Heimskringla


Heimskringla - 04.04.1934, Qupperneq 2

Heimskringla - 04.04.1934, Qupperneq 2
6. SEÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEXj, 4. APRÍL 1934 JÓN RUNÓLFSSON, SKÁLD 1856—1930 íslenzk þjóð hefir jafnan verið auðug af skáldum og vitmönn- um sem stórlega hafa auðgað líf þjóðarinnar á öllum öldum, tónarnir frá hörpu Braga hafa vakið yndi í huga og hjötrum Íslendinga bæði fyr og síðar. Og á hinum síðustu tímum er þjóðin rís úr rotinu og brýtur alda gamla ánauðar og álaga hlekki, þá eru það skáldin sem -eiga stærsta þáttinn í því að hlása anda framsóknar og manndáða börnum þjóðarinnar í brjóst. í>au kveiktu þann eld á 19. öldinni sem lýsti þjóðinni um langa ófarna vegu. En skáldin eins og hugsjónamenn' mannkynsins margir hafa ekki ávalt verið gæfumenn. I>eir hafa margir verið sjálfum sér vestir. Hljómurinn frá hörpu þeirra var svo hvellur að hann heyrðist landshorna milli svo fagur að hann hreif hverja sál, þrótturinn svo mikill í ljóðum þeirra að veganesti fekk þjóðin ekki hollara um öræfagöngu lífsins, en þó eru þessir menn sumir ógæfumenn á veraldar- vísu, rétt sem þeim væri út- skúfað frá farsæld og almenn- um lífsins gæðum, sem eins og skipbrotsmenn á áralausum bát hrekjast þeir um mannlífshafið í leit eftir farsæld, í leit eftir sannleika, í leit eftir drauma- landinu fullu af von og lífsgleði annað veifið, en hitt slagið í vonleysis myrkri er sorgir og vonbrigði stafa af. I>eir vinna mannfélaginú stórt gagn, kveikja áhuga hjá heillri þjóð, bylta við hugsunarhætti kyn- slóðarinnar, opna ný framtíðar- lönd, undralönd, auðug og fjöl- skrúðug, skapa jafnvel mörg- um farsæld, en sjálfir bera þeir lítið úr býtum, berjast við ör- birgð og allsleysi og líða skort sem hnekkir þeim andlega og líkamlega. Þannig er varið úm sum hin ágætustu skáld vor. Ógæfan og hamingjuleysið sýndist elta þá: Bólu-Hjálmar, Sigurð Breiðfjörð, Kristján Jónsson, Gest Pálsson, Jónas Hallgrímsson og m. fl. Það er annað gæfa eða gerfileiki. — Kyngi kraftur þessara ljóðsvana og ritsnillinga íslenzkrar tungu var stórskorinn, fagur og hríf- andi margbrotinn. Þeir auðg- uðu þjóðina, en þeir voru “písl- arvottar gæfunnar”. Þeir gengu til grafar fyrir skapraun vegna erfiðra lífskjara. En þjóðin eða almenningur jafnaðarlega við- urkennir ekki mennina, jafnvel sína bestu menn fyr en þeir eru komnir undir græna torfu, og þá er of seint að hlaupa undir bagga og reyna að gera lí-fið þeim bærilegt. Þetta er ekki synd eða yfirsjón kynslóðarinn- ar í gær, eða í dag eingöngú. Það er kynslóðum meðskapað, það hefir verið þeirra fylgikona frá alda öðli og verður að meira eða minna leyti, meðan sól stígur úr ægi. Mennimir eiga erfitt með að meta það góða hjá samtíðar- mönnum og erfitt að sjá í gegn- um fingur þar sem þess er þörf. Mennirnir hafa misskilið köllun sína að létta byrði meðbræðr- anna og sérstaklega ef þeir frá veraldar fjármála sjónarmiði hafa “farið halloka í leik lífs- ins, eða að einhverju leyti hafa orðið olnbogabörn mannfélags- ins. Einn af þessum mönnum var skáldið Jón Rúnólfsson, sem var einn af þeim með Vestur-ls- lendingum, sem hefir náð feg- urstum tónum úr hörpu Braga; en sem nú er fallinn frá. And- láts hans var aðeins lauslega getið í Vestur-lslenzku blöðun- um og nokkrir af skáldhögum Vestur-lslendíngum hafa kastað stöku að leiði hans en að öðru hefir hans ekki verið getið, eða um hann skrifað. Jón er Austfirðingur, fæddur að Gilsárteigur í Eiðaþinghá í S.