárafla maður, afckiftinn um hvað eina og umsvifa mikill, og bókagerðarmað- ur mestur þeirra er á þessu landi hafa lifað. Þess er auðvitað ekki að vænta um Guðbrand biskup, öðrum mönnum fremur, að hann sé gallalaus. Hann virðist t. d. hafa verið ffull ágengur í fjáröflunum sínum, og ærið þrætugjarn. Hann er og býsna lipur í snúningum við konungsvaldið, og veikir með því mótstöðu íslendinga gegn hinu ef- lenda valdi. En þrátt lyrir þetta verður hann vafalaust talinn einn hinn merkasti og mikilhæfasti mað- ur þessa tímabils. En hér er og sögð saga margra fleiri mikilmenna þessa tímabils en Guðbrands bisk- ups, og skal eg t. d- nefna Sval- barðsmenn; er mjög ítarlega rak- ið um þá og fjölmarga aðra fyrir- menn. Víða fara dómar Páls prófessors f bága við skoðanir eldri sagna- ritara, og er það sízt tiltökum'ái, er hann dregur fram ýmsar heimild- ir áður ókunnar, er mjög breyta viðhorfi við mönnum og máium; skal hér getið eins manns að eins, sem löngum hefir sætt ómildum dómun|, en nú fær nokkra upp- reist, og er það Gleraugna-Pétur. Hér skal nú ekki farið frekar út í efni þessa bindis. Pað er hverj- um manni ofætlun að rekja það til nokkurrar hlítar f stuttri ritfregn, því að þótt bindi þetta sé — eins og þegar er getið — stærra en vel- flestar aðrar bækur, er hér hafa birst, má það þó heita stuttort í samanburði við allan þann mffkla og margháttaða fróðieik, er það hefir að geyma. Loks er þess að geta, að máiið á ritinu, sem öðrum frá hendi þessa höf., er hið ágætasta, gagnort og 'þfróttmikið og ramimíslenzkt; er þess þvf fremur getanda, sem þeir eru ekki ýkjamargir nú, er rita verulega fagurt ísienzkt mál; veld- ur því vafaiaust bæði skeytingar- leysi og lestur illa þýddra bóka og íslenzku blaðanna* er sum, hver eru rituð hinu auðvirðilegasta ambögu- máli, eins og til dæmis “Lögberg” og fl. Blöðin ættu að vanda mál- ið sem bezt, og taka upp þann sið, að geta bóka, jafnskjótt sem þær koroa út, og mætti það vera nokk- ur leiðbeining almenningi, að ekki eyddu mlenn af litlum efnum fé i bækur, sem ekki eru neins virði, og betur eru ólesnar. En nú má svo heita, að blöðin geti ekki til muna annara bóka en skáldskaparita, þ. e. eagna og ljóða. En ýmislegt, er út hefir komið af því tægi hin síðari ár er býsna veigaiítið: sögumar ömurlegur ástafarsþvættingur, frum saminn, þýddur eða stældur, og kvæðin vesöl spóavellulýrik, og væri alt þetta betur óprentað, er vart verður séð, hvort er hraklegra, málið eða efnið. En bækur eins og þá, er hér að framjan getur, hefir hver maður gott af að lesa, bæði vegna málsins og þeirrar fræðslu, sem hún veitir í sögu þessarar þjóðar. Mun því enginn maður sjá eftir þeim skild- ingum, sem hann greiðir fyrir hana. , Bogi Ólafsson. (Vfsir). Shanghai í vesturför. Ýmsir munu kannast við bátinn “Shanghai” af fregnum þeim, er af honum bárust í vetur og þeirri frægðarför, sem þrír ungir Danir fóru, er þeir sigldu honum alla leið frá Kína, suður fyrir Afríku og til Kaupmannahafnar. Bátur þessi er aðeins 31 smálestir og hefir 10—11 hestafla vél, en er ágætiega búinn að seglum og mjög vel vandaður, allur úr teak-viði og mjög sterkur. Danirnir sem sigldu bátnum til K- hafnar frá Kfna, höfðu verið f þjón- ustu Stóra norræna ritsimafélags- ins austur þar. Bandaríkjamanni einum, eem staddur var í Khöfn í vor, var kunnugt um þetta ferðalag og ein- setti sér að kaupa “Shanghai” og sigla honum til Amerfku og rekja