Heimskringla - 01.01.1941, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.01.1941, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JANÚAR 1941 Wfúmsktin$\u (Stotnu/S lSSt) Kemur út A hverjum miOvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. •53 og SSS Sargent Avenue, Wtnnipeg Talsímis 86 S37 VerO blaCslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrirfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta brél blaðlnu aðlútandl sendlst: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” ls publlshed and printed by THE VIKItlG PRESS LTD. SS3-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 637 WINNIPEG, 1. JANÚAR 1941 ÁRAMÓT Heimskringla óskar að gömlum qg góðum sið gleðilegs nýs árs. já — gamall er siðurinn. Rómverjar héldu nýár fyrir kristni í minningu um goð sín (Janus, Marz). Eitthvað sex öldum eftir fæðingu Krists, er fyrst far- ið að halda nýár sem kristna hátíð. Þá mun og byrjað að halda það á þeim tíma, sem það er nú haldið. En áður voru áraskifti á ýmsum tím- um. Gyðingar og Sýrlendingar héldu sitt nýár til forna að haustinu. Róm- verjar töldu það lengi frá byggingu Rómaborgar og héldu það að vorinu. Grikkir töldu eftir kapphlaupum þeim, sem haldin voru við Olympia og byrjaði árið hjá þeim um sumarsólstöður. Á Is- landi byrjaði það einnig um miðsumars- leytið, í byrjun heyanna mánaðar. Má til sönnunar því færa, að næsti mánuður eftir hann, er nefndur tvímánuður, sem hlýtur að hafa verið annar mánuður árs. Hann byrjaði eiphverntíma eftir miðjan ágústmánuð. En út í þetta skal ekki farið lengra. Á íslandi var á kalþólsku tímunum ný- ársdagurinn nefndur átta-dagur. Dróg hann nafnið af því að hann var áttundi dagur frá jólum og haldinn helgur. Stór- hátíðir kaþólskra voru þá haldnar helgar í átta daga og var fagnaðurinn og glaumurinn mestur oft síðasta daginn. Fyrst eftir að nýár var tekið upp á átt- undadegi jóla, var árið og aldur manna oft talinn frá jólum. Á Islandi var það gert á kaþólsku tímunum. Menn sögð- ust hafa lifað svo og svo margar jóla- nætur í stað ára. Vaninn er önnur nátt- úra mannsins, eins og sagt er, enda hefir það verið óspart notað til stuðnings ýms- um stefnum og málefnum ekki sízt trúnni til viðhalds. Enda er hún oft ekki mikið annað en vani. Þannig er nú nýársdagurinn til vor kominn. 1 sjálfu sér er hann ekkert annað og meira, en hver annar nýr dag- ur. Heitin, sem menn í orði kveðnu þá oft vinna, yæru eins góð, ef gerð væru, hvern annan morgun dags sem væri, af 364 dögum ársins. Það, að ætla sér að gera betur á næsta ári, en því liðna, fara skynsamlegar að ráði sínu, vera elju- samari, ákveðnari, gera meira gott, syndga minna, eru heitstrengingar, sem oftar þyrfti að gera, en einu sinni á ári, því mönnum hættir nú orðið við að gleyma þessháttar á styttri tíma en það í flaumi lífsins. Til forna stigu menn á stokk og strengdu heit, og efndu, eða láu dauðir ella. Ef Islendingar stæðu við áform sín nú eins og í þá gömul góðu daga, væru nýársheitin til einhvers. En þar, sem í svo mörgu öðru, höfum við mist sjónir á því, sem íslenzkt er og erum lakari menn fyrir, en