Heimskringla - 30.10.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.10.1935, Blaðsíða 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. OKT. 1935 H^ítnakringla (Stofnuð 1886) Kemur út i hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKTNG PBESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 VerS blaðsins er Í3.00 árgangurinn borgist fyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winntpeg "Heimskringla” is publi&hed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Mtm. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 30. OKT. 1935 VÆNTANLEGUR TIL WINNIPEG Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri og fyrverandi forsætisráðherra Islands kem- ur til Winnipeg um næstu helgi. Flytur hann, eins og Þjóðræknisfélagið hefir auglýst, fyrirlestur á mánudagskvöldið í Fyrstu lútersku kirkju. Verður það eina tækifærið, sem íslendingum gefst kostur á að hlýða á hann hér í þessari ferð, því á þriðjudag heldur hann aftur suður til Bandaríkjanna og heldur áfram fyrir- lestrastarfi því, er hann ,var þar ráðinn til með vesturferðinni. Heimsóknir ágætustu manna heima þjóðarinnar eru Vestur-íslendingum kær- ari en alt annað. Á undanfömum árum hafa þeir við og við átt því láni að fagna, að njóta heimsókna þeirra. Og það eru engar ýkjur þó haldið sé fram, að það hafi verið skemtilegustu stundir Vestur- íslendinga. Þjóðræknisfélagið er þessa ekki dulið. Þessvegna gekst það fyrir því, að hr. Ás- geir fræðslumálastjóri Ásgeirsson heim- sækti Islendinga í Winnipeg. Eir og búist við, að í nærliggjandi bygðum geti menn einnig notið góðs af því. Hr. Ásgeir fræðslumálstjóri Ársgeirs- son er einn af ágætustu mönnum þjóðar vorrar. Hann er þjóðkunnur maður og nýtur mikils álits, sem stjómmálamaður, mentamálafrömuður og drengur hinn bezti. Vestur-íslendingar bjóða hann velkom- inn! KINGSTJÓRNIN SEZT Á LAGGIRNAR King stjómin tók við völdum s. 1. mið- vikudag með vanalegri viðhöfn, eiðtökum, lúðrablæstri o. s. frv. Val ráðgjafanna, halda stórblöðin fram, sem álíta sig vera “raddir undirokaðrar alþýðu”, að stjórninni hafi tekist allvel. Um það ætti því ekki að vera að villast. iSamt eru nú átta af ráðgjöfunum úr gömlu stjórninni, af flakinu frá 1930; var þá öllum hafnað. Verið getur að þeir hafi tekið stakkaskiftum síðan. Ein þar sem þeir eru allir á aldrinum frá 50—70 ára, er naumast ástæða að ætla þá í hópi ann- ara en þeirra, er sakir aldurs mun erfitt að snotra. I stað þess að minna á nokk- uð nýstárlegt, er von og trú á bjartari framtíð veki, mun mörgum fremur detta í hug, í sambandi við ráðgjafavalið, hrafnar fijúgandi aftur á hræ. Fimm ráðgjafanna eru úr Quebec-fylki; fjórir úr Ontario. Úr vestur fylkjunum fjórum eru aðeins þrír þeirra, auk King’s sjálfs, sem þar á ekki og hefir aldrei átt heima, þó þingsætið sé þangað sótt. Úr Alberta er auðvitað enginn. í ráðuneyt- inu er því fáliðað úr Vesturlandinu. Það er því ekki eins mikilvægt liðið það er til ráðherra-skipunar kemur, og látið er í kosningum stundum, er því er haldið fram, að hagur alls landsins velti á vest- ur-búum og þeir séu einir salt jarðar. Enn sem komið er, hefir King ekki skipað nema 16 ráðgjafa í stöðu. Áður hafa þeir verið 20 eða 21. Annað hvort ætlar hann að fækka þeim, eða hann skipar hina síðar. Er þó helzt talað um að hann fækki þeim, því hann hefir sam- einað nokkrar deildir. Ráðgjafa fækkun- in væri nú góð og blessuð ef hún væri nema á yfirborðinu. En að hún sé láta- læti tóm ber alt með sér. í stað þeirra sem fækkað verður, ef nokkuð verður af því, verða í hverri deild ráðnir þing- eða löggjafarritarar, sem fræða og upp- lýsa eiga deildimar. Og fái nú hver yfir- maður hvers sérstaks starfs innan deild- arinnar einnig slíkan ritara, er auðséð, að þjónum