Heimskringla - 01.01.1941, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.01.1941, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. JANÚAR 1941 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Þessi her verður umfram alt að berjast við þann gífurlega Jeiða, þá skammdegis vitfirr- ing, sem stafar af aðgerðaleysi °g því, að vita alls ekki hvað bera kunni að næst, allan dag- inn, dag eftir dag. Þær sveit- ir sem þá stundina eru lausar við útvarða eða stórbyssu stöðvar, eru aldrei látnar að- gerðalausar, heldur hver einstakur færður stað úr stað, til að halda þeim vökrúm og vöskum. Þeir sem fara með skotvélar á hjólum halda aldrei kyrru fyrir. Ný brögð eru leikin og ný ráð fram- kvæmd til varnar. Tómstund- um verður að hjálpa hermönn- um til að verja vel. Til þess miða einkum knattleikir, sem eru kappsamlega stundaðir. — Mestur vandinn er að finna til þess leiks sléttar grundir, hallalausar, í hraunum og mel- Um. Að heyja þá leiki á grasi er víst glæpur, sem dauðasök liggur væntanlega við. Öðru verður að gegna þegar Vetrar, segja hermenn, því að þegar skauta hringur er svell- aður, má fylla stóru holurnar með vatni. En þá verður dimt allan daginn. Hvað svo? Tveggja dœgra dagur í herbúðum hafa göngu, skota og öku liðar allgóð hý- býli, hækur, radio, nóg að reykja, skytning votan bæði og vætuvana — engan áfengann, aðeins íslenzkan bjór — hljóð- faeraslátt, messur, fyrirlestra. Þeir sem koma frá háskólum fá færi til að halda fram námi meðan þeir sitja og bíða. Aðrir eru hvattir til náms af mörgu tagi, til þess hæfari verði til herframa og kunni betur til sinna verka þegar friður fæst. Kensla í íslenzku stendur þeim til boða. Þó að orðasafnið sem hernum var fengið, geymi margan furðulegan fróðleik, þá finst þar engin undirvísun i ástahjali, sem sýnir að sá sem tók saman þá orðabók, var ó- / kunnugur fari soldáta um víða veröld. Svo kenslan í islenzku er vel sótt. Ljósahaldið á Islandi er sér likt og engu öðru, óslitin birta á sumrin, semfelt myrkur á vetur og þar af stafar hugar- fari og hegðun mikill vandi. Kyrstu vikurnar sem herinn dvaldi í landinu og skipaði vörnum á hnúka þess og höfða, reisti vígi og herbúðir, þá var hver dagur meir en 20 bjartar sólskins stundir og tæpar fjór- ar af gráleitu rökkri. “Er þetta gaerdagur, dagurinn í dag eða morgundagurinn?” var þá vanaleg spurning. Það var vandi að fá herinn til að hátta i júní mánuði. Strákar voru Öðru vanir en vera rekkjusettir í björtu. Með vetrarkomu skiftir um. í desember sér varla sól, dagur- inn fáeinar fölvar rökkur stundir, þá kemur nóttin, tutt- Ugu stundir eða vel það, í einni lotu. Island er gróðurlaus hraun- breiða alt nema geirar með sjó. Meir en þrír fimtu hlutar landsins eru óbygðir og óbyggi- legir. í halla og hlíðum milli fjalls og fjöru sækja 115,000 manna harðsótt viðurværi til nioldar, með kvikfjárrækt, og i sjóinn með ströndum fram. Þegar her manna er sendur sem setulið meðal þjóðar sem hefir ekki soldát litið í margar aldir, þá er von til að spuKt verði spurninga. Hvaðan kom sá her? Af hverju? Mundi einstöJ<um mönnum vera hætta búin? Mundi herstjórn hleypt yfir þjóðina? Þeir sem gegndu opinberum stöðum voru stiltir en dálitið stirðir. Þeir áttu aðgang að sönnum tiðindum en almenningur ekki °g því var hugur hans æstur °g fullur óróa. V íslendingar hafa djúpsetta á skyldu ríkisins við fólkið ' I og þeirri skyldu hafa þeir und- ið til beztu tilhögunar á kenslu sem til er í víðri veröld, for- kunnar meðferðar á sjúkum, til starfa og stofnana