leiðir þær, sem víkingar höfðu far- ið til foma. Keypti hann bátinn f sfðasti. Inánuði og lagði út frá Khöfn 26. f. m. og hrepti versta veður á leiðinni til Bergen. Hefir Mbi. átt tal við eigandann, Dr. Witt Weils frá New Ýork City, og spurt tíðinda af ferðalaginu. — Við erum þrír saman, eg, son- ur minn Jay WTelis og frændi minn, Ch. Chapman, aliir frá New York. Sonur minn var vestra þegar förin var ráðin, en brá við fljótlega og fór frá New York 24. f. m. með skipi til Bergen og leið aðeins einn klukkutími milli komu okkar þang- að. Prá Bergen héldum við 10. þ. m. áleiðis til Þórshafnar í Pæreyj- um. Dar stóðum við við í tvo sólar- hringa og héldum þaðan áleiðis til Vestmannaeyja á þriðjudagskvöld- ið og lágum þar um nóttina. Sigld- um við þar á grunn en komumst á fiot eftir tvo tfma. Hingað til R- víkur komum við klukkan 6 í gær- morgun. — Hvernig hefir viðrað á leið- inni? Við höfum haft gott ieiði og á- gætan sjó alla leið frá Bergen. Og þegar við komum í iandsýn og sá- um jöklana, mætti okkur sjón sem við gleymum, aldrei. Detta var um kvöld og aftanskinið á jökulbreið- unum var svo dýrðlegt, að eg hefi aldrei séð meiri fegurð á æfi minni, og hefi eg þö flakkað víða. Mér skal ekki verða svarafátt erlendis, þegar menn spyrja mjg hvert þeir eigi að ferðast. Til íslands! Ólafía Jóhannsdóttir 22. okt. 1863—21. Júní 1924. L»að er langt sfðan að Ólafía Jóhannsdóttir varð þjóðkunn bg góðkunn hér á landi. Eg býst við, að hver fulltíða íslendingur hafi heyrt hennar getið um| og fyrir aidamótin, og hvert mannsbarn í Heykjavík hafi þekt hana. Pátækl- ingar og ógæfubörn gátu borið um heimsóknir hennar. Gamalmenni og börn mintust þess, að hún hafði stundum tekið af þeim vatnsfötur í hálku á götum höfuðstaðarins og borið þær sjálf; allflestir fulltíða menn höfðu hlýtt á ræður hennar um bindindi, kvenréttindi og fleiri áhugamái. “Hún er mælskasta kona Islands”, var almannarómur. Æskuvinur hennar sagði svo frá á minningarsamkomu, sem haldin var nýlega hér í bæ, til að mlnn- ast hennar: — “Þegar Valhöll var vfgð á Þing- völlum, héldu ýmsir snjallir þjóð- málamenn skörulegar ræður um þjóðrækni og helgar sögumlinning- ar Þingvallar, — en engum brá neitt við þær. Svo tók ólafía til máls, og áður en hún lauk ræðu sinni, voru tár í hverju auga, og datt mér síst í hug, að gamlir grjót- pálar gætu viknað undir ræðu ungrar stúlku.” Þjóðræknin var henni samgróin r oocososo Kveðja frá Fjallkonunni. Hér er hópur fagur hér er gleðidagur, frjáls er framsókn enn. Ættarsvipinn á eg af því gleðjast má eg, kæru konur, menn. Heill þér íslands arfi ötull gaktu að starfi, vinn þú frelsisverk. Sannfæring ei seldu sannleiks braut þér veldu, hæðst er hugsjón sterk. Heill þér dóttir dýra dýrmætt gullið skýra, okkar ættarblóm. Lát ei glys þig ginna gleði er mesta að finna frjáls við verKin fróm. Þegar sannleik þekkjum þá mun losna úr hlekkjum, blessuð börnin mín. Því þarf verk að vanda von á milli Landa, skær í framtíð skín. Hvar sem íslendingur yrkir ljóð og syngur, með sitt fagra má3. Hreinn í hug og verki hátt með sannleiksmerki, frjáls er fögur sál. SigurSur Jóhannsson. ooooðooooeoðeoooooooosososGoeoooseoosoososeoeeooðsc skapar fórnfýsi og þrek að lotning hafi komið í stað hirðuleysis. Snemma skapaði lotningin þrá, þrá eftir trúvissu, og hana eignaðist hún haustið 1903. Lýsir hún því sjálf nokkuð í formála bókar sinn- ar “Daglegt ljós”, sem kom út 