hins opinbera á ekki að fækka, heldur fjölga. Það er gamla einskis- verða kákið, sem King er að fi'tja upp á með þessari breytingu, eins og við mátti búast. Hann sá að hann gat ekki vígt nógu marga af fylgismönnum sínum í stjórnarstöður. Til þess að reisa rönd við því; brýtur hann upp á þessum nýju stjóraarstöðum, en til þess a,ð afsaka það, frestar hann kosningu fjögra ráð- gjafa, sem að vísu gerir lítið 'til þar sem þeir hafa ekki nein fastaembætti, en læzt með því vera að fækka þeim. Hvað King ætlar sér með þessum nýju embættis-> mönnum, er af honum sjálfum skýrt á þá leið, að hann sé með því að venja menn við ráðgjafastarf. Úr hópi þessara á því framvegis að kjósa ráðgjafa. Þjóðin á með öðrum orðum, að kosta menn úr klikku liberala á skóla og skaffa þeim svo æðstu eða bezt launuðu stöðumar í landinu að námi loknu. Þetta er nú fyrsta spor Kingstjórnar- innar. í hennar augum verður það að sitja fyrir öllu, að afla vildarsnáðum flokksins hálaunaðar stöður á kostnað ríkisins og almennings, sem við því mátti nú helzt á þessum tímum. Þetta er að byggja upp pólitískt einræði í landinu. GRIKKJA-KONUNGUR ENN f LONDON George Grikkjakonungur, sem nú dvel- ur í London sagði fyrst er hann kom þangað árið 1924, eftir að hann hafði verið rekin frá völdum og lýðveldið var stofnað, að hann væri viss um það, að þjóðin mundi bjóða sér aftur að taka við völdum. Hann afsalaði sér ekki rétti sínum til konungdóms, er fótum var kom- ið undir lýðveldið, og hann fór úr landi. Orð hans hafa nú ræzt. Honum hefir nú verið boðið af George Kondylis forsæt- isráðherra Grikklands, að koma heim og itaka við konungdóminum. Kondylis her- foringi og konungssinni, orkaði því ný- lega í þinginu á Grikklandi, að frá meiri hluta þingmanna til að koma Tsaldaris forsætisráðherra frá völdum, og til að samþykkja að Uka aftur upp konungdóm í landinu, eins og hann var með lögum frá 1911. Zaimis, forseti lýðveldisins, er einnig með þessari atkvæðagreiðslu þingsins, valdlaus eða úr sögunni, þar sem lýðveldis skipulaginu hefir verið kallvarpað. Tsaldaris forsætisráðh. er sagður hafa verið konungssinni, sem Kondylis, en ekki eins ákveðinn. Samt fékk hann nú þingið snemma á þessu ári til að greiða atkvæði með því, að almenn atkvæðagreiðsla færi við hentugleika fram um það, hvort land- ið ætti að taka aftur upp konungsstjóm, eða halda áfram með lýðstjórnar fyrir- komulagið. Og atkvæðagreisla sú fer að öllum líkindum fram. Kvíðir Kondylis engu um að atkvæðagreiðslan verði sér eða konungssinnum í vil. En George konungur II. virðist efa- blandinn og er kyr í London. Hann tók boðinu um að koma undir eins til Aþenu hið rólegasta, og er ekki lagður af stað, er þetta er skrifað. I Aþenu eru nú her- lög. Það er ekkert óeðlilegt, að George II. sé á báðum áttum. Síðan á stríðsárun- um hafa verið sjö byltingar í Grikklandi. Constantine, föður George II. var tvisvar steypt af stóli. Og fjórar einræðisstjómir hafa með valdi verið hraktar úr sessi. Þegar Constantine var af vestlægu stríðsþjóðunum vikið frá völdum 1917, var George II. ennfremur hafnað vegna skoðana hans, en yngri bróðir hans, Alex- ander, settur til valda. Hann dó skömmu síðar á veldisstóli. Og áður en Con- stantine voru þá um stundarsakir falin völd í annað sinn, fór fram almenn at- kvæðagreiðsla um það, svo George II. hafði heldur ekki þá neitt tækifæri. En þegar Constantine var knúður til þess að fara frá völdum 1922, varð George II. konungur. En ríkisstjórn hans varð þá skammær, því 1924 varð hann að hverfa úr landi. Dagar iýðveldisskipulagsins voru sagð- ir taldir á Grikklandi í marz á þessu ári, er uppreist Venizelos á móti konungs- sinnum var bæld niður. Venizelos er nú útlagi Dg hefst við í París. George II. er 54 ára gamall. Hann