Heimskringla - 19.10.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.10.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 19. OKT. 1932 f^eimskringla (RtofnuO 1SS«) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537_____ Verð blaðsíns er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRJNGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publisbed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 19. OKTÓBER 1932. GUÐMUNDUR DÓMARI GRIMSSON. Páir íslendingar, er nú skipa opinber- ar stöður hér í álfu, eru nafnkunnari eða betur kyntir en Guðmundur dómari Grímsson í Rugby, N.D. Prá því að hann stóð fyrir hinu alkunna Florida-máli, er svo var nefnt, þá ungur að aldri og ung- ur í lögmannsstöðunni, hafa kynni hans út á við, og gagnvart almenningi jafnan verið hin sömu. Hann gerðist þá tals- maður og svaramaður fátæklinga, hinna umkomulausu foreldra, er bjuggu í ná- vist við hann, og áttu eftir son sinn að mæla, er drepinn var af miskunarlausum föntum er skipuðu þar opinberar stöð- ur í ríkinu. Virtist undir högg að sækja að ætla að ná rétti þeirra þar. Pyrst og fremst var í fjarlægt ríki að fara, og svo að ganga í hendur óvinveittri stjórn. En honum tókst það. Hefir mál það jafnan verið frægt síðan. En svo var þetta ekki einstakt dæmi í framkomu hans eða afskiftum af opinberum málum. — Hann var og hefir jafnan verið talsmað- nr almenningsins og hins umkomufáa. í»að er upplag hans. Yfirgangur og á- gengni eiga ákveðinn mótstöðumann þar sem hann er; enda vita þau það, og myndu fremur kjósa sér einhvern ann- an í hans stöðu, ef þau mættu ráða. Eftir að Guðmundur settist í dómara- sætið hefir álit hans vaxið enn meir. Hann er maður hægur í fasi og fram- gangsprúður, en fastur fyrir. Þó mála- fylgjumenn geysi í réttarsalnum, raskar það ekki rólyndi hans, og glöggur þykir hann á að finna það, þegar draga á dul á sannleikann og flækja mál með undan- brögðum eða endalausum ’útúrdúrum. Komast þeir fæstir langt, er það reyna. Réttu máli vill hann ekki halla, og nýt- ur því fullkomnara trausts almennings en flestir, ef ekki allir, er samskonar stöðu skipa. Mjög er honum ógeðfelt að kveða upp þunga dóma yfir bjálfum og vesalingfum, eða láta þá sæta erfið- ari örlögum, fyrir það að þeir hafa ekki fé að leggja fram sér til vamar. Er þetta í almæli og virt sem verðugt er honum til drengskapar. , Nýlega hefir hann kveðið upp dóm, sem almennu umtali hefir valdið í blöð- unum og þykir nýmælum sæta. Er litið svo á, að sá úrskurður muni geta haft allmikla þýðingu fyrir viðskiftamál og lánveitingasamninga í framtíðinni. Stór- gróðafélög hafa risið upp á seinni árum, síðan bílakaup urðu almenn, og haft það að féþúfu að lána væntanlegum bíl- kaupendum peninga til bílkaupa, gegn tilgjöfum og okurrentu er lögð er við höfuðstólinn, og lántakandinn er látinn greiða í jöfnum afborgunum mánaðar- lega. Flest þessi félög standa í sambandi við bílsmiðjumar sjálfar og bílsölufélög- in, en ganga þó undir öðru nafni. Hafa félög þessi rakað saman miljónum doll- ara á fáum árum. Þessu er þannig fyrir komið að bílsalinn selur aðeins fyrir pen- inga út í hönd. Hann má engum lána. Nú kemur kaupandi, er eigi getur borg- að nema einhvern hluta verðsins. Honum er ekki vísað burtu. Grenslast er eftir efnahag hans. Sé hann í lagi, er honum vísað til þessarar lánstofnunar, er tek- ur að sér að greiða fyrir hann afgang- inn af verðinu. Eru samningar gerðir að fyrirsögn lánsstofnunar; ritar lántakandi undir þá; veðsetur bílinn, lofast til að greiða “hæstu vexti sem löglegir samn- ingar leyfa”, slysaábyrgð, og að auki á- litlegá upphæð