-Múlasýslu árið 1856. Sonur Runólfs í Snjóholti hreppstjóra Jónssonar hreppstjóra Einars- sonar, Jónssonar Oddsonar prests á Hjaltastað. Kona Run- ólfs en móðir Jóns var Margrét Bjarnadóttir. Var hún hálf- systir Bjarna Andréssonar, bónda í Hnefilsdal á Jökuldal, Helga hét móðir Margrétar og var Þorleifsdóttir Ásmundarson- ar bónda í skógargerði í Pellum. Jón var aðeins örfárra ára er hann fluttiat með foreldrum sínum að Snjóholti og Eiða- þinghá. Þar ólst hann upp, mun hafa verið 16. ára er hann fór úr föðurgarði og gerðist sýsluskrifari, og hélt þeirri stöðu í þrjú ár. Jón var ekki við eina fjölina feldur ntn dag- ana, var reikull í ráði og uhdi ekki lengi í sama stað. Æfin- týralöngunni og útþráin var rík í honum og fýsti jafnan að kanna ókunna stigu. — Lagði hann því oft land undir fót og ferðaðist víða. Til vesturheims fluttist hann árið 1879 á blóma- tíð útflutninga íslendinga til Vesturheims. Jón staðnæmdist fyrst í Minneota, Minnesota. Vann þar nokkuð algenga vinnu, var einnig um skeið starfandi á prentsmiðjunni þar. Komst hann þá fyrst allnokku'ð niður í ensku máli og kyntist enskum bókmentum sem hafði mikil áhrif á fegurðarsmekk hans. Til Canada kom hann 1883 og dvaldi þá í Winnipeg og á ýms- um stöðum norðan og sunnan landamæranna næstu árin. Á kveldskóla gekk hann aðeins um tíma einn vetur í Winnipeg og komst þá svo vel niður í ensku og öðrum almennum náms- greinum að hann fekk kennara leyfi í Manitoba. Byrjaði hann á bamaskólakenslu í Mikley í Winnipegvatni 1889. — Varð barnakensla síðan æfistarf hans að mestu leyti, þótti hann góður kennari. Gáfur hans voru fjöl- hæfar og þekking hans all-víð- tæk. Til íslands ferðaðist Jón tvisvar, fyrst 1903. Var þá 4 ár á ættjörðinni. Var lengi skrif- ari hjá Steingrími Jónssyni sýslumanni á Húsaýík. Veitti fólki einnig nokkuð tilsögn í ensku, og var á tímabili kenn- ari við bamaskólann á Húsavík. í öðru sinni fór hann heim 1912 og dvaldi þá næstum ár- langt í Reykjavík. Kendi þá ungu fólki í höfuðstaðnum ensku og hafði mikla aðsókn. Eftir hann tók að eldast gaf hann sig minna við kenslu- störfum. Varð einnig erfiðara að fá skóla við hans hæfi. Vann hann þá oft erfiðisvinnu, sér- staklega á haustin við úppskeru- vinnu, þótti hann duglegasti maður fram á síðustu ár, fylg- inn sér og húsbónda hollur. En það sem halda mun nafni Jóns á lofti var skáldskapar gáfan. Hann var skáld af “Guðs náð” og þroskaðist sú Iistagáfa hjá honum fyrir sér- staka vandvirkni og rækt þá er hann lagði við ljóðasmíðar sín- ar, en þó gat hann ekkv lagt þá þá rækt við hugsjón sína sem skyldi. Erfið lífskjör og sí- feldur hrakningur m. fl. hafði stór áhrif á sálarlíf hans. Sótti þá að honum þunglyndi og fanst sem og var að hann stæði einn í lífsbaráttunni. Var þá sem vonleysi steðjaði að honum, sem dró úr honúm kjark og á- ræði við störí sín. Sá var og ljóður á ráði hans að hann hneigðist til drykkju. Varð sú ásttríða honum þung í skauti um langt skeið. Vildi Bakkús verða honum ofjarl, því hann vildi taka völdin í sínar hendur. ^ “Hefir það margan horskann hent” að lenda í þeirri ógæfu, hafa mörg íslenzk skáld og stórmenni liðið skipbrot í líf- inu fyrir áhrif Bakkúsar. Þrátt fyrir það sem hér hefir sagt verið, má segja Jóni, það til hróss að hann stríddi á móti þessari ástríðu eða tilhneigingu oft all sterklega og voru oft löng tímabil sem hann