er skilinn við drotningu sína Elizabetu. Hún var af Holenzollem ætt, eins og móðir George sjálfs, er var systir Vilhjálms Þýzkalandskeisara. Konungshjónin komu sér saman um það að skilja og dómstólar Rúmeníu veittu það. Elizabet er systir Carols í Rúmeníu og er alflutt til heima- lands síns. George II. er skyldur konungsfólkinu á Englandi. Afi hans, George I. sem myrt- ur var í Saloniki 1913, var bróðir Alex- öndru Englandsdrotningar. George I. var annar konungur Grikkja eftir að þeir brutust undan Tyrkjum. Sá fyrsti hét Otto og var rekinn frá ríki. Þannig stendur nú á hjá þjóðinni, sem einþverja fegurstu lýðveldis draumana dreymdi í heiminum fyrir mörgum öldum. En þrátt fyrir það þó stórveldin í Evrópu hafi nú í heila öld eða meira verið að reyna að gróðursetja þar konungsvald, er sagt að alþýðan sé mjög frábitin því og sé lýðveldissinnuð í eðli sínu. Þó hefir ávalt farið svo; að þegar lýðveldisskipu- lagið hefir átt að reyna, hafa óhlutvandir menn beitt sér þar fyrir, sem þjóðin hefir ekki getað stutt og hefir steypt jafn- harðan. Hvort að hún hefir nú bein í nef- inu til að hafna konungsvaldinu á ný við atkvæðagreiðsluna, verður fróðlegt að vita. Kondylis hefir herinn bæði á sjó o: landi með sér og þykist einn sköpum þjóðarinnar ráða. en nokkurt félag var stofnað um um grimd og villimensku í bömum til vemdar. Og fyrsta! frammi hafða við smábörn. _________ BREYTNI MANNA (Ræða flutt 26. okt. í Sambandskirkju af séra Philip M. Péturssyni) “Með þeim mæli, sem þér mælið öðrum, mun yður og mælt verða.” (Lúkas 6:38) í vikunni sem leið héldum vér þakkar- gjörðardaginn hátíðlegan. Vér mintumst alls þess, sem vér erum þakklátir fyrir og töldum upp í huganum, ef ekki opinber- lega, alla þá hluti, sem hafa verið oss gleðiefni á þessu ári. En eins og eg tók fram á samkomunni á þakkargjörðar- hátíðinni á fimtudagskvöldið, þá veittum vér því ef til vill ekki eins mikla athygli, hvað vér höfum gert, sem öðrum var til góðs eða gleði á liðnu ári, til þess að þeir gætu einnig verið þakklátir. Eg las stutta ræðu eftir séra Magnús Helgason, þar sem hann lýsti því, hvernig væri hægt að ryðja steinum úr braut ann- ara, til þess að lífið yrði þeim skemtilegra og ánægjulegra, og til þess áð þeir fengju að njóta sín sem bezt. Sumum mun ef til vill finnast að táeki- færi til þess að gleðja aðra séu ekki altaf auðfundin. En nú í vikunni, fá allir, sem búsettir eru í Winnipegbæ, tækifæri til þess að hjálpa öðrum og gleðja þá, — því þá verður samskota leitað til þess að styrkja tuttugu og sex stofnanir, sem starfa að því, að veita munaðarlausum börnum jafnt sem fátækum og heimilis- vana körlum og konum skjól og næringu. Jesús sagði — “ávalt hafði þér fátæka menn hjá yður.” Vér höfum þá hjá oss í dag eins og á hans dögum og það er í samræmi við kenningu hans, að vér reyn- um að hjálpa þeim.'að gleðja þá, svo að þeir geti einnig verið þakklátir sem vér fyrir alt það sem oss hefir verið vei'tt. Þessi sjóður, sem safnað verður til, komandi viku, er nokkurskonar borgara- félagssjóður, og úr honum fá þessar tutt- ugu og sex stofnanir styrk til þess að halda uppi starfi sínu, og meðal þeirra eru barnaheimili, sjúkrahús og gamal- mennahæli, sem öll starfa að því að hjálpa bágstöddum, að létta byrði þeirra og ,eins og séra Magnús komst að orði í ræðu sinni, að ryðja steinum úr braut þeirra, sem þurfa hjálpar við. Sumif munu ef til vill spyrja hvort það sé ekki hægt að halda uppi því starfi, sem þessar stofnanir vinna nú að, með nokkr- um öðrum hætti en þeim sem nú er gert. Mér finst að það væri æskilegt að stjórnin tæki þetta verk að sér, í stað þess að láta leita samskota á ári hverju. Það sem safnast þannig er oft of lítið til þess að það megi fullnægjandi kalla. En það