ekki betri. Á liðnu ári lék stríðið fjölda þjóðá mjög illa. Þessi þjóð, þó í stríði sé, hefir ekki mikið af því enn að segja, sem betur fer. Hver þjóðin af annari var rúin óðali sínu og frelsi, og á nú við kúg- un og þrældóm að búa. Sumar þeirra eru dauðvona og hafa fylstu ástæðu til að örvænta um tilveru sína, undir nýja fyrirkomulaginu, sem Hitler þykist hafa í pokahorni sinu til að gæða heiminum á. Að stíga á stokk og strengja þess heit, að kveða slikan böðulskap niður, ætti að vera fyrsta heitstrenging hvers frjálsborins manns á þessu nýári. Það er hin helgasta skylda gagnvart öllu mannkyni. Ræða Roosevelts forseta, sú er hann flutti s. 1. sunnudag, má heita bezta heitstrenging í þessa átt; hún lýsir mjög eindregið þörfinni á að beita sér í þágu lýðræðisins og frelsisins í heiminum, og að leiðin til þess sé aðeins ein, sú að Bandaríkjaþjóðin og allar sannfrjálsar þjóðir styðji Breta með ráði og dáð í yfirstandandi stríði. Þetta er það sem í hugum manna býr efst þar sem siðmennig öll er ekki enn fótum troðin. Og yér finnum ekki önnur orð betri, en þau er Roosevelt forseti mælti í þessari ræðu til að heilsa ný- árinu með. ÞAR SÁST ALDREI SOLDÁT FYR (Eftirfarandi frásaga birtist nýléga í vikuritinu Saturday Evening Post, með vilja og vitund canadiskra herforingja, og sögð skrifuð í Reykjavík af Leslie Roberts). ísland tekið hernámi af Canada- mönnum eftir tíu friðar aldir. Miklar, stálgráar búlka bússur lágu í höfn á austurströnd Canada, léttu akker- um, lestuðu sig, héldu út um sund, víg- ásum varið gegn kafbátum og stefndu til hafs. Skömmu síðar slógust önnur minni skip í förina, hlaðin vopnum, sem mest mátti, bæði undir þiljum og á; þeim fylgdu herskip; hvert tók þá stöðu sem því var ætluð og hélt henni er flotinn gæddi rásina. Leiðangur var á ferð kominn frá Canada, einn af mörgum. Allir sem horfðu á flotann fara og nálega allir leiðangursmenn hugðu ferð- inni heitið þangað sem orustan brezka lætur hæst af vábrestum og vígabraki, en þangað voru áður margir farnir frá Canada. Að þessu sinni lögðu Canada- menn til hafs að verja þá ey, þar sem fyrst skal viðnám veita ef herferð er hafin til meginlands Norður-Ameríku. Að viku liðinni brunaði floti þessi inn á stórskipalegu Reykjavíkur, og við her- liði frá meginlandi Ameríku blöstu brattir og berir tindar Islands fjalla, vaðandi í þoku. Áður en þar kom grun- aði flesta að þeim var ekki ætluð vist í skútum og skjólum gegn lofthernaði á Englandi, sumir kunnu átta skil, sumir urðu vísir af kvisi sem jafnan sveimar innan borða, og því að öllum voru fengn- ar flíkur umfram venju. En sama sem enginn vissi hvað við tók. 1 maímánuði 1940 fundust engar byss- ur á Islandi nema nokkrar sem veiði- menn áttu. Landið er álíka stórt og Pennsylvanía, en enginn soldáti fyrir- fanst í því landi. Engin hersnekkja var til að verja þess víkur og voga. Engin herfluga sveimaði yfir þess hraunbreið- um. Danir, bandaþjóð íslands, voru sviftir sjálfræði og þá varð sá mikli hólmi fyrsti áfangastaður í Atlantshafi norðan til, ekki eingöngu elzta menning vestan Evrópu, heldur varnarlaust um- fram