í þjónustu almennings álíka og á megin- landi N. Ameríku, en ekki til kaupa á byssum og bardaga- skipum. Þeir hafa hagað stjórn sinni með lýðræðis lagi lengur en vér. Þeir hafa mörg dag- blöð óháð, sem segja sínar skoðanir frýjulausL íslending- ar hafa mætur á listum og til letra, myndasmíða og mál- verka starfa, eru þeir miklu afkastameiri en aðrir að tiltölu við fólksfjölda. Þeir halda sig vel, jafnvel þó að margar nauð- synjar verði að sækja til út- landa. Jafnvel í moldarbæjum til sveita finnast svo mörg notaleg þægindi að furðu gegn- ir. íslands sóknarmegin til sæld- ar hefir grundvallast á frið- samlegum viðskiftum og góð- vild til allra manna. Fram- koma þess út á við hefir stjórn- ast af skynsamlegu viti. Átti alt þetta að berast fyrir borð að vilja þjóðar sem var máttar- meiri, vopnuð til víga, sagði ekki annað en þetta: “Við göngum á land” — og gekk á land? Það var vlturlega ráðið að senda menn frá Canada til eyj- arinnar. Sú var tíðin að »ís- lendingar fluttust í stórum hópum til Canada og stofnuðu nýlendur í Vesturheimi. 1 Win- nipeg eru þeir fjölmennir og á slóðum norður af þeim höfuð- stað sléttunnar og hafa aukið kyn sitt í hjúskap við aðrar kynkvíslir landsins. Margir af aðkomuliðinu voru því af ís- lenzku kyni öðrum þræði. — Margir a.ðrir kunnu skil á og sögðu fréttir af skyldfólki vest- ur í Canada. Bæði þetta ásamt því lagi Breta að sinna sínum verkum, hafa samt það fram sem þeim líkar, gerði sitt til að draga úr þeirri aðgerðalausu mótstöðu sem fyrirfanst í júní. Aldrei hefir orðið vart við und- irróður, sem nokkuð kveður að; á eynni fyrirfundust 125 persónur þýzkar en hvergi nærri allar trúaðar á kreddur Naza. Ef svo fer fram, að stríði loknu, sem nú horfir, þá er á- stæða til að halda að Island lendi innan við þann bug þar sem áhrifa N. Ameríku gætir mset, þó ekki sé af öðru en þvi, að viðkynning við hermenn þaðan hefir fært heim þann sann, að geysi ólíkt væri nú að lifa, ef þeir aðkomnu hefðu verið í stálgráum fötum. Á svuntustrengi íslands, sem bundu það við Evrópu, hefir nú verið skorið. Island er langt utan við þann baug, sem vörn hins ameríska meginlands skorðast við, er þó afar áríðandi fyrir þetta meg- inland, að dómi hernaðar vits- ins í Canada. I suðaustur það- an eru Færeyjar, í vestur og útsuður Grænland, Newfound- land, Labrador, Baffinland, líkt og stíflur í straumi. Færeyjar eru smáar, hæfar til að stikla á, en þar hafa Bretar samt sterkan vörð og setulið. Græn- land myndi tæplega þykja nýtilegt nema sem áfangastað- ur, vegna veðurfars. Eigi að síður skal því ekki laust hald- ið, því að þaðan er ekki nema 200 mílna stökk til Baffinlands, til Labrador 400 mílur og 800 mílur til Botwood, Newfound- land, þar sem loftfara stöðin er. Strendur Islands eru mörg þúsund mílur á lengd, mjög vogskornar, veðrið álíka og í Maine eða Nova Scotia, vegna Golfstraumsins; af öllu þessu er landið fyrsti lykill að öryggi Norður Ameríku og því áríðandi í hæsta máta. Af þessu fóru þeir frá Canada þangað, reistu skotbákn sin á þess graslausu gnúpum, taka laglegar stúlkur til amerískra kvikmynda í höfuðstaðnum, en þeir í þeim höfuðstað láta stríðið lönd og leið, þykir betra að gera ráð fyrir því, að nýta sér hveraVatn í nær- sveitum og óbygðum, leiða það í pípum inn á heimili fólksins. Þær pípur er nú búið að panta á Englandi. K. S. þýddi. EITT RAUTT KERTI Eftir Jódísi Sigurðsson Snjólaug Hansson var virt af öllum, sem þektu hana. — Hún hafði komist vel áfram, síðan hún kom til Winnipeg. Henni hlotnaðist góð skrif- stofustaða og hátt kaup. Margt eldra fólk, hafði mikl- ar mætur á Snjólaugu. Hún hvorki reykti né drakk vín, þótt hún tilheyrði ekki neinu bindindisfélagi. Hún var engin daðurdrós né karlmanna gæla — og þeir, sem þektu hana bezt, sögðu að hún hefði reynst fólkinu sínu ákaflega vel. En foreldrar hennar höfðu einnig reynst henni vel — þau höfðu gefið henni gott uppeldi — sett hana til menta — og gert alt fyrir hana, sem þau héldu að yrði henni fyrir beztu — þessvegna hafði hún hlotið þessa góðu stöðu, sem hún hafði nú. Snjólaug Hansson var fyrir löngu orðin fræg í þeirri bygð, sem hún ólst upp í, fyrir jóla- gjafir til fólksins síns. Foreldrar hennar voru rík- ustu hjónin í bygðinni. Húsið þeirra, með öllum nýtízkuþæg- indum, var fallegasta húsið í bygðinni, og yngri systkini hennar voru lang bezt klæddu börnin í allri bygðinni. Nýlega hafði móðir Snjó- laugar haft orð á því við ná- granna konu sína, að þau hjón- in yrðu að fara að byggja nýtt hús, ef að jólagjöfunum frá henni Snjólaugu sinni ættu að vera gerð góð skil — þessi fíni flauels setustóll, sem hún hafði gefið þeim á jólunum í fyrra, hafði með naumindum komist inn í húsið, þar væri að verða svo þöngt. Móðir Snjólaugar hafði í nokk ur ár haft þann sið að bjóða bygðarfólki heim til sín þann þrettánda í jólum til að sýna þeim allar fallegu gjafirnar, sem Snjólaug hafði sent þeim um jólin — og sem altaf voru að verða ríkmannlegri með ári hverju, það var því lítið talað um annað í allri bygðinni, frá þeini 13. í jólum og út janúar, ár hvert, en um Snjólaugu og jólagjafir hennar. Og nú var komið að einum aðfangadeginum enn í æfi Snjólaugar, kl. var hálf sex og Snjólaug nýkomin heim frá vinnu. Hún sat í mjúkum hæginda- stól inni í hlýju, rúmgóðu setu- stofunni sinni, hallaði sér aftur á bak í stólinn, teygði frá sér fæturna og lokaði augunum. Hún var að láta göngulúan líða frá. — Nú var samt ekki tími til að hvíla sig. Hún át.ti eftir svo mörgu að sinna fyrir náttmál. Gjafirnar mínar hafa komist til þeirra heima í kvöld, hugs- aði Snjólaug, sigurbros lék um ana, — þarna voru gjafirnar til allra skrifstofu stúlknanna, þær höfðu allar gefið henni síð- ustu jól — já — dýrar jóla- gjafir — mínar eru eins falleg- ar, hugsaði Snjólaug. — Hún vildi ekki að þær ættu hjá sér — og þarna voru böglarnir til giftu vinkona hennar j jbeggja — sem altaf voru að I bjóða henni heim til sín — bæði fyrir máltíðir og spila- veizlur. Hún varð að sýna þeim að hún metti það, sem j þær gerðu fyrir hana, og þarna j var böggullinn til konunnar, sem hún leigði hjá, sem gaf henni oft kaffi, og bauð henni til máltíðar tvisvar á ári. Hún sannarlega átti það skilið að fá dálitla jólagjöf frá henni — og svo var þarna stór böggla- hrúga, sem hún æfinlega gaf með hálfum huga. Hún var til þeirra allra, sem sendu henni, og hún var auðvitað að gjalda í sömu mynd. Hún gat ekki verið þekt fyrir það að taka á móti óborguðum gjöfum. Eftir alt saman var það kitl- andi gaman að fá sjálf sem flestar gjafirnar. I Eg hefi áreiðanlega ekki gleymt neinum, hugsaði Snjó- laug. Hún opnaði budduna sína og þungur svipur kom á andlitið. Afskaplega hefi eg eytt af penngum um þessi jól, samt hafa vinir mínir það álit á mér, að eg sé nízk, þótt eg tæmi budduna á hverjum jól- um og standi peningalaus uppi. Get eg ekki breytt því áliti hjá \ kunningjum mínum að eg sé j samansaumuð — beinlínis nizk. I Snjólaug settist aftur í stól- inn með tóma budduna í hend- inni. Ef eg ætti eiha ósk, hugs- aði hún, skyldi eg óska .þess að allir þeir, sem hafa þetta álit á mér, væru komnir núna hérna inn í herbergið, og sæju alla bögglana sem eg gef. Skyldu þeir ekki breyta um skoðun? Hvað er eg annars að hugsa, sagði Snjólaug, og stóð upp, eg verð að láta drenginn, sem ætl- ar að koma bögglunum til skila fyrir mig, vita að þeir séu til- búnir. Hún setti á sig hatt og fór í yfirhöfn, skoðaði í budd- una sína og fann þar eitt tutt- ugu og fimm cent. Þetta verð- | ur að duga fram yfir jólin. Eg þarf ekkert meira að kaupa, hugsaði hún um leið og hún fór út. Hún ætlaði sér inn i búðina á horninu að síma drengnum. Þegar hún kom þangað inn tek- ur hún eftir gömlu fálátu ís- lenzku konunni, sem leigði þakherbergið í næsta húsi. — Hún stóð og blíndi á rautt kerti í lágum kertastjaka með hand- arhaldi, með miklum aðdáun- arsvip. Snjólaug var vön að heilsa þessari konu, þegar hún mætti henni á götunni, enda þótt hún þekti hana ekki mikið. En það var eitthvað við þessa konu, sem minti Snjólaugu ætíð á jarðarför ömmu sinnar, sem henni hafði þótt mjög vænt um. Snjólaug vissi að hún var einstæðingur, og henni sýndist hún æfinlega út grátin, þá sjaldan hún sá hana. “Komdu sæl,” sagði Snjó- laug, og gekk til konunnar, “ertu að hugsa um að kaupa þetta kerti?” I Gamla konan hrökk við, það var líkast því, sem hún vaknaði an var farin, en kertið stóð enn á borðinu. Hún hefir þá ekki keypt það, hugsaði' Snjólaug. Skyldi hún ekki hafa haft pen- inga til þess? og ósjálfrátt kom jarðarför ömmu Snjólaugar í huga hennar, Þessi gamla kona var þó ennþá lifandi.' Hvað kostar kertið? spurði Snjólaug búðarmanninn. Only twenty cents, Miss, sagði búðarmaðurinn. Það stóð heima, hún hafði tuttugu cent í buddunni, að síma hafði kostað hana fimm cent. Mitt fyrsta verk, verður, þegar jólin eru liðin, að draga út úr bankanum, hugsaði Snjó- laug. Hún kéypti kertið og hélt heimleiðis. Eg hefi tíma til þess að búa um það áður en drengurinn kemur að sækja bögglana, hugsaði Snjólaug, og flýtti sér heim. En hvaða nafn átti hún að setja með gjöfinni; hún kunni ekki við að senda það undir sínu nafni, hún þekti konuna svo lítið. Snjólaug fann jólakort á borðinu sínu, þegar hún kom inn í herbergið, sem gengið hafði af. Hún skrifar utan á það nafn konunnar, Sigríðun Ólafsson, með beztu jólaóskum frá — ja, hvað átti hún nú að segja. > ' Hún hugsar sig um. Eins og elding kom í huga hennar orðið vinarþel, svo hún skrifar frá vinarþeli. Hún set- ur kortið með kertinu og vefur utan um böggulinn skínandi umbúðar pappír. Það stóð heima, að þegar Snjólaug hafði búið um bögg- ulinn kom drengurinn, sem átti að koma bögglunum til skila. Frh. á 8. bls. Geymið verðmet skjöl yðar í ÖRYGGISSKÁP í BANKA V Geymið vel borgarabréf yðar, eignabréf, vá- tryggingarskjöl og önnur verðmæt skjöl. Geymið þau í stál öryggishólfi í Royal bankanum. Þér getið leigt það fyrir minna en lc á dag. Spyrjið um þetta á næsta banka vorum. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $900.000.000 INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask........................Jí. J. Abrahamson Áraes.............v.................Sumarliði J. Kárdal Árborg...............................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville,.......................... Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. OleBon Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge-------------------------H. A. Hinriksson Cypress River.........................Guðm. Sveinsson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros_______________________________J. H. Goodmundson Elriksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.......................Rósm. Árnason Foam Lake............................T.H. G. Sigurðsson Gimli.................................................K. Kjernested Geysir...............................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland.............................. Slg. B. Helgason Hecla..................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Húsavík.............................................John Kernested Innisfail............................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth .................................Böðvar Jónsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar.......................'............D. J. Líndal Markerville......................... ófeigur Sigurðsson Mozart............................... S. S. Anderson Narrows............................................S. Sigfússon Oak Point.---------------------------- Mrs. L. S. Taylor Oakview---------------------------------- S. Sigfússon Otto......................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer............................ Ófeigur Sigurðsson Reykjavík................'................ Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk, Man...........Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Silver Bay, Man........................ Hallur Hallson Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson Steep Rock............................... Fred Snædal Stony Hill................................Björn Hördal Tantallon...............................O. G. Ólafsson Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason Víöir.............................................JVug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.................................S. Oliver Winnipeg Beach......................................John Kernested Wjmyard............................. L.S. S. Anderson ( BANDARdCJUNUM: varir hennar. Þær reka upp af draumi. augun kerlingarnar í bygðinni ó, ó, eg veit það ekki, mig þann þrettánda, þegar mamma ]angar til þess, það er yndis- hefir sína árlegu sýningu, ha! ]ega faiiegt, sagði hún, og ha! ha! . Snjólaug mundi nú eftir því, Snjólaug opnaði augun og hvað Amma sín hafði haft mik- reis upp í stólnum. Böglar jg yndi af kertum. vafðir upp í alla vega litann | þag er reglulega snoturt, umbúðapappír, bundnir saman sagði Snjólaug, og horfði vina- með litum regnbogarts, lágu í iega á gömlu konuna. Hún hrúgum í kring um hana á gólf-! gekk að símanum og náði sam- inu. Þeir voru næstum pf bandi við drenginn, sem átti fallegir til að opna þá. ! ag koma jólagjöfunum hennar Hafði hún nú ekki gleymt ^il skila. einhverjum sem sendi henni j þegar hún kom aftur fram i jólagjöf. Hún las utan á bögl- búðina, sá hún að íslenzka kon- Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...._>...........Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash..................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co................Th. Thorfinnsson Grafton..............................Mrs. E. Eastman Ivanhoe...........................Miss C. V. Dalmana Los Angeles, Calif.... * Milton....................................S. Goodman Minneota..........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St- Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N W. Upham------:...........................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.