kemur ef til vill með tímanum. En á meðan að svo er ekki, þá verður að leita samskota á ári hverju og ættu menn að taka vel á móti þeim, sem leita til þeirra, því það er mikið og gott verk, sem þessar stofnanir leysa af hendi, þó að það sé ekki að öllu leyti eins fullkomið og æskilegt væri. En þegar vér íhugum það, að það eru tiltölulega fá ár síðan að stofnanir þessar urðu til, þá er það mesta furða, hvað mikið gagn þær gera og em fleirum til góðs en vér getum ímyndað oss. Nú á hverju ári er ótal mörgum börnum veitt uppeldi og lækning af þeim. Lög hafa verið samin til þess að afstýra þjáningu og neyð og illri meðferð á börn- um og til þess að sjá um það, að börn njóti skólamentunar og tækifærið til þess, að verða að góðum og nýtum borgurum. En eithvað er þetta öðruvísi en það sem þektist, bæði í þessu landi og flestum öðrum fyrir aðeins sextíu árum síðan. Þá þektust engin lög neinstaðar í heiminum, sem vernduðu börn gegn mis- þyrmingu eða óréttlæti. í Bandaríkjun- um var dýravemdunarfélag stofnað áður barninu, sem bjargað var í Bandaríkjunum og grimdarfullri meðferð sætti, var með því gert að lýsa því sem “litlu dýri” og með því að senda umboðsmenn dýravemdunarfélagsins til heimilis þess, að sækja það þangað eins og nú er gert, ef iSem dæmi þess má nefna manninn, sem leigði son sinn 9 ára gamlan beiningarmönnum, sem bundu hann við stól til þess aö hann sýndist vera máttvana eða afllaus. Með því bjuggust þeir við að fólk vorkendi drengnum, og að það gæfi hon- með hunda eða ketti er illa far- l um og sér fúsara peninga. ið. Og þetta átti sér stað fyrir aðeins sextíu árum. Það var veturinn 1875, að sjálfboðatrúboði, Mrs. Etta Wheeler heimsótti konu nokkra í fátækrahverfi New York borg- ar, sem var að deyja úr berkla- veiki. Mrs. Wheeler spurði kon- una, hvort hún gæti nokkuð gert fyrir hana. En hún svar- aði: “Eg á ekki lengi ef'tir að lifa, en eg dey rólega, ef þú getur bjargað aumingja barninu í næstu íbúðinni.” Um leið og hún talaði þessi orð, heyrðust þung högg, og hljóð er lýstu angist og kvölum frá barni. — Þegar Mrs. Wheeler opnaði dyrnar, kom stór og viðbjóðs- legur maður á móti henni og helti yfir hana bituryrðum og skömmum og hótaði að henda henni niður stigann. í einu horni herbergisins lá lítil stúlka, sex ára að aldri, klædd í fa'ta- tötra, með blóð og marbletti á andliti og handleggjum. Annað dæmi mætti nefna þar sem tveggja ára gamalt bam var leigt hjónum. Barnið var klætt í fatagarma og látið labba á undan hjónunum á fjölfarinni götu. Margir kendu í brjósti um barnið og fátæku hjónin, og gáfu þeim þvjí peninga til hjálp- ar. En það upplýstist seinna að þessi hjón græddu á þessu fyrirtæki 60 dali til jafnaðar á viku, en borguðu einn dal á dag til foreldra barnsins. Mörg önnur dæmi mætti nefna, en þessi duga til þess að sýna fram á það, að þörf er enn á bamavernd, stofnunum er ala önn fyrir börnum og taka að sér börn sem illa er farið með. Og það er til þess að bjarga og hjálpa þeim, að bæta hag þeirra, og veita þeim tæki- færi að njóta sín sem bezt, sem hluti af samskotafénu verður notaður sem leitað verður á morgun. Á sjóðinn, sem safnað verður fyrir fyrsta lögregluþjóni sem hún hitti, en hann sagði henni að hann gæti ekkert gert við föður, þó hann hýddi barnið sitt. Hún fór því næst itil dóm- ara, en hann sagði henni, að það væru engin lög til, sem bönnuðu foreldrum að refsa bömum sínum. Að lokum fór hún til lögfræðings nokkurs, sem Eldridge Gerry hét, og sem var í þjónustu dýravemdunarfé- lagsins. Hann hugði að það væri, ef til vill hægt að bjarga barninu ef það væri kallað “lít- ið dýr.” Og það var gert. Embættismenn félagsins brut- ust inn í íbúðina, tóku með valdi svipu og skæri sem notuð höfðu verið til þess, að berja 'bamið