Heimskringla - 25.04.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.04.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. APRÍL 1945 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA með kápu Humanitarismans. — Þessa stefnu mætti nefna heim- speki sósíalismans (Philosophy of Socialism). Aðaikjarni þess- arar stefnu þegar hún til grunns er rakin felst í því, að benda á að ennþá sé mikið xanglæti i heiminum. Lífskjör manna séu mjög misjöfn. Allir eigi rétt á því að lifa við sömu lífskjör og aettu að eiga jafnmikið, engin meira og engin minna, en hinn. Það eigi að hjálpa þeim, sem minni máttar séu. Það eigi að styrkja þá, sem hafi minna þrek eða minna vit en hinir, svo þeir geti orðið aðnjótandi þess sama. Og það eigi að afstýra öllum yfir- gangi þeirra sem reyna að nota almúgan sér að féþúfu. Þetta er fögur hugsjón. Það er ekki að furða að margir og einkum þeir sem minni máttar voru, vildu fylgja þessari stefnu. Enda náði hún miklu fylgi; það fór að bera á henni hér í landi stuttu eftir síðustu aldamót. En hvernig átti svo að koma þessu til leiðar? Fyrsta og aðal skilyrðið var að skila aftur per- sónufrelsinu í hendur ríkisins. Var ekki ríkið almenningur; það var svo sem ekki verið að fá það neinnri aðalsstétt í hendur, eða sérstökum einstaklingum. En með því eina móti að við vær- um þjónar ríkisins, og að við hfðum fyrir ríkið, en ekki að ríkið væri þjónn vor, eins og nú átti sér stað, væri þetta fram- hvæmanlegt. Fólkið átti að sjálfsögðu að hafa atkvæðisrétt og kjósa sér stjórnendur. Einn atti að vera æðstur, hann valdi svo hóp manna sem væri stjórn- arráð. Hann úthlutaði þeim verk', t. d. einn sér um akur- y^kju og búpening, 'einn um at- vinnumál, einn um dómsmál, oinn um húsnæði o. s. frv. Svo yrði hver einn að skifta verki sínu í ótal deildir og útnefna deildarstjóra; svo réðu deildar- stjórnir vinnufólk hver í sína deild. Brátt kom það í ljós að deildarstjórar urðu að semja ótal reglugerðir svo verk þeirra væri framkvæmanlegt. Þessar reglu- gerðir voru, hvað fólk áhrærði, sama sem lög, sem samin væri á þingi. Ekki var langt að bíða að flest öll lög voru þannig samin, sum með leyfi og vitund aðal úeildarstjóra stjórnarinnar, en flest án þess. Nú var stjórnar- starfið orðið svo umfartgsmikið °g margbrotið, að hefði átt að afturkalla og ónýta þessar reglu- gerðir, hefði alt komist á ringul- reið og orðið óviðráðanlegt. Var nú svo komið að almenn- ingur var algerlega á valdi þess- ara deildarstjóra. Margar um- kvartanir fara að heyrast frá' slmenning og mörgum fanst að nú væri frelsið orðið af skornum skamti. En svo voru aðrir sem voru hræddir við að ef stoðum vaeri kipt undan þjóðfélagsbygg- ingunni þá mundi alt hrynja. ^ar því um að gera að ekki niynduðust of sterk og fjölmenn samtök, sem vildu afnema þetta nlt aftur. Var það því gert ólög- legt að aðrir flokkar væru við- hrkendir en stjórnarflokkurinn. Til þess að yrði ekki of mikil Uiótspyrna og ihávaði gerður út aí þessu varð því að takmarka ritfrelsi og málfrelsi. Til þess að hægt væri að fram- fylgja þessu, varð því að hafa feynilögreglu til að vakta að þessu væri framfylgt. Enn gat Verið hætta á ferð, fólk gat orðið svo óánægt að það gerði upp- reisn, sem leiddi til innanríkis stríðs, og það umfram alt varð að varast. Var því um að gera að vera viss um að lögregluþjónar og her fandsins væru húsbónda hollir °g