var sig- urvegari. En erfitt var honum að yfirstíga freistinguna þegar hún blasti við og lofaði öllu fögru'. Jón las mikið, hann ann ís- lenzkum bókmentum og var vel fróður í sögu þjóðar sinnar og íslenzkum bókmentum yfirleitt, sérstaklega var hann hugfang- inn af íslenzkum ljóða skáld- skap, bæði að fornu og nýju, sem mergur var í. Hann las einnig mikið skáldrit Skandi- nava og Englendinga. Ekkert íslenzkt eða útlent skáld var Jóni jafn kær sem enski skálda- jöfurinn Alfred Tennyson. List- hæfi og fegurð sú sem birtist í verkum hans hafði ei lítil áhrif á fegurðarsmekk Jóns, beygði hann höfuð sitt í lotningu, sem mælti fyrir því andans stór- menni. Jón var verkum hans kunnugur út í æsar og þýðing hans á hinu undurfagra kvæði hans: “Enoch Arden” verður Jóni jafnan loflegur minnis- varði. Þýðing drápu þessarar kostaði Jón mikið verk og á- reynslu. Hafði hann það í smíð- um í nokkur ár. Sárnaði hon- um það er því var slegið fram á prenti að hann hafði verið fjórðung aldar að þýða drápuna. Hann sagði þeim er þessar línur ritar að hann hafi byrjað árið 1911 og þá þýtt fyrstu fjórar ljóðlínunar, en síðan hafi beðið mörg ár, áðu'r en hann fyrir al- vöru fór að fást við þýðinguna en henni er lokið í öllu falli 1924, því þá kemur ljóðabók hans út með þessari þýðingu í í fullri heild. Gallalaus verður ekki þýðingin talin fremur en önnur mannaverk, en óhætt mun að fullyrða að skáldinu Tennyson hefir ekki verið ó- I raun réttri—þarf minna en lc virSi af IVfagic Baking Powder i stóra þriggja laga köku. ..Og þér megið reiða yður á hin sömu jöfnu gaíði—æflnlega. Það er þvi lítil furða þð helztu matrelðslu sér- fræðingar i Canada segi að það borgi sig ekki að eiga neitt á hættu með vafasaman baking powder. Bakið úr Magic og verið vias! MAGIC BtJINN XII. I CANADA “LAUS VIÐ ALÚN” — Þessi setning á hverjum bauk er yður trygging fyrir þvi að Magic ^f! Baking Powder er laus við áiún eða önn- ur skaðleg efni. FIMTÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Framh. Skýrsla trtbreiðsiunefndar Nefndin, sem skipuð var til þess að 1huga útbreiðslumálin leyfir sér að leggja fram eftirfylgjandi tillögur: I. Að stjómarnefndin hlutist til um það, eftir þvi sem fjárhagsástæður leyfa, að menn séu sendir til að heimsækja þær deildir, sem nú eru starfandi eða starf- andi hafa verið, ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Og að þetta sé gert í sam- ráði við deildimar að þvi er tíma og ann- að þesskonar snertir. Geti nefndin ekki annast heimsóknir, þá að minsta kosti hafi hún bréfaskifti við deildimar. n. Að stjórnaraefndin hlutist til um það, að samin sé ítarleg bókaskrá yfir þær bækur, sem nú em í eign félagsins í því augnamiði að deildunum sé gefinn kostur á að fá að láni þær bækur, sem kunna að vera til í fleiri eintökum en einu ef þær óska þess. m. Að stjóraamefndin reyni að hjálpa lestrarfélögum, sem vilja panta bækur frá Islandi, til þess að framkvæma það, með því að gerast milliliður milli bókakaup- enda hér og útgefenda heima, eftir því sem ástæður leyfa. IV. Að stjómarnefndin fari þess á leit við lestrarfélög út um bygðir Islendinga, að þau gerist meðlimir félagsins undir þeýn lögum, sem nú era til um inngögu slíkra félaga, eða gerist deildir I félaginu með venjulegum hætti. V. Nefndin er þeirrar skoðunar að nú síðari árin hafi ekki nóg verið starfað að útbreiðslu félagsins. Þess vegna vill hún leggja til, að