öll önnur lönd í víðri veröld. Þar næst settist þar Bretaveldi, óboð- ið. Vestan frá Canada, suðaustan frá Bretlands eyjum brunuðu knerrir, hlaðnir hermönnum inn á Reykjavikur höfn, þúsundir ungra manna í mórauð- um kastflíkum (sem Bretar kalla her- klæði) stukku út af borðstokkum í kugga sem fluttu þá til lands. Frá smá- um hafskipum — þau ein sem rista minna en seytján fet geta lagst við hafnarbakkann — var þungi hegraður á land: stórbyssur, stáli varðar kerrur, skotvopn gegn herflugum með virkjum, búlka bílar, hreyflum knúin hjól, skot- birgðir, matbirgðir. Niður á hafnar- bakka þyrptust ófrýnir ísl. karlmenn og þeirra fríðu konur og horfðu á her- skara ganga á land í fyrsta sinn frá því landnám hófust, en síðan eru tæpar ellefu aldir liðnar. Það fólk lét ekki á sjá,. hvort því líkaði betur eða ver. Is- lendingar voru ráðnir til að bíða hlut- lausir í volki þeirrar veraldar sem var aldeilis gengin af göflunum. Hvað tjóar? Hvað geta Islendingar að gert? Þetta virtist mega lesa út úr þeim alvarlegu andlitum. Friðsamlegt hernóm Fylkingar fóru gangandi, skotbákn og búlka bilar runnu á hjólum um stræti staðarins og út um sveitir til fjarða sem mætastir þóttu til varnar. Skömmu síð- ar var Hótel Borg krökt af hermönnum í bláum foringjaklæðum sjóliða og mó- rauðum herliða búningi, að kaupa skota- koll (skozkt brennivín með dropa af gos- vatni) sem þeir fengu að vild í þeim greiða skála með nýjasta sniði. Hersveit- ir fóru fylkingum eftir sveitabrautum, syngjandi gantalega bragi með nýstár- legum lögum. Áður en margir dagar iðu hurfu sumir aftur til borgar, byltu sér í sundpolli staðarins, skrefuðu um stræti, stóðu við á gatnamótum og rýndu á orðabók soldáta, hina islenzku, sem segir að orðin: “Eg vil glas af öli’’, framborin á réttum stað, muni leiða bjórkollu í Ijós. Þeir sem voru enn framari og snjallari til að beita hugarins kröftum, röktu leiðina til kvikmynda- skála, en það voru þeir einu staðir ofan jarðar í borginni, þar sem myrkur var að finna um Jónsmessu leytið. Fáeinir yfirburða menn til andlegrar hreysti höfðu laglegar stúlkur íslenzkar við hlið sér, er þeir fetuðu að miða gati. Þetta var byrjunin á björtum vordegi árið 1940. Nú er það sægirta land sem liggur norðan við sjóleiðir Norður Atlants hafs, tveggja daga ferð frá Bretlands eyjum, fimm frá meginlandi N. Ameríku, vígi grátt fyrir járnum með gínandi skot- vopnum. Skotbákn mæna til hafs og gægjast niður hlíðar til f jarða. Meðfram ströndum jarðborgir og skotgarðar. '■— Skotvirki gegn herflugum og hermenn hjá. Virki á vegamótum og.hermenn á verði. Fylkingar fótgönguliða tamdar til áhlaupa. Herskálar, spítalar, vista- skálar í hverfum þar sem háskans þykir helst von. Frá þeim miðstöðvum breiðist útvarða stöðvar líkt og rif i blöku. I helztu stöðunum er mikill f jöldi liðs til taks samstundis og við þarf. Háir staksteinar steyptir ná frá fjörumáli til fjalla, til að hefta för brynjaðra vagna. ísland var vanbúið til hernaðar í þúsund ár, skifti þá skyndilega um, gerðist víg- búið og ramvirkjað á stuttri stund. Alt þetta er annað en lítils virði fyrir Canada. Ef