algerlega á valdi stjórnarinn- ar- Er hér var komið var auð- 8®tt að ekki þýddi kosningar- réttur almúgans mikið. Ekki Var hægt að kjósa neinn,. nema Sem fylgdi sömu stefnu og til- ^eyrði sama flokki. Enda voru Hostir stjórnar eða ríkisþjónar ekki kosniir heldur útnefndir, varð því stjórnin orðin algert 'einveldi (absolute dictatorship). Nú fór kápa Humanitarians ekki að líta eins fallega út í aug- um fólksins, philosophy of soc- íalism var orðin að “applied soc ialism”, og applied socialism er sá eini sósíalismi sem er starf- rækjanlegur í nokkru þjóðfélagi. Brautin sem fólkið hélt að lægi til framtíðarlandsins fagra, lá ekki til Utópíu, en tók það til baka til ástands þess sem for- feður þess höfðu barist á móti í miðalda myrkri Evrópu. Nöfnin höfðu breyst, það voru ekki kóngar, jarlar, barónar eða lá- varðar, sem nú réðu lögum og lofum yfir almenningi, en deild- arstjórar sem höfðu alls ekki minni völd. “Incentive” var nú aftur sofn- að. Til hvers var það? Ein- staklingurinn gat ekki lengur hugsað fyrir sjálfan sig, eða ráð- stafað sínum gerðum. Það eina sem eftir var var að reyna að koma sér í mjúkinn hjá stjórnar- þjónunum með smjaðri og undir- ferli. Dofi og vonleysi færðist yfir sálina, þótt maginn hefði nóg að nærast á var sálin sí- svöng. Draumalandið var horf- ið, og vonin um að komast þang- að. Já, en þetta gæti nú aldrei skeð hér, munu sumir segja. Einmitt það! Hvað hefir skeð á Þýzkalandi, Italíu, Spáni, Rúss- landi, Póllandi, Finnlandi og mörgum öðrum ríkjum í Ev- rópu? Er fólk þar á svo miklu lægra stigi andlega en við í þessu landi? Höfum við áttað okkur á því hvert brautin ligg- ur? Getum við séð það fyr 'en það er orðið of seint? Fyrsta stigið er að venja fólk við að flýja til stjórnarinnar og biðja um meiri og meiri afskifti af högum sínum. Meiri og enn meiri vernd, þangað til það venst á að láta stjórnarþjóna hugsa fyrir sig og ráða fram úr sínum. vandamálum. Þegar þessu stigi er náð er vandalaust, leikurinn er á borðinu, applied socialism er komin til valda. Það sem eftir er af persónufrelsinu hverfur eins og síðustu ljósgeislar sólar við hafsbrúnina. Það er verið að menta okkur í þessa átt og það meira en þið hafið kanske veitt eftirtekt. Þeir sem hafa lifað hér í meir en ELIZABETH PRINSESSA tilvonandi ríkiserfingi á Bretlandi, varð 19 ára 21. apríl. Hún fór út í sveit með foreldrum sínum á afmælisdaginn. Árnað- aróskir bárust henni víðsvegar að ekki einungis úr brezka veldinu, heldur frá fjölda annara þjóðhöfðingja. Þetta er svo stórt mál að það væri efni í langan fyrirlestur. Eg hefi aðeins stiklað á stærstu steinunum, í von um það gæti ef til vill vakið spurningu í huga einhverja um hvert stefnt væri, og hvað ynnist með því að af- sala sér meir og meir persónu- .frelsinu. Er það framtíðar- drauma landið ykkar að lifa í því þjóðfélagi þar sem einstakl- ingurinn verður að fá leyfi stjórnarþjóna um allar sínar gerðir? Langar ykkur eftir ap- plied socialism, hverju öðru nafni sem hann kynni að nefn- ast? Er ekki komið langt fram yfir dagrenningu? Er ekki komin tími til að vakna til starfs, og heimta aftur það frelsi, sem for- feður okkar börðust fyrir og unnu að síðustu eftir margar harmkvalir og þrautir. Frelsinu sem við tókum í erfð- ir og okkur var trúað fyrir að varðveita. Sumarið er komið. Það færir okkur endurnýað líf, nýja starfs- krafta, nýtt fjör, og von um að