1908. Altaf langaði ólafíu “heim til ís- lands”, og fegin varð hún, er hún kom hingað 1920, þótt benni þætti sárt að heilsan skyldi ekki leyfa henni ferðalög og frekari fram- kvæmdir. I haust sem leið bilaði heilsan alveg, og því fór hún um miðjan vetur til Kristjaníu aftur að leita sér lækninga. Það er ekki of mælt, að æðimarg- ir telja minningar um ólaffu með dýrgripum sínum. Hreinskilnin, ástúðin, fórnfýsin og trúarþrekið, varð flestum ógleymanlegt, sem kyntust henni. Þegar eg kvaddi hana í hinsta sinn og spurði hvort hún vildi ekki að eg skilaði einhverju til vina hennar fjær og nær, mælti hún: “Þú mátt segja þeim, að eg segi með dr. Carey: “Eg er syndari. frelsuð aí náð. Drottinn hefir fundið miig, og eg hefi fundið hann”. frá barnæsku. Hún fæddist á MJos- felli í Mosfellssvéit 22. okt. 1863. Poreldrar hennar voru séra Jóh- ann Benediktsson og kona hans Ragnheiður Sveinsdóttir. En 10 eða 12 ára gömul fluttist hún til móður- systur sinanr, Þorbjargar Sveins- dóttur Ijósmóður í Rvík, þíóð- kunnrar dugnaðarkonu, systur Benedikts Sveinssonar alþingis- ir.anns. Heimili Þorbjargar var góður skóli fyrir ólafíu, og mærin var námfús. “Þegar á æskuárum hugsaði hún miklu. meira um al- menn mál en gerist mleð ungu fólki og var hugsjónasál meiri en menn eru vanir að kynnast”, segir Indriði Einarsson. — Hún tók 4 bekkjarpj-óf við latínuskólann, sem þá var fá- títt um konur og lék sér að flytja erindi á ensku og Norðurlandamál- um, enda fór hún snemsma utan. Hún mun hafa átt drýgsta þátt í stofnun hins íslenzka kvenfélags til eflingar réttindum kvenna 1894. Varð forstöðukona Hvíta bandsins, er það var stofnað í Rleykjavík 1896, gaf út Pramsókn um hríð með frú Jarðþrúði Jónsdóttur, vann á- gætlega fyrir bindindi og Good- templarafélagið, og var svo hjálp- fús við fátæka, að fátæklingar elsk- uðu hana. Einu sinni fór hún um hávetur í bindindisleiðangur land- ’veg norður, og flutti þá ræður, seml jafnvel urðu börnum ógleymanleg- ar, eins og Ingibjög Ólafsson hefir getið um. Um Canada fór hún fyrir alda- mótin og fluttl bindindiserindi, sem vöktu mikla athygli. Komu mlyndir af henni í íslenzkum bún- ingi I ýmsum þarlendum tímarit- um; en erfitt áttu þeir ensku með að átta sig á nafninu. Stóð í einu tímaritinu að faðir hennar, “séra Jóhannsdóttir”, hefði verið merkur klerkur úti á fslandi. f utanför sinni kyntist hún ým@- um ágætis trúkonum, og óx við það virðing hennar fyrir öllu krist- indómsstarfi. Veturinn 1901 til 1902 hjálpaði hún til að stofna “Vörðinn” svo nefnda, eða aðvör- unarliðið, sem skiftist á um að vara menn við verstu áfengisknæpu þessa bæjar, “svfnastíunni”, og sömuleiðis tók hún töluverðar. þátt f trúmálastarfinu, og talaði oft á samkomlum þeim, sem við séra Priðrik Priðriksson héldum þann vetur í Góðtemplarahúslnu. Hún átti enga trúarvissu og litla trúar- reynslu þá, — og mörgum árum síð- ar sagði hún við mig, að sig furð- aði á, að eg skyldi hafa beðið sig um að tala þar. “Sástu ekki hvað stutt eg var komin í trúarefnum* og hvað slíkt starf gat orðið mér hættulegt þess vegna?” “Eg var ekkert hræddur við það, því að eg vissi, að þú varst enginn hræsnari, mundir hvorki blekkja sjáifa þig né aðra með þvf að segja meira en þú hafðir sjálf reynt’, svaraði eg. Ekkert man eg úr ræðum okkar þann vetur, nema niðurlagsorð einnar ræðu Ólafíu, er einmitt sýna glögt, að hún var “enginn hræsn- ari”. “Eg hefi beðið annan mann