óvinir búa um sig á íslandi, þá er nærri hálfsótt hafið til austur- strandar, svo sem Labrador. Kafbátar og aðrir spellvirkjar á sjó, ef athvarf hefðu t. a. m. í Reykjavík, gætu gert ódæma spellvirki á sjóleiðum í Atlants- hafi. Eyjan liggur þar á hnettinum, að þaðan mætti herja sædrekum á hið vestræna meginland. Bretum þætti þröngt fyrir dyrum ef ísland væri í óvina höndum, vís voði viðskiftum sínum og vöruflutningum af hálfu kafbáta er það- an herjuðu. Þeir voru búnir að missa Rawalpindi á þessum slóðum. Ekki ýkjalangt suður þaðan brunuðu leið- angrar þeirra með vopn og varning frá Canada og Bandaríkjunum. Bretar sáu ekki annað betra en taka til sinna ráða. Svo þeir frá Bretlandi og Canada gerðu sig heimakomna og bjuggu þar um sig. íslendingar vildu alls ekki skifta sér neitt af annara áflogum, sem vonlegt var að hlutleysis hugarfar stafi frá frið- samlegu lífi í þúsund ár. Þeim fór sem Belgíu, Hollandi, Noregi og félögum þeirra Dönum, beiddust einskis nema að þeir væru látnir í friði. En sá var mun- urinn, að hinar smáþjóðirnar í Evrópu höfðu verið í nábýli við aðrar stórar og oft áleitnar þjóðir, svo öldum skifti, en Island gnæfði í tignarlegri einveru við norðurskauts baug, óáreitt og óháð nema samskiftum við Danmörk. Þeim brezka og canadiska her varð fyrst fyrir, að fá íslendinga til að treysta því, að þeim stafaði hvorki voði né vandi af hernáminu, og lítil óþægindi. Engin viðleitni hefir verið sýnd til að taka ráðin af þeim stjórnarvöldum sem fyrir voru. Umferð hefir ekki tept verið nema á helztu hervarnar svæðum. Ekki hefir nein tyllistjórn verið sett á lagg- irnar. Engir brezkir Viðkunnar hafa gerst til að reyna að teygja neina af landsins þegnum frá þjóðar hollustu. Formaður stjórnarinnar er skipaður af Dana konungi, sem er einnig konungur íslendinga. Bretar hafa sendiherra vel séðan hjá stjórninni í Reykjavík. Herliðið stundar það sem því er ætlað og lítur varla upp úr. Ef hermönnum er hleypt til borgar, er aginn sá, að heima- fólkið hafi altaf rétt fyrir sér, og fram- ferði sínu skuli þeir haga eftir þvi. Þetta hefir gefist vel. 'Þegar hausta fór og nótt fór að lengja, var svo komið að hermenn og heimafólki kom vel saman. Unga fólkið kom riðandi á hestum og hjólum víðs vegar að, til að hlusta á hljóðfæraslátt í herbúðunum. 1 kaup- túnum hópuðu sig íslenzkar stúlkur og canadiskir piltar, tvö og tvö saman, til. að leita gamans. Gildir borgarar buðu aðkomumönnum heim. - Þyrkingur og tortryggni fyrirfanst um Jónsmessu leyt- ið en um vetrarnætur þýðlegt viðmót og vinsemd. Vitaskuld, um tvo kosti var að velja, hinn var ekki frýnilegri: Hvað gerðist í Danmörk, gleymum ekki því. 1 byrjuninni kom ýmislegt fyrir. — Fyrstu vikuna komu hávær mótmæli út af því, að herforingi hafði látið reisa tjöld hersveitar sinnar á grösugri grund, skamt frá höfuðstaðnum, en eigandi þess grængresis hafði ræktað hvert strá á þeirri grænku með ást og umhyggju. Á milli fóru rygileg orð. Hers- ins herrar voru seinir til að skilja, af hverju allur sá hávaði spratt og handleggja sláttur. Alstaðar er grasið, er ekki svo? Þannig reiddi