í þóknunarskyni fyrir þessa hjálpsemi. Er þetta alt lagt við höfuðstólinn og upphæðinni svo skift í tólf jafnar afborganir, er bera vexti unz þær eru borgaðar. Gefur lántakandi hand- veð jafnmörg og afborganirnar eru; greiði hann ekki hvert þeirra, jafnskjótt sem það fellur í gjalddaga, tekur lánstofnun- in af honum bílinn eða “tractorinn”, hvort heldur sem er um að ræða. Til málsókna hefir komið nokkrum sinnum út af samningi þessum, í sumum ríkjum Bandaríkjanna, og dómar ávalt fallið okurfélögunum í vil, og samning- arnir úrskurðaðir leyfilegir og lögum samkvæmir. Á dögunum kom eitt slíkt mál fyrir í Norður Dakota, og var farið með það fyrir Guðmund dómara. Maður nokkur hafði keypt bíl fyrir $698.00, en ekki haft peninga til að greiða verðið að fullu. Borgaði bílsalanum það sem hann hafði, $235.00, en hitt fékk hann að láni hjá okurfélaginu — $465.00. Fyrir að svara út peningum þessum setti félagið lántak- anda $53.00, dró svo fram prentað samn- ingsskjal, sem lántakandi skrifaði und- ir, er skuldbatt hann til að svara félag- inu $44.00 á hverjum mánuði í heilt ár, að viðlögðum “þeim hæstu vöxtum er löglegir samningar leyfðu'’. Maðurinn streittist við að borga meðan hann gat, en svo fór að félagið tók bílinn; lét hann þá stefna félaginu, en það varði sig með samningunum. Lyktaði því máli svo, að Grímsson dæmdi samningana ógilda, með því að lög væru brotin og um okurrentur væri að ræða. Dæmdi hann félaginu að- eins hina upphaflegu peninga — $465.00, er það hafði lánað, og slysaábyrgðargjald er það hafði borgað á bílnum, en alla vexti fallna samkvæmt lögum. Máli þessu hefir ekki verið áfrýjað, og eru því líkur til að dómur þessi muni standa. Heftir hann yfirgang þeirra, er notað hafa sér neyð bænda og almennings, og að lík- indum rumskar eitthvað við löggjöfinni á þessum komandi vetri. SAMKOMUHÖLL WINNIPEGBORGAR. Sá eg borg eina á upphæðum standa, með fimm dyrum var hún; fegursta smíði. o. s. frv. Vísubrot þetta mun flest gamalt fólk kannast við. í minni sveit var vísan að minsta kosti oft rauluð við rokkinn. Hún er gáta. Og ráðningin mun fáum hafa verið dulin. Það tafðist yfirleitt ekki fyrir eldra fólki að ráða gátur. Liggur oss grunur á að gátumar, þó stundum þættu fáfengilegar, hafi verið mönnum góð hugsanaæfing, og hafi átt meiri Jþátt í að efla skilninginn, en alment er ætlað. En hvað sem því líður, og hvort sem nútíðin skoðar það leikfang eitt, sem gamalt er, eða ekki, datt oss þessi gáta í hug af mannshöfðinu, er vér litum hina nýju samkomuhöll Winnipegborgar. Hún stendur að vísu ekki á “upphæðum”, eins og mannshöfuðið í gátunni er látið gera. En fótum sínum spyrnir hún þeim mun dýpra í jörðu eða við klöpp, sem er 60 til 70 fet undir sverði. Það er sagt, að traustir skulu hornsteinar hárra sala, og virðist því ekki hafa verið gleymt, er undirstaða þessa mesta samkomuhús í Canada var lögð, sem Winnipeg hefir nú orðið aðnjótandi. Þessi fagra samkomu- og sýningar- höll, þessi óviðjafnanlegi Glitnir vorra tíma, gengur hér undir nafninu Auditor- ium. Var höllin opnuð síðastliðinn laug- ardag með mikilli viðhöfn og að miklum manngrúa viðstöddum, svö að ekki varð tölu á komið. Forsætisráðherra Canada, Rt. Hon. R. B. Bennett, hélt opningar- ræðuna, þó austur í Ottawa væri. Heyrðu allir viðstaddir hana yfir útvarpið, eins og forsætisráðherra væri hér staddur. Er það vísundunum að þakka, sem flest- ir formæla nú, en fáir dást að. í ræðu sinni óskaði forsætisráðherra, að sam- komuhús þetta yrði andlegu félagslífi borgarinnar til eflingar og framfara, eigi síður en það væri borginni til prýði og upphefðar. Að