með, — og málið var tekið fyrir hæsta rétt New York-ríkis. Þar var sá úr- skurður gefinn, að maðurinn og konan, sem voru fósturfor- eldrar barnsins, voru dæmd til fangelsisvistar fyrir glæpsam- lega breytni. Þetta mál vakti athygli fólks, og rannsóknir voru hafnar til þess að bjarga öðrum börnum, sem líkt stóð á með. Barna- verndarfélag var stofnað og hafa samskonar félög verið síð- an mynduð víðsvegar um heim. Það var þörf á því þá, og þörf- in er engu minni á vorum dög- um, að halda þeim félögum við. Það eru ekki nema örfáir í mannfélaginu sem leyfa sér að misþyrma bömum. En þó það væri ekki nema einn maður sem gerði það þá væri það samt einum of margt, og nóg til þess, að það vekti viðbjóð og gremju brjóstum manna. En því mið- ur eru nokkrir til í hverjum stórbæ og jafnvel víðar, sem eru svo ómannlundaðir og grimmir í sér, að þeir sýnast enga meðaumkvun eða miskun Mrs. Wheeler kærði manninn til, er mint með orðatiltækjum, svo sem þessu: “Suppose No- body Cared?” eða, “Hvemig færi ef allir væru afskiftalaus- ir,” eða ef enginn kærði sig um á hverju ylti.? Og með þessum orðum minna þeir á það að ef engin kærði sig um hvað yrði af þessum börnum*sem nú er séð um — ef engin kærði sig um fá- 'tæka eða þjáða eða munaðar- lausa — mundi illa verða á- statt í mannfélaginu. Eg hefi komið með nokkur dæmi sem sýna fram á það, hvernig væri ástatt ef engin hefði skift sér af ástandi barna fyr á tímum. Og svo getum vér ímyndað okkur hvernig væri ástatt, ef enginn maður hefði nokkumtíma hugsað um aðra — hugsað um velferð þierra, hugsað um að bæta hag þeirra eða geía þeim lífsbraut- ina auðveldari yfirferðar. Ef hver maður hefði hugsað aðeins um sjálfan sig, og ekkert um aðra — þá væri mannfélagið ekki enn komið á það þroska- stig sem nú aðskilur það frá dýrunum. Allar framfarir manna — eða þýðingarmestu framfarir — hafa átt sér stað vegna þess að einhver kærði sig nógu mikið um þær, til þess að vinna að þeim þó að hann fengi engin önnur laun en þau að málefnið eða hugsjónin varð að fram- kvæmd. Á siðferðissviðinu, hefði engin framför verið, ef einhver eða einhverjir hefðu ekki fundið hjá sér löngun til þess að hjálpa öðrum, og lagt stundum líf sitt í hættu til þess að mannkynið öðlaðist hærri og fegurri hugsanir, og til þess að það einnig fyndi hjá sér löngun til þess að hjálpa öðrum og bjarga þeim úr vandræðum eða erfiðleikum. Mestu mennirnir í sögu mann- semi eiga í hjarta sími gagn-1 kynsins hafa Verið þeir, sem vart þeim sem hjálparlausir eru og enga möguleika hafa á að bjarga sér sjálfir. Meðferð á bömum á síð- ustu öld var hræðileg. Á Eng- landi voru börn frá sjö til tólf ára að aldri látin vinna í verk- smiðjum fjórtán og jafnvel fleiri klukkutíma á dag. Stundum voru börn tekin á fimta ári, girt aktýgum, eins og hundar og beitt fyrir smávagna í kolanám- um, til þess að draga þá í gegn- um smáop, sem of lítil voru fyrir fullorða menn. En þetta átti sér stað á fyrri tímum, áður en nokkur bama- vemdarfélög voru stofnuð. En þrátt fyrir það að þessi félög hafa starfað í sextíu ár, þá fréttum vér enn einstöku sinn- hjálpuðu öðrum, sem ruddu öðr- um braut — sem greiddu úr, erfiðleikum þeirra, sem hugguðu þá í sorg, linuðu þjáningar og græddu sár þeirra. Það var þessi hugmynd sem séra Magnús Helgason vildi hugfesta hjá þeim, sem hann flutti ræðu sína um brautryðj- andann. Hann kom með dæmi um Jón Sigurðsson, og um lít- inn dreng og stúlku, sem hjálp- uðu öðrum og gerðu þeim lífið léttara og bjartara. Það var einnig sama hugmyndin, sem Jesús hafði þegar hann sagði lögfræðingnum forðum dæmi- ösguna um miskunsama sam- verjann—og einnig þegar hann sagði: — eins og Jóhannes seg- ir hann hafa sagt, — “Meiri

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.