rökræðuna fram og aftur og ekki flýtti það fyrir niðurstöðu, að hvorugir skildu andsvör hinna. Á endanum rann skært skilningsljós í vit- und þeirra borðalögðu: að gras væri fágætt og kostbært á Is- landi, hvernig í ósköpunum sem á því stæði. Nú, jæja, úr því svo var, þá skyldi flytja tjöldin og soldátarnir sofa á klöppunum í kring, mjúkum, mátulega svölum, og byrja strax í kvöld. Gestunum hafði sézt yfir, að hey er sá gróður jarðar, sem íslendingar rækta með mestri umhyggju, af þeirri gildu ástæðu að það er næsta torræktað og mikils þarf með af því. Þeir hafa sauðabú stór og hrossahjarðir, þau eru harð- gerð þó smá séu og nauðsynleg til reiðar og flutninga. Sœttargerð um grœngresi Fám dögum síðar steig her- foringi á land í Reykjavík, af heldra tagi, af gulli glitrandi. Þann sama dag gekk hann á fund með auðkýfingum nær- sveitanna. Hann var kominn, sagði hann, að tilhlutun her- ráðaneytis, til að athuga þetta með grasið. Ætlaði hann að borga? Alveg sjálfsagt. Auð- kýfingar urðu alveg hissa. — Þann sama dag var því máli ráðið til lykta eftir því sem graseigendur vildu vera láta. Þessi atburður tjáist hafa sannfært eyjarskeggja um sannsýni gesta sinna, umfram alt annað sem gerst hefir fyr eða síðar. En soldátar frá Can- ada, upp og niður, munu aldrei skilja í því fólki sem forðast að setjast í hlaðbrekkuna hjá sér, dauðhrætt við að bæla grasið. Fleira hefir stutt að sátt crg samkomulagi heldur en góð- vild og hrein viðskifti þeirra aðkomnu. Löngu áður en her- skipin brunuðu inn á skipalegu Reykjavikur, voru viðskifti við útlönd þrotin. Fiskur, két, ull, æðardúnn frá íslandi seldist til Danmerkur, landanna við Mið- jarðarhaf og Eystrasalt. Flutn- ingabannið tók fyrir þá sölu. Viðskifti íslendinga virtust komin í vanda og hagráð þorr- in. Þá bauðst Bretland til að kaupa fisk og két við góðu verði, sem var alls ekki miðað við, að sá krókur var seljend- um nauðbeygður. Ennfremur þegar mörg þúsund hermenn komu í land, sem horfði fram á harðan skort og hungur, þá fylgdi mörg blessun komu þeirra. Canada geldur sínum hermönnum ríflega, þó Bretum fari öðruvísi, og jafnframt eru | þeir ungu menn fulltrúar þeirr- | ar skoðunar að þeir skildingar | séu glataðir, sem er ekki snar- að í umferð undir eins. Það er ekki gott að giska á, hve mikið af canadiskum dollurum og enskum pundum lendir í vösum kaupmgfhna og annara sem versla með mat og drykk, mán- aðarlega. Þar á ofan kaupa brytar beggja herja miklar birgðir matar víðsvegár um land, með þeim árangri, að hagráð landsmanna tóku skyndilegum bata. Nú má heita að eini óleysti vandinn sé, hvað gera skuli við æðardún. Flestir af þeim æskumönn- um sem voru ferjaðir til lands í Reykjavík, hugðu fyrir sér liggja álíka æfi og Byrd og hans félagar eiga; þein höfðu hjálma eða hettur til að verja eyrif, nef og kjálka fyrir kólg- unni. Ef soldáti hafði fengið færri en sex rekkjóðir í sinn hlut, eða sjö, þá var hann full- viss um að líf sitt væri í hættu. En ekki lentu þeir canadisku soldátar á jökli, heldur í 40 þús. íbúa borg, með rafljósum, vatni í húsum, straumrendum, þægindum, laglegum