ræðu hans lokinni hélt Hon. T. G. Murphy, innanríkisráðherra sambandsstjórnarinnar, stutta ræðu. En hann var hér staddur og opnaði höllina með þar til gerðum gull-lykli, fyrir hönd forsætisráðherra. Afhenti Webb borgar- stjóri honum lykilinn. Um leið og dyrn- ar voru opnaðar þyrptust margir þeirra er viðstaddir voru inn til að skoða höll- ina. Áður en þetta fór fram, hélt einnig forsætisráðherra Manitobafylkis, Hon. J. Bracken, ræðu og einhverjir fleiri. Að lýsa samkomuhöll þessari nákvæm- lega er hér ekki kostur á. Hún er gerð úr steini steyptum og stáli, sem sagt er að framleitt hafi verið úr efni innan þessa fylkis. Þegar inn um aðaldyrnar er gengið, blasir við í miðju hússins, aðal- samkomusalurinn. Eru sæti í honum fyrir 4—5000 manns. Hvert sem auga er litiö um bygginguna, blasir við manni alla vega litur marmari, svo byggingin er hin prýðilegasta útlits. Til hliðar við þenna aðalsal og fyrir stafni, eru svalir'bæði hátt og lágt, geysistórar, eða meðfram hliðum hússins, en það er nærri 400 fet á lengd og 173 fet á vídd.. Þar er ætlast til meðal annars, að sýndar verði allar vörur, sem framleiddar eru í Manitoba. Má mikið af vörum þessum sjá þarna nú þegar, því félag, sem nefnir sig North West Commercial Travellers’ Association, hefir komið þar miklu fyrir af iðnvör- um til sýnis. Er hinn mesti fróðleikur fyrir menn að sjá þessar vörur og kynn- ast þar með til hlýtar því, sem á iðnaðar- vísu er að gerast í Manitobafylki. Hefir ekki um mörg herrans ár gefist á neitt líkt því hér að ííta. Þó ekki væri fyrir neitt annað en þetta, má því segja, að með þessu nýja húsi hafi verið bætt úr mjög brýnni þörf. En þörfin á samkomu- húsi, til eflingar og aukningar félagsleg- um menningarþroska íbúanna, . var þó enn meiri orðin, og svo mikil, að undrun sætir, hve lengi dregist hefir að full- nægja henni. Alls er sagt að húsið hafi kostað um eina miljón dollara. Var því komið upp til að afla mönnum atvinnu. Hefir það þótt dýrt, enda fór kostnaðurinn drjúg- um fram úr áætlun. Þó húsið sé stórt, er svo lítið um skilrúm í því, að kostnað- urinn virðist meiri en ætla skyldi. Er ekki laust við að mönnum finnist, að líkt hafi með þann kostnað farið og annað, sem fé hefir verið veitt til í atvinnubóta- skyni, að það hefir gengið í súginn hjá þeim, er um starfið hafa séð. , En hvað sem um það kann að vera, er bænum stór hagur að því að hafa eignast þetta hús. Og frá hans hálfu' eiga bæði fylkisstjórnin og sambands- stjórnin sérstakl. þakkir skilið fyrir fjár- hagslega aðstoð þá, er þær veittu til þess. Án aðstoðar sambandsstjórnarinnar, hefði að líkindum ekki verið svo mikið sem hugsað til þess, að koma þessu húsi upp, sem vonandi er að bænum verði mikill hagur að, jafnframt því sem það er hon- um til prýði. fenginn með samningum Ot- tawa fundarins, og í sumum til- j fellum meira en Canada ennþá hefði til útflutnings af þeim, | og sem þess vegna væri ráðlegt : að leggja meiri rækt við. En þrát fyrir allgóðar horfúr I þarna á markaði fyrir kvikfén- j að, er hann nú í afar lágu verði hér. Hvað veldur því? Kjöt er alls ekki ódýrt í bæjum, hversu lágt sem verðið er, sem bændum býðst. Það munu ekki ’vera nein brögð í tafli þama, fyrir félögunum, sem gripi kaupa, að því leyti að þau séu að viða forða að sér á lágu verði, áður en samningarnir milli Canada og Bretlands eru samþyktir af þingum þjóðanna og áður en viðskiftin hefjast? Það gæti verið ómaksins vert að líta eftir þessu, eða krefjast að það sé gert. Þetta tollabreytinga frumvarp sambandsstjórnarinnar frá Ot- tawafundinum, er búist við að verði samþykt nálega breytinga laust um miðja þessa viku. UPPHAF VÍKINGAALDAR Á BRETLANDSEYJUM. (Eftir Alþ.bl.) TOLL-LAGABREYTINGIN Það er þeim einum hent, sem sérfræð- ingar eru í tollmálum, að dæma um á- hrifin á ókomnum tíma, af tolllagabreyt- ingu sambandsstjórnarinnar, sem gerð var á Ottawafundinum s. 1. sumar, og lögð var fyrir sambandsþingið s. 1. viku.