stjómamefndin leiti sér allra mögulegra upplýsinga um möguleikana, sem fyrir hendi eru til út- breiðslu, einkanlega í þeim bygðum, sem engar deildir hafa, með það fyrir augum, að auka félaglnu krafta, til þess að tryggja tilvera þess meðal fólks vors í f ramtíðinni. VI. Þingið viðurkennir að íslenzku viku- biöðin hér í Winnipeg hafa gert allmikið að því að styðja Þjóðræknisfélagið og málefni þess, og er þeim þakklátt fyrir það. En að hinu leytinu álítur það, að þau gætu meira gert í því efni, og vill vinsamlegast mælast til, að þau láti ekk- ert tækifæri ónotað, til þess að efla ís- lenzka þjóðrækni fyrir vestan hafið. — Sömuleiðis vill þingið beina þeim tilmæl- um tii allra þjóðrækinna Islendinga hér í álfu, að þeir styðji útgáfur blaðanna, sérstaklega með því að kaupa og borga þau. Winnipeg 21. febrúar 1934. Virðingarfylst, Jón Jóhannsson Páll Guðmundson J. P. Sómundsson Matthildur Frederickson Guðm. Amason Tillaga Ari Magnússon, A. Eggertsson studdi að nefndarálitið sé tekið lið fyrir lið. Samþykt. 1. liður: S. B. Benediktsson gerði til- lögu og A. Olson studdi að liðurinn sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 2. liður: Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Ami Eggertsson studdi að sá liður sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 3. liður: S. Vilhjálmsson gerði tillögu og Hlaðgerður Kristjánsson studdi að liðurinn sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 4. liður: Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og S. Vilhjálmsson studdi að 4. liður sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 5. liður: A. Eggertsson gerði tillögu og S. Vilhjálmsson studdi að þessi liður sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 6. liður: Um þennan lið urðu talsvarðar umræður. A. P. Jóhannsson mæltist til að nefndin tæki þenna lið aftur til ihug- unar og gerði viðauka i þá átt að Þjóð- ræknisfélagið stuðlaði að því að brýna fyrir þjóðræknismönnum að kaupa og borga íslenzku blöðin og sérstakiega væri æskilegt ef uppvaxandi og yngri Islend- ingar gerðust áskrifendur. Dr. Rögnv. Pétursson sagði að íslenzku blöðin væru að gera þarft þjóðræknisstarf og bæri að þakka þeim verk þeirra í þá átt, og hvetja þau að halda áfram þvi starfi. Mintist hann einnig undir þessum lið á hvað lítilfjörlegar og lauslegar umgetn- ingar birtust í ensku blöðuunm um ís- lenzk mannalát og annað viðkomandi Is- lendingum. Vonaðist hann til að þetta kæmi til umræðu undir Nýjum málum. Einnig tóku til máls J. P. Sólmundsson, séra Guðm. Arnason, S. B. Benediktsson, Jón Jóhannsson og S. Vilhjálmsson. Tóku þeir allir í sama strenginn um þjóð- ræknisstarf íslenzku vikublaðanna og nauðsynina á að hvetja fólk til að kaupa þau og nota. Tillögu gerði A. P. Jóhannsson og J. P. Sólmundsson studdi að nefndin taki þenna lið aftur til íhug- unar. Samþykt. Las þá Arni Eggertsson upp lista af bókum er Margrét Vigfússon hafði ný- lega gefið Þjóðræknisfélaginu. Forseti gat þess að þetta væri virðingarverð gjöf og mundi þetta verða tekið upp undir nýjum málum. Var þá komið að hádegi og frestaði forseti fimdi til kl. 1.30. Fundur var settur af forseta kl. 2. e. h. Síðasta fundargerð lesin og samþykt. Lagði frtbreiðslumálanefndin fram álit sitt með breyttum og endurbættum 6. lið. Hlaðgerður Kristjánsson lagði til og Sig. Vilhjálmsson studdi að 6. liður sé sam- þyktur eins og lesin. Samþykt. Sig. Vilhjálmsson