fjórðung aldar og hera saman . . . ... ... einstaklings frelsið eins og það þess. hryil.legt Mdarleikur sem var þá og eins og það er nú, munu fljótt átta sig á því. Við verðum að standa stjórn- inni skil á öllum okkar athöfn- um, inntektum og útgjöldum. Við megum ekki ráða leiguverði á húsum eða híbýlum, það verða stjórnarþjónar að gera. Við ráð- um heldur ekki söluverði á því háður hefir verið í heiminum nu á sjötta ár taki enda á þessu sumri. Von um að slíkt geti aldrei skeð aftur. Von um að í framtíðinni verði vitnað til þess sumars sem Sumarsins góða, sem batt enda á stríð milli þjóða. • Látum oss fagna sumarkom- unni af heilum huga, og þegar sem við framleiðum, það verðt. heimsstyrjöld er enduð, og stjórnarþjónar að gera. Við s°‘ ,nðar sk” _aftur ,land GAMALÍEL THORLEIF- SON ÁTTRÆÐUR minnilega dag. Var því mann- kvæmt mjög heima hjá honum .þann dag, og komu menn bæði frá Mountain og Garðar og ann- arsstaðar að úr íslenzku bygð- inni til þess að þakka afmælis- barninu góða samfylgd á liðnum árum og árna honum neilla. — Hópur skyldmenna og vina var þar einnig kominn frá Grand Forks. Rausnarlegar veitingar voru fram bornar, en auk þess skemtu menn sér við fjörugar samræð- ur, söng og ræðuhöld. Sóknar- presturinn, dr. Haraldur Sigmar, hafði samkomustjórn með hönd- um. Ávarpaði hann afmælis- barnið fögrum og hlýjum orð- um, þakkaði honum langa og trygga vináttu og góða samvinnu um margra ára skeið, kvað hann nú vera “áttatíu ára ungan”, og óskaði honum blessunar og langra lífdaga. Séra Haraldur stýrði einnig almennum söng. en frú Sigmar var við hljóðfær- ið. Var sunginn fjöldi íslenzkra sönglaga, og voru þau afmælis- barninu mjög að skapi, því að hann er, eins og kunnugt er söng- maður góður, og hefir yndi af söng og sönglist. Dr. Richard Beck flutti aðal- ræðuna fyrir minni hins sí-unga öldungs, minti á það, hve vei honum hefði tekist um langan lífsdag að viðhalda hjá sér “sál- arlífs sumri”, að sameina það tvent að meta fortíðina og arf Síðastliðin fimtudag, þ. 19. hennar, en standa þó föstum fót- apríl, á sumardaginn fyrsta eftir j um í samtíð sinni og byggja með góðu og gömlu íslenzku tímatali, | þeim hætti fyrir framtíðina. — átti merkisbóndinn Gamalíel Þakkaði hann afmælisbarninu Thorleifsson að Garðár, N. Dak., áttræðisafmæli, og var þeirra tímamóta á löngum og viðburða- ríkum æfiferli hans minst með verðugu og virðulegu samkomu- haldi á heimili hans. Höfðu börn Gamalíels efnt til veizlu í tilefni afmælisins til þess að gefa vinum hans, sem margir eru, tækifæri til þess að heilsa upp á hann og samgleðj- ast með honum þennan eftir- fyrir trygð hans við íslenzkar menningarerfðir og áhuga hans fyrir varðveizlu þeirra og flutti honum kveðjur og heillaóskir Þjóðræknisfélagsins og bygða- fólks í heild sinni. Gamalíel þakkaði ræðurnar, góðar gjafir, sem honum höfðu borist, og veizluhaldið, með snjallri ræðu, því að hann er maður prýðilega máli farinn og kjarnorður vel. Kvað hann það hafa verið lífsgleðina, er hann hefði jafnan borið í brjósti, sem létt hefði sér sporin, og minn- ingarnar um góða samferða- menn, lífs og liðna. Sagði hann, að þessi dagur myndi sér með öllu ógleymanlegur. Var máli hans tekið með miklum fögnuði. Gamalíel Thorleifsson er um alt hinn merkasti fhaðúr, heil- steyptur í skapgerð, sjáífstæður mjög í skoðunum og á ýmsa lund sérstæður. Hann hefir komiið mikið við