- Sumar breytingarnar, sem þar eru gerð- ar á toll-löggjöfinni, eru auðvitað smá- vægilegar. Um aðrar má eflaust hið gagm stæða segja. En hve mikla eða litla þýð- ingu hver breyting um sig hefir, er að- eins þeirra manna að dæma um, sem sérstaka þekkingu hafa á tollmálum. Eitt virðist þó augljóst, og það er, að meiri toll-lækkun hafi aldrei verið farið fram á, síðan að tollmál þessa lands kom- ust inn í löggjöfina, en gert er ráð fyrir í frumvarpinu, sem fyrir þinginu liggur. Það er það vissa, sem um hana má segja, hvernig sem Bretar líta á hana, og hvað sem andstæðingaflokkar núver- andi stjórnar leggja til umræðanna um frumvarpið. Ýmsa ágæta menn, bæði á Bretlandi og í Canada hefir dreymt um rýmkun á viðskiftasambandi Canada og Bretlands. Sir Mackenzie Powell mun hafa verið fyrsti maðurinn í þessu landi, sem hélt henni fram. Og Sir Wilfred Laurier sýndi hvar hann stóð gagnvart þessari hug- sjón, með því að sýna drjúgan lit á því í framkvæmdunum. En hjá þessum mönn um báðuum náði rýmkun viðskiftanna aðeins til Bretlands. Það beið annars manns, núverandi forsætisráðherra Can- ada, að færa sviðið svo út, að rýmkun- in næði til allra þjóða innan Bretaveld- is, og stíga um leið feti framar en áður hafði verið gert í toll-lækkuninni gagn- vart hlutaðeigandi eða áminstum þjóð- um. t ræðu þeirri er forsætisráðherra Can- ada hélt á þingi með frumvarpinu um tollbreytingarnar, mintist hann þess, að með þeim væri flestum þeim vörum greidd leið til brezka markaðarins, sem hér væru til útflutnings, svo sem hveiti, byggi, nautpeningi, kopar, blýi, við, fiski, ávöxtum og mörgu fleiru. Fyrir alt það, sem Canada hefði til útflutnings af hveiti væri að vísu ekki að ræða um markað þarna, en fyrir flestar aðrar útflutnings- vörur áleit hann áreiðanlegan markað Ekki vita menn með vissu hvenær norrænir víkingar byrj- uðu að herja á Bretlandseyj- ar. Ef til vill hefir það verið eitthvað þegar á sjöttu öld. því að þá voru þeir byrjaðir að herja með ströndum Norðursjó- ar, og réðust þá Danir (eða Gautar úr Suður-Svíþjóð), inn í Frísland. Konungur þeirra er í annálum nefndur Chóchileik- us, og er nafnið augsýnilega mikið afbakað. í Beówúlfs-kviðu hinni engilsaxnesku, sem lík- legast er ort á 8. öld, er getið um þetta í sögunni af Hygelac konungi Geata (Hugleiki kon- ungi Gauta?) f írskum annálum er sagt frá, að á sjöttu öld hafi eyjan Eigg, sem er í Suðureyjum (He- brides), orðið fyrir herhlaupi og ránum. Og fyrir því sama urðu íbúar eyjarinnar Tory (undan írlandi), en ekki vissu írar hverrar þjóðar þeir voru, sem þarna herjuðu, en telja má víst að þetta séu fyrstu sagnir um norræna víkinga á þessum slóðum. Það er kunnugt að írskir ein- setumenn, sem höfðu sezt að á Hjaltlandi, urðu að flytja það an eða flýja á sjöundu öld und- an norrænum landnámsmönn- um, er þá voru að setjast þar að. Fluttu einsetumennirnir þá til Færeyja, er þá voru óbygð- ar. Kemur þetta vel heim við álit færeyska norrænufræð- Ingsins, dr. Jakobsen, er rann- sakað hefir staðanöfn á Hjalt- landi. Segir hann, að ýmislegt bendi til þess, að þar hafi ver- ið komin norræn bygð áður en víkingaöldin hófst, þ. e. fyrir árið 700. Þegar Beorhtric var konung- ur í Wessex á Suðvestur-Eng- landi (en það var frá 786 til 802), þá hjuggu víkingar frá