lagði til og A. Eggertsson studdi af álitið sá viðtekið i heild með gerðum breytingum. Samþykt. Fræðslumái Nefnd sú er skipuð var til að íhuga fræðslumálin, og leggja fram nefndar- álit, leyfir sér hér með að gera eftirfar- andi tillögur: 1. Að Þjóðræknisfélagið haldi áfram, að styðja af alefli kenslu og uppfræðslu baraa og unglinga í íslenzkri tungu, sögu og bókmentum; og vinni áfram að því, að böm og unglingar séu látin iðka uplestur íslenzkra kvæða og smásagna, og söng á íslenzku bæði í heimahúsum og á samkomum hinna ýmsu félags- deilda. Viðbót við fyrsta lið. Jafnframt vill nefndin fyrir hönd Þjóð- ræknisfélagsins, þakka bjartanlega, hið ósérplægna og ágæta starf kennaranna við laugardagsskóla Þjóðræknisfélagsins, og þeirra annara, sem stutt hafa það starf, hvetja aðrar deildir félagsins til slíks skólahalds út um bygðir. 2. Að stjómamefnd félagsins leiðbeini einstaklingum og deildum um val og út- vegan hinna hentugustu Islenzkra kenslu, lestra og söngbóka, þeirra, sem mest era við hæfi íslenkzra bama og unglinga vestan hafs. 3. Að þá um ræðir böm og unglinga, sem hafa eigi not af fræðslu um íslenzk efni á islenzku, þá séu foreldrar og deildir hvött til þess, að vekja athygli slikra bama og unglinga á Islandi, sögu þess, bókmentum og menningu, með því, að fá þeim í hendur valin rit um þau efni á enskri tungu. Getur það vel orðið til þess, að þeim ungmennum vakni löngun til íslenzkunáms; að minsta kosti er full ástæða til að ætla, að slíkur lestur auki þeim eigi aðeins þekkingu á íslenkzum efnum, heldur glæði jafnframt hjá þeim virðinguna fyrir íslenzkum verðmætum og hugsjónum og hlýhug þeirra til Is- lands. Leyfir nefndin sé að benda á það, að til eru á ensku máli all mörg ágæt rit um íslenzk fræði, við hæfi bæði unglinga og fullorðinna ,og margt góðra þýðinga af íslenzkum ritum. Leggur nefndin einnig til, að bókasafn Þjóðræknisfélagsins afli sér, eftir föngum, sem felstra slíkra rita til útláns meðal félagsmanna. Alítur nefndin hreint ekki ólíklegt, að hlutað- eigandi útgáfufélög myndu láta bóka- safninu I té mörg rit þessi við vægu verði, eða jafnvel ókeypis, ef það væri skýrt fram tekið, að félagið væri að hvetja félagsmenn og deildir til að afla sér slikra rita. Loks vill nefndin leggja til ,að skipuð verði milliþinganefnd til að semja á íslenzku skrá yfir hinar betzu og hand- hægustu bækur á ensku um íslenzk efni. Sé á skrá þeirri lýst heiti, útgefanda og verði ritanna, og verði hún prentuð ann- aðhvort í Tímariti Þjóðræknisfélagsins eða í slenzku vikublöðunum. 21. febrúar 1934. Richard Beck Hjálmar Gíslason John Asgeirsson Nefndar álit lesið af próf. Richard Beck. trtskýrði hann einnig álitið til hlítar og hugmyndir nefndarinnar. S. B. Benediktsson lagði til og Asm. P. Jóhannsson studdi að álitið sé tekið lið • fyrir lið. Samþykt. 1. liður: Ami Eggertsson lagði til og Halldór Gíslason studdi að liðurinn sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 2. liður: Tillögu gerði Halldór Gíslason studda af B. K. Johnson að þessi liður sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 3. liður: Guðmundur Amason lagði til og J. P. Sólmundsson studdi að liðurinn sé samþyktur éins og lesin. Samþykt. Asm. P. Jóhannsson bað nefndina áður en álitið yrði samþykt í heild að inn- binda þakklæti félagsins til kennara á laugardagsskóla félagsins fyrir það fram- úrskarandi starf er þeir hefðu unnið í