stúlkum, kvikmyndum, gaskerrum og því sem nefnast má: bllum heimilis þægindum. Þeir sem komu frá sléttunum í Saskat- chewan, þeim víðu grundum, eða frá skógarhöggi í Quebec, um þá er óhætt að segja, að þeir höfðu aldrei komið nærri svo hraðvaxandi og hraðfara bæ, á sinni æfi, í sínu heima- landi. Aðeins fátt skorti af því sem í Norður Ameríku gerist og gengur. Járnbrautir eru j engar. Trjávöxtur enginn með ■ ströndum fram, sem gæti kall- ast því nafni. I Reykjavík eða .Hafnarfirði gat að líta stöku blómabeð, og kálgarða með kartöfllum, róum eða ribsberja blöðum, en hvergi hávaxið korn, engin blóma gerði skart- andi mörgum litum og fögrum, landareign býlanna er ekki stór, oft milli fjöruborðs og hrauns. Að öðru leyti er Reykjavík áþekk hverjum ný- tízku bæ álíka stórum í Can- ada eða Bandaríkjunum. Talsíma og ritsíma strengir eru alstaðar. Soldátar hvílast milli varða við útvarpsklið frá Ameríku, sem þeir vilja helzt kjósa. Tvö þúsund bílar, stakra eign, renna eftir vegum sem duga til þægilegra ferða- laga. Stjórnin annast úthlut- un á bjór, sem má kallast sæmilegur, en áfengir drykk- ir eru þunglega skattaðir, svo að staupið kostar um 75 cents. Heimagert brugg forðast her- inn að miklu leyti, sem er hent- ugt ef náttúra fylgir nafni, en sá lögur heitir: svarti dauði. Búðargluggar í kaupstöðum eru fullir af varningi frá Ame- ríku og Evrópu. Stúlkurnar eru hýreygar og ganga vel í augu karlmanna. Ekki eru þær allar ljóshærðár, þó svo megi virðast í fljótu bragði. Lokka- liðun vanrækja þær ekki né farða. Ef þær hafa allar eitt sameiginlegt einkenni, þá er það svipur kringum augun, sem venjulega sér á sjómönn- um og öðrum sem eru oft úti í roki. Herforingjanna hagur er á borð við það sem gerist í öðr- um löndum. Á verði hjá þeim stóru strandvarna byssum þola þeir sömu þrautir og þeirra undirmenn. En á miðstöðvum eru þeir vel hýstir við góðar veitingar. Canadiskir herfor- ingjar hafa sezt fyrir á Hótel Borg, til samneytis og um- gengni sín á milli og við aðra. Á Borg eru bráðir bríaðar á ameríska vísu, mjöður bland- aðar og mungát sem í Ameríku, þar dunar dansinn með nýjustu sveiflum en slættinum stýrir ungur maður frá Bandaríkj- unum. Á verði við sjó En fleira verður að gera en gott þykir til að vígvirkja fs- land. Milli fjarðanna eru f jöll brött og gróðurlaus. ’Stríðir vindar standa af hafi og berja þá slyddu sem standa við byss- urnar, og kaldri rifningu. — Skjól er hvergi, því að stór- byssum verður að velja setur á hæstu höfðum og sem sléttust- um, en þar er rokið hvassast. Byssunum verður að halda volgum, svo að tiltækar séu á hverju augabragði. Samband má aldrei slitna við miðstöð sem ræður skotum, við varð- stöðvar til og frá og við þær sveitir sem búnar eru til at- lögu, hvenær sem við þarf. Sú árvekni má aldrei slakna. Og helzta skylda herforingja er að vinna sífeldlega sem rösklegast á móti því, að árvekni dvíni. hjá mönnum sem hafa ekkert annað að gera en bíða eftir á- hlaupi sem aldrei hefir orðið af, sem kannske aldrei verður af, getur þó skollið yfir fyrir- varalaust.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.