að enda þessa samkomu með bæn”, mælti hún, “og eg skal segja ykk- ur af hverju það er. Eg er svo stutt komin sjálf, að eg treysti mér ekki til að biðja í annara áheyrn. Eg fann átakanlega til þess í dag. Eg kom til tveggja sjúklinga skömmu áður en eg kom hingað, og eg fann vel, að það besta sem eg gat gert fyrir þá, var, að krjúpa við rúm þeirra og flytja bæn; en eg treysti mér ekki til þess. Biðjið fyrir mér, þið, sem lengra eru komin, að eg eignist næga djörfung í þessu efni.” Veturinn eftir stundaði Ólaffa Þorbjörgu fóstru sína í langri og strangri banalegu hennar, og of- bauð þá svo kröftúm sínum, að hún lagðist sjálf hættulega. Um vorið 1903 fór hún utan, til að starfa fyr- ir Hvítabandið í Noregi, en hún var hvergi nærri orðin fullfrísk, og fór alveg með heilsu sína um sum- arið á sífeldum ferðalögum. Lá hún vetrarlangt í Þrándheimi við dauðans dyr, og náði aldrei fullri heilsu upp frá því. Læknarnir réðu henni alveg frá íslandsför, því svo var hún sjóveik, er hún tók að hressast, að hálfrar stundar sjó- ferð nesja á milli í Noregi, kostaði hana stundum vikulegu. En iðjuleysi var henni ekki að skapi. Og undireins og kraftar leyfðu fór hún til Kristjaníu, rétti þeim hjálparhönd, sem aðrir smáðu og var um leið “útvörður íslenskrar mlenningar”, allir íslenskir ferða- menn velkomnir á heimili hennar, og hún sem móðir íslenzks náms- fólks þar f bæ Sumarið 1914 heyrði eg íslenzkar stúlkur í Kría kalla hana mömmu sína. , Björgunarstarfið, sem menn geta kynst f snildarlega skrifaðri bók hennar, “Aumastar allra,” var unn- ið í öruggri trú, og einlægri löngun til að hjálpa vesalingum í samfélag við Krists. Hún kvaðst ekki hafa verið trúhneigð að eðlisfari, en séð þess svo mörg dæmi, hvernig trúin Sigurbjörn A. Gíslason. Trá Islandi. Mikilvirkur er Pinnur prófessor Jónsson enn um útgáfu _ merkra forna heimildarrita íslenzka. Af hálfu Árna Magnússonar nefndar- innar hefir hann nýlega gefið út handrit af Snorra Eddu, sem áður hefir ekki verið prentað, en hand- ria þetta er f Árnasafni og nefnt þar Codex Wormjanus. Yar það lengi í eign ættar Guðbrands bisk- ups, mun Jón Sigmundsson, móður. faðir Guðbrands hafa átt það, Guð- brandur hefir síðar átt sjálfur og loks síra Axngrímur lærði á Mel og frá honum fékk Ole Worm hand ritið 1628. Telur Finnur handritið fyrir margra hluta sakir mferkilegt. — Þá hefir Finnur nýlega skrifað ritgerð um tímatalið á 9. og 10. öld, einkum viðvíkjandi söguviðburðum í Noregi. Hafa ýmsir fræðimenn haldið því frami að tímatalið væri rangt í söguritum íslendinga, en Finnur leiðir að því þungvæg rök, að það muni vera rétt. Páll ísólfsson kom í gær úr ferð um Húnavatnssýslu. Buðu Hún vetningar Páli norður og hélt hann 10 hljómleika f sýslunni. Próf í Háskólanum hafa þessir stúdentar nýlega lokið. í lögfræði: Þórður Eyjólfsson 1. eink. 138 stig, Stefán Þorvarðsson 1. eink. 119 2/3 st., Ástþ. Matthías- son L eink. 116 st., Gústav A. Jón- asson 2. eink. 101 1/3 st., Jón Thor- oddsen 2. eink. IOOV2 stig. í guðfræði: Þorst. Jóhannesson 1. eink. 114 1/3 stig, Sigurður Þórð- arson 1. eink. 105 st., Jón Skagaan 1. eink. 118 1/3 st., í iæknisfræði: Jóh. Kristjánsson 1. eink. 173 stig, Haraldur Jónsson 1 eink. 167V2 st., Bjarni Guðmjunds- son 2. eink. 143 st„ Árni Pétursson 2. eink. 134 stig. Um Þórð Eyjólfsson má geta þess að einkunn hans er hin þriðja hæsta, sem fengist hefir í lögum hér við háskólann. Mr, Helge