vetur. Séra Guðm. Amason lagði til og Asm. P. Jóhannsson studdi að 1. liður sé aftur tekinn til athugunar af nefndinni með því augnamiði að bæta við bendingu Asm. P. Jóhannssonar. Samþykt. Gerði þá nefndin viðauka við 1. lið I samræmi við þessa bendingu, og gerði þá Arni Eggertsson tillögu og Asm. P. Jó- hannsson studdi að álitið sé nú viðtekið i held. Samþykt. Eins og álitið fer fram á skal forseti skipa milliþingnanefnd í málið og kvaðst hann ætla að gera það strax, og útnefndi próf. Richard Beck til þess starfs á árinu. Samvinnumál við Island. Nefndar álitið lesið af próf. Richard Beck. Með því að félagsmönnum er kunnugt um þetta mál frá undanfarandi þingum leyfir nefnd sú, er skipuð var til að í- huga samvinnumál við tsiand, að leggja fram eftirfarandi tillögur, án ferkari skýringa af sinni hálfu: 1. Að stjórnarnefnd félagsins sé falið að halda áfram viðleitni sinni í þá átt, að vinna að því, að komist geti á gagn- kvæm verzlunarviðskifti milli Islands annarsvegar og Canada og Bandaríkja hinsvegar. 2. Stjóraamefndinni sé falið fram- haldandi starf í þá átt, að skipaðir verði fastir verzlunar erindisrekar á Islandi frá Canada og Bandaríkjunum. 3. Að stjómamefndinni sé falið, að fara þess á leit við útvarpsráðið á Is- landi og ríkisútvarpið í Canada, að sam- komulag fáist um það, að minsta kosti tvisvar á ári, verði endurútvarpað sér- síbku útvarpi frá Islandi, sem ætlað sé ís- lenzkum mönnum hérlendis. 4. Ennfremur leggur nefndin til, að þingið, fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins, tjái sig samþykt því, að komist á sem nánust og vinsamlegust kirkjuleg sam- vinna milli þjóðarinnar heima og Is- lendinga vestan hafs; þes sem slík sam- vinna yrði sjáanlega til eflingar viðhaldi íslenzks þjóðemis hér í álfu. 5. Jafnframt vill nefndin vekja athygli vestur-íslenzkra námsmanna, sem hafa í huga, að stárfa sérstaklega meðal þjóð- flokks vors hér í álfu, eða stund ætla að leggja á íslenzkar fræðigreinar, að þeim myndi gagnlegt ,að verja að minsta kosti eins árs tíma til framhaldsnáms I þeim efnum við Háskóla Islands. 21. febrúar 1934. Rögnv. Pétursson Mrs. Asta Erickson Friðrik Dalman Björg Skagfjörð Richard Beck Séra Guðm. Arnason lagði til og Margrét Byron studdi að álitið sé tekið lið fyrir lið. Samþykt. 1. liður: Séra Guðm. Arnason lagði til og Margrét Byron studdi að þessi liður sé viðtekinn eins og lesin. Samþykt. 2. liður: Ami Eggertsson gerði tillögu og Páll Guðmundsson studdi að liðurinn sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 3. liður: Tillögu gerði séra Guðm. Arnason studda af Margrét Byron að liðurinn sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. 4. liður: Um þennan lið álitsins urðu talsverðar umræður. Ásgeir Bjarnason gerði tillögu og Sig. Vilhjálmsson studdi að þessi liður sé feldur úr nefndarálitinu. Með tillögunni mæltu þeir Sig. Vil- hjálmsson, J. J. Bíldfell, Ásg. Bjarnason, Asm. P. Jóhannsson og séra Guðm. Arna- son, en á móti töluðu dr. Rögnv. Péturs- son og J. P. Sólmundsson. Var þá gengið til atkvæða, og greiddu 32 atkvæði með tilIÖgunni að fella liðinn úr en 15 á móti. 5. liður: S. B. Benediktsson lagði til og Páll Guðmundsson studdi af liðurinn sé samþyktur eins og lesin. Samþykt. Asm. P. Jóhannsson lagði til og A. Eggertsson studdi að álitið sé samþykt í heild með gerðum breytingum. Samþykt. Framh.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.