Hörðalandi eitt sinn strandhögg nálægt Dorchester. f júnímán- uði árið 793 rændu víkingar Lindisfarne (við Norðursjó), og árið eftir eyddu víkingar Pálsklaustri að Jarrow, en eft- ir það er ekki getið um að nor- rænir víkingar hafi herjað í Englandi í 39 ár, eða ekki fyr en árið 835, en aftur á móti herjuðu þeir annarstaðar um Bretlandseyjar, t. d. árið eftir á Skye í Suðureyjum og Lam- bay, sem er undan Dyflinni, og ennfremur í Glannmorganshire (í Wales). írski landfræðingurinn Dicuil ritar árið 825, að írskir ein- setumenn, sem sezt hafi að í Færeyjum, hafi um 30 árum áður (eða um 795), orðið að flýja þaðan undan norrænum vfkingum. Árið 798 er fyrst getið um víkinga á eynni Mön (milli Englands og írlands), en þetta ár hjuggu þeir þar strand högg. Árið 802 rændu víkingar Iona, og aftur árið 806. En 811 I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a* nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. rændu þeir Munster á írlandU og 821 er Howth-skagi (nálægt Dyflinni) og tvær eyjar nálægt Wexford Haven rændar af vík- ingum. Vafalaust hefir ekki komist í annála nema lítill hluti af því, sem víkingar herjuðu, því þegar hér er komið, eru þeir víða orðnir mjög uppi- vöðslusamir, því í marzmánuði árið 800 ákveður Karlamagnús kejsari að hefja öflugri strand- varnir en áður hafi verið gegn víkingum, er herja á ríki hans, og í annálum er getið, að árið 807 hafi víkingar gert strand- högg við Sligo á Spáni, og herj- að þar inn í land alt að Ros- common. í írskum annálum er þess getið, að á árunum eftir 830 hafi komið sú flóðalda af vík- ingum, að þeir hafi gersamlega umkringt landið. Árið 832 ræna þeir Armagh (í Norður-írlandi). Þá er fyrst getið um Turges (Þorgestur?), er réði fyrir vfk- ingaflota, er lá á vötnunum Lough Neagh, Lough Ree og á Louth. Eru vötn þessi inni í landj og hefir skipunum verið haldið þangað upp eftir fljót- unum, og hjuggu víkingarnir strandhögg á austurströndinni alt suður í Meth-héruð. Tveim árum seinna er þess getið, að víkingaflotar liggi þá alt í kring um írland, og að víkingamir fari herferðir langt inn í land, svo enginn sé óhultur, en víða með ströndum fram hafi þeir gert sér kastala. Árið 835 hefjast víkingaárás- irnar aftur á Englandi, svo sem fyr var frá greint, eftir nær 40 ára frið, og virðist svo sem það hafi aðallega verið danskir vík- ingar, er þar voru á ferð. Hóf- ust árásir þesar að vestan og sunnan, en brátt færðust árás- irnar einnig til Austur-Anglíu og Lindsey (á austurströnd- inni). Turges eða Þorgestur sá er fyr var nefndur, rak árið 841 ábótann af Armagh í útlegð, en settist sjálfur að í klaustr- inu. Réði hann þá Norður-fr- landi og mun hafa fengið mest- an hluta víkinga þeirra, sem þá voru við landið, til þess að játa sér hollustu. Þess er getið, að kona Þorgests, sem í írsk- um annálum er nefnd Ota (og álitið er að sé sama og Auð- ur) hafi vanhelgað Clonma- noise-klaustrið, með því að setjast þar upp á altarið og ef til vill fremja þar seið. Halda sumir að Auður þessi sé engin önnur en Auður djúpúðga, sem við erum flestir komnir af fs- lendingar, og að Þorgestur hafi verið fyrrimaður hennar. En endalok Þorgests urðu þau, að írar náðu honum og drektu þeir honum í einu vatn- inu (Lough Owel). Það var 844. Víkingar þeir, er fram að þessu herjuðu á írland, munu allir hafa verið norskir. Fyrsta árás danskra víkinga á landið er árið 849. Kölluðu frar Dani Dúbh-gail, sem þýðir svartir út- lendingar, en Norðmenn köll- uðu þeir Finn-gail, sem þýðir hvítir útlendingar. Kunnu þeir vel að gera greinarmun á Dön-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.