Petersen. Skandinaviska-Ame- ríku gufuskipafélagið opnar skrifstofu í Wpg. iSýnilegur árangur er nú þegar orðinn af tilraunum þeim, er gerð- ar hafa verið víðsvegar um Evrópu að vekja fólk til áhuga uml að flytja til Canada, til bólfestu. Æskulýður Evrópu virðist vera at> komast í skilning um, að Canada er framtíðarland með fólgin auð- æfi í skauti. Sérstakiega á þetta við um Norð- urlönd, og hefir fjöldi manna tek- ið sér far hingað yfir síðasta árið, síðan að Skandinaviska-Ameríku gufuskipafélagið hóf ferðir til Hali. fax. Hefir það félag mest af öllum gufuskipafélögum látið sér ant um Canada og var enda fyrsta gufu- skipaféiag á Norðurlöndum, er sendi skip sín til Halifax á leið til New York. Þessu máli til frekarl sönnunar er það, að félagið hefir nú ákveðið að halda opinni skrif- stofu framvegis í Winnipeg. Ástæðurnar eru í stuttu máli þær, að félagið álítur ekki að skyidur þess við útflytjendur séu á enda bundnar, er þeir lenda þeim héma- megin hafsins, heldur beri féiaginu að hjálpa þeim, að ná fótfestu hér f iandi. Vonar félagið að þesei skrifstofa geti til þess orðið um leið og hún aflar sér allra mögu- legra skilgreininga á canadiskum málefnum. MR. HELGE PETERSEN. frá að- alskrifstofu féiagsins í Kaupmanna. höfn, hefir verið settur til þess að veita skrifstofunni hér forstöðu. Mr. Petersen er ekki ókunnugur hér 1 Canada; hann var hér síðastliðið vor, til þess að semja við járn- brautirnar meðal annars, og það er ekki sízt að þakka trú hans á því, að Canada eigi að taka við ai Bandaríkjunum og laða til sín inn- fiytjendur, að félagið er nú svo vel kynt hér 0g stendur svo föstum fót- um. 8 k a n d! n a vi s k a-A mer fk u .gufu- skipafélagið er grein af hlnu beim»- fræga danska ‘.Sameinaða Eim- skipafélagi”, sem heldur uppi reglu bundum siglingum um ailan heim, að kalla má, og sem hefir sjálf- stæðar skrifstofur í hérumþil öllum stórum hafnarborgum. Pélagið hefir lengi annast um vöruflutninga til Canada, en ald- rei um farþega. Byrjað var á far- þegaflutningi nú í vor og stofnsetn- ing þessarar nýju canadisku skril- stofu hér, er vottur um starfsvilja, og framtakssemi, sem áreiðanle«a fellur Canadamönnum vel í geð. Jón Sveinsson, íslenzki kaþólski presturinn og skáldið, er nú stadd- ur 1 Rómaborg. Á leiðinni þangað nú í vor flutti hann fyrirlestur um ísland í Marseilles, voru þar m(örg hundruð áheyrendur, og var J. Sv. beðinn að flytja annað erindi. Hefir J Sv. á þenna hátt á undanförn- um árum flutt mesta fjölda fyrir- lestra um ísland eða felenzk efni til og frá um Þýzkaland og Prakk- land aðallega. Einnig hafa bækur hans frá Islandi breiðst mjög miikið út, einkum meðal æskulýðsins, og og verið þýddar á flest Norður- álfumálin. — f bréfi einu hingað hefir hann nýlega lýst komu sinnl til van Rossum kardínála, eem hingag kom. Segir hann að kardí- nálinn “sé í sannleika mjög hu»- fanginn af Islandi og minnist aldrel á landið og þjóðina svo, að hann hrósi því ekki mjög. Hann sagðl, að tekið hefði verið á móti sér með hinni smekkvísustu og yfirlætis- lausustu alúð og kurteisi”. Eins og fyr hefir verið frá sagt, var í ráðl að J. S. kæmi heim hingað í eum- ar, en úr því gat ekki orðið vegna Rómafararinnar. En sennilega kem ur hann að sumri. Síðasta ritverk hans er æskusaga úr Eyjafirðl, Nonni et Elis, sem birtist í Parísar. tíamritinu la Revue univarselle.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.