félagsmál í bygð sinni, og verður sú saga eigi rakin hér. Hann er maður rammíslenzkur í anda, enda er hann víðlesinn í fræðum vorum og bókmentum, og ann þeim af heitum og heilum huga; hefir hann og á reiðum höndum, hvort sefn er í samtali eða opin- berum ræðum, mergjaðar og markvissar tilvitnanir úr forn- ritum vorum og kvæðum önd- vegisskálda vorra. Hið virðulega veizluhald, hin- ir mörgu, sem heimsóttu afmæl- isbarnið umræddan dag, gjafirn- ar og kveðjurnar úr ýmsum átt- um; alt bar þetta því talandi vott hver ítök hinn áttræði merkismaður, en ungi í anda, á í hugum skyldmenna og fjöl- margra annara samferðamanna sinna. Enda var það viðkvæðið hjá öllum viðstöddum, að þetta ánægjulega gleðimót myndi þeim lengi í minni geymast. — Yfir því hvíldi bjarmi hækkandi vors, sæmandi hugarbirtu hins aldurhnigna afmælisbarns, sem fæddist á sumardaginn fyrsta heima á íslandi fyrir áttatíu ár- um síðan. R. Beck . — Eg giftist honum af því að eg hélt, að hann væri eins og grískur guð. — Reyndist hann ekki vera það? — Jú, að vísu, en það var Bakkus, sem hann líktist. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið megum ekki ráða mann 1 vinnu, vort, þá að fylla flokk allra frels- ne megum við eða hann ráða iselskandi manna, til að aftur- kaupinu, það verða stjórnar-,kalla personufreis. vert. þjónar að gera. Við megrim I Munum eftir þvi að lata ekki ekki leita atvinnu í öðrum lands- ginnast af slagorðum og fögrum hluta, nema með leyfi stjórnar- ytri búningi leiðtoga sem eru að þjóna. Við megum ekki gefa af' reyna að leiða oss inn á brautina eignum okkar nema segja stjórn- sem liggur til ófrelsis og þræl- arþjónum frá því, og borga skatt dóms. af gjöfinni til stjórnarinnar. j Gleðilegt sumar! góðir suma>' 1 vetur dvaldi eg um tíma i gestir, íslenzkar konur og menn. bæ sem nú er talin “congested area”. Þar ræður ein stjórnar- Leiðrétting deild húsakynnum og verustað Eift Qrð hefjr miSprentast í manna. Þótt þú byggir þér hús sjgari ihelmingi Páskaræðunnar, þá máttu ekki flytja inn í það til i gem vergur ag leiðréttast. Þar að lifa þar, nema með leyfi þess-; sten(jur slírifað, að ^þostularnir arar skrifstofu. Þú mátt heldur haf. fundið gig sammála Kristi, ekki láta það standa autt. Stjórn- arskrifstofa þessi ræður því hver á að lifa í húsinu þínu. Þetta er ekki hér í bæ ennþá en fólk er að biðja um þessi hlunnindi. Og ibæjarstjórrún okkar sér ekki annað fært en að biðja um það í nafni fólksins. Mætti svo lengi telja, en eg má ekki þreyta ykkur um of. Þetta er gleðimót, við höfum mæst hér til að gleðjast yfir sumar- \ komunni og fagna sumrinu. — auðvitað gerðu þeir það, en orð- ið átti að vera “fundu sig sam- sála Kristi. Orðið kemur fyrst fyrir í ritum Helga Péturs og þýðir samband sálnanna, hérver andi og burtfluttra. H. E. J. * * * Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 29. apríl — Sunnu dagaskóli kl. 11 f. h. íslenzk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson These beloved symbols remind us of a courage and faith which have never wavered. He is playing a great man’s part - - surely every one of us will be proud to do our part, too, by buying every Victory Bond we possibly can. This Advertisement is a Contribution to The 8th Victory Loan by VIKING FISHERIES LIMITED WHOLESALE